Grunnskólakennari segir starfi sínu lausu vegna hækkunar kjararáðs nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 19:38 Laun kennara hafa hækkuðu um 40 þúsund krónur á árinu en hækkunin dreifist á næstu þrjú ár. „Í dag sagði ég starfi mínu lausu því mælirinn varð endanlega fullur. Ég er grunnskólakennari og hef kennt í rúm ellefu ár í Reykjavík. Grunnskólakennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning á þessu ári og ástæðan er einföld, launin duga ekki til framfærslu.” Á þessa leið hefst stöðuuppfærsla Guðbjargar Pálsdóttur, fyrrum grunnskólakennara við Langholtsskóla og Seljaskóla, en uppfærslan hefur vakið mikla athygli á Facebook. Kjararáð hækkaði laun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands ríflega nú um mánaðamótin en ákvörðunin hefur verið harkalega gagnrýnd. Í stöðuuppfærslu Guðbjargar kemur fram að mánaðarlaun hennar nemi nú 465 þúsund krónum og samkvæmt nýjum samningum munu laun hennar verða rétt rúmlega 500 þúsund árið 2019 fyrir skatt. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Guðbjörg að margir kollegar sínir séu einnig að íhuga að hætta. „Þetta er bara staðan. Við erum ansi mörg sem erum að íhuga að hætta," segir hún. Að sögn Guðbjargar eru kennarar afar óánægðir með stöðu sína í dag og óánægjuraddir hafa heyrst bæði á Facebook og annars staðar. Guðbjörg Pálsdóttirmynd/facebookGuðbjörg hefur þegar sagt starfi sínu lausu. Hún kenndi í Seljaskóla en starfaði lengst af í Langholtsskóla. Hún hefur sinnt ýmsum aukastörfum meðfram kennarastarfinu og segir slíkt algengt meðal grunnskólakennara. „Ég myndi segja að stór meirihluti gerði það, allavega þeir sem eru einstæðir," segir Guðbjörg en hún er sjálf einstæð með tvö börn. Guðbjörg er óviss um hvað taki við hjá sér. „Næst þarf ég hreinlega að óska eftir starfi," segir hún. Guðbjörg biðlar til ráðamanna grípa til aðgerða. „Ég valdi mér kennslu þar sem ég hef mikinn áhuga á að starfa með börnum og unglingum, ég er fær í mínu starfi og það var ekki auðveld ákvörðun að segja upp á miðjum vetri. Það er því með trega sem ég ákveð að hætta í skemmtilegu, krefjandi og gefandi starfi en mér er einfaldlega ekki stætt á því að halda áfram. Ég vona að ráðamenn átti sig á stöðunni áður en það er of seint og því ég vil að börnin mín sem nú eru í grunnskóla, hafi menntaða kennara á næstu árum, það er alls kostar óvíst eins og staðan er núna. ,” segir hún að lokum í stöðuuppfærslunni.Hér er stöðuuppfærsla Guðbjargar í heild sinni: Kjararáð Tengdar fréttir Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Í dag sagði ég starfi mínu lausu því mælirinn varð endanlega fullur. Ég er grunnskólakennari og hef kennt í rúm ellefu ár í Reykjavík. Grunnskólakennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning á þessu ári og ástæðan er einföld, launin duga ekki til framfærslu.” Á þessa leið hefst stöðuuppfærsla Guðbjargar Pálsdóttur, fyrrum grunnskólakennara við Langholtsskóla og Seljaskóla, en uppfærslan hefur vakið mikla athygli á Facebook. Kjararáð hækkaði laun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands ríflega nú um mánaðamótin en ákvörðunin hefur verið harkalega gagnrýnd. Í stöðuuppfærslu Guðbjargar kemur fram að mánaðarlaun hennar nemi nú 465 þúsund krónum og samkvæmt nýjum samningum munu laun hennar verða rétt rúmlega 500 þúsund árið 2019 fyrir skatt. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Guðbjörg að margir kollegar sínir séu einnig að íhuga að hætta. „Þetta er bara staðan. Við erum ansi mörg sem erum að íhuga að hætta," segir hún. Að sögn Guðbjargar eru kennarar afar óánægðir með stöðu sína í dag og óánægjuraddir hafa heyrst bæði á Facebook og annars staðar. Guðbjörg Pálsdóttirmynd/facebookGuðbjörg hefur þegar sagt starfi sínu lausu. Hún kenndi í Seljaskóla en starfaði lengst af í Langholtsskóla. Hún hefur sinnt ýmsum aukastörfum meðfram kennarastarfinu og segir slíkt algengt meðal grunnskólakennara. „Ég myndi segja að stór meirihluti gerði það, allavega þeir sem eru einstæðir," segir Guðbjörg en hún er sjálf einstæð með tvö börn. Guðbjörg er óviss um hvað taki við hjá sér. „Næst þarf ég hreinlega að óska eftir starfi," segir hún. Guðbjörg biðlar til ráðamanna grípa til aðgerða. „Ég valdi mér kennslu þar sem ég hef mikinn áhuga á að starfa með börnum og unglingum, ég er fær í mínu starfi og það var ekki auðveld ákvörðun að segja upp á miðjum vetri. Það er því með trega sem ég ákveð að hætta í skemmtilegu, krefjandi og gefandi starfi en mér er einfaldlega ekki stætt á því að halda áfram. Ég vona að ráðamenn átti sig á stöðunni áður en það er of seint og því ég vil að börnin mín sem nú eru í grunnskóla, hafi menntaða kennara á næstu árum, það er alls kostar óvíst eins og staðan er núna. ,” segir hún að lokum í stöðuuppfærslunni.Hér er stöðuuppfærsla Guðbjargar í heild sinni:
Kjararáð Tengdar fréttir Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Hækkun á launum alþingismanna tuttuguföld á við hækkun örorkubóta Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs. 1. nóvember 2016 17:45
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Lögreglumenn lýsa vanþóknun Landssamband lögreglumanna furðar sig á vinnubrögðum kjararáðs. 1. nóvember 2016 16:55
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent