Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 72-68 | Snæfell batt enda á sigurgöngu Keflavíkinga Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 2. nóvember 2016 22:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/Eyþór Snæfell sigraði Keflavík naumlega, 72-68, eftir kaflaskiptan leik í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík, sem sat á toppi Domino’s deild kvenna, lenti snemma undir á móti sprækum heimastúlkunum. Í lok fyrri hálfleiks var Snæfell 15 stigum yfir og margt sem benti til að öruggur sigur Hólmara væri í vændum. Viðsnúningur varð hins vegar í seinni hálfleik en þó first og fremst í þriðja leikhluta. Á meðan Keflavíkurstúlkur sýndu ótrúlega baráttugleði gekk lítið sem ekkert upp í sóknar- og varnarleik Snæfells. Niðurstaðan varð jafn og spennandi leikur.Af hverju vann Snæfell? Snæfell byrjaði leikinn með látum. Varnar- og sóknarleikur í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar. Margir leikmenn í liði Snæfells komu þar við sögu en allir sem einn leystu sín verkefni og hlutverk vel í byrjun leiks. Þó ber sérstaklega að nefna Berglindi Gunnarsdóttur og nýja leikmann Snæfells Aaryn Ellenberg sem voru áberandi í sóknarleik Snæfells í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg átti góða byrjun í fyrsta leiknum sínum með Snæfelli og endaði með 26 stig. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik á köflum en hún skoraði fyrstu 10 stigin fyrir Snæfell í kvöld. Hjá Keflavík var það Erna Hákonardóttir sem var stigahæst með 16 stig. Óhætt er þó að fullyrða að allt Keflavíkurliðið hafi barist vel og því liðsheildin í raun besti maður þeim megin.Tölfræðin sem vakti athygli: Ótrúleg endurkoma Keflavíkur er hófst undir lok fyrri hálfleiks og endaði ekki fyrr en örfáar sekúndur voru eftir af leiknum vakti eflaust mestu athyglina í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í erfiðleikum með sitthvorn hálfleikinn. Í raun áttu heimamenn fyrri hálfleik á meðan gestirnir gátu sýnt hvað í þeim býr í þeim seinni.Ingi Þór: Svart og hvítt hjá okkur í kvöld „Við komum í sitthvorum lit til hálfleikana og greinilgt að okkur leið allt of vel í hálfleik með stöðuna,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Varðandi þriðja leikhluta sagði Ingi Þór: „Við hættum að sækja að körfuni og klárum ekki auðveld færi sem við sköpuðum okkur.“ Fyrirliði Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, var mikilvæg á lokakaflanum og kveikti aftur í liðinu sínu. „Fyrirliðin okkar stígur upp á háréttum tíma og setur niður fimm stig í fjórða leikhluta sem kveikti aftur í liðinu. Það er einmitt það sem fyrirliði á að gera.“Sverrir Þór: Hrikalega stoltur af liðinu „Við áttum fullt af sénsum í lokin til að jafna og jafnvel til að komast yfir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í kvöld. „Við erum að spila skelfilega í 16 mínútur í fyrri hálfleik og erum þrátt fyrir það bara 15 stigum undir. Svo mætum við af krafti í seinni hálfleik og það er ekkert verið að gefast upp. Ég er hrikalega ánægður með það.“ „Það vantaði rosalega lítið upp á að við myndum fara með tvö stig heim í kvöld,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Ég hefði viljað tala við þig núna og tala um leik sem við hefðum tekið í restina.“ Fyrri hálfleikurinn hjá Keflavík einkenndist af smá hræðslu og virðingu. „Í fyrri hálfleik var smá hræðsla og við vorum langt frá okkar mönnum. Bara of mikill virðing. En í seinni hálfleik vorum við nær mönnunum og ekki að gefa nein opin skot. Við spiluðum miklu betri vörn, fáum auðveldar körfur og meira sjálfstraust.“Bein lýsing: Snæfell - Keflavík:Tweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira
Snæfell sigraði Keflavík naumlega, 72-68, eftir kaflaskiptan leik í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík, sem sat á toppi Domino’s deild kvenna, lenti snemma undir á móti sprækum heimastúlkunum. Í lok fyrri hálfleiks var Snæfell 15 stigum yfir og margt sem benti til að öruggur sigur Hólmara væri í vændum. Viðsnúningur varð hins vegar í seinni hálfleik en þó first og fremst í þriðja leikhluta. Á meðan Keflavíkurstúlkur sýndu ótrúlega baráttugleði gekk lítið sem ekkert upp í sóknar- og varnarleik Snæfells. Niðurstaðan varð jafn og spennandi leikur.Af hverju vann Snæfell? Snæfell byrjaði leikinn með látum. Varnar- og sóknarleikur í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar. Margir leikmenn í liði Snæfells komu þar við sögu en allir sem einn leystu sín verkefni og hlutverk vel í byrjun leiks. Þó ber sérstaklega að nefna Berglindi Gunnarsdóttur og nýja leikmann Snæfells Aaryn Ellenberg sem voru áberandi í sóknarleik Snæfells í fyrri hálfleik.Bestu menn vallarins: Aaryn Ellenberg átti góða byrjun í fyrsta leiknum sínum með Snæfelli og endaði með 26 stig. Berglind Gunnarsdóttir átti einnig góðan leik á köflum en hún skoraði fyrstu 10 stigin fyrir Snæfell í kvöld. Hjá Keflavík var það Erna Hákonardóttir sem var stigahæst með 16 stig. Óhætt er þó að fullyrða að allt Keflavíkurliðið hafi barist vel og því liðsheildin í raun besti maður þeim megin.Tölfræðin sem vakti athygli: Ótrúleg endurkoma Keflavíkur er hófst undir lok fyrri hálfleiks og endaði ekki fyrr en örfáar sekúndur voru eftir af leiknum vakti eflaust mestu athyglina í kvöld.Hvað gekk illa? Bæði lið áttu í erfiðleikum með sitthvorn hálfleikinn. Í raun áttu heimamenn fyrri hálfleik á meðan gestirnir gátu sýnt hvað í þeim býr í þeim seinni.Ingi Þór: Svart og hvítt hjá okkur í kvöld „Við komum í sitthvorum lit til hálfleikana og greinilgt að okkur leið allt of vel í hálfleik með stöðuna,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. Varðandi þriðja leikhluta sagði Ingi Þór: „Við hættum að sækja að körfuni og klárum ekki auðveld færi sem við sköpuðum okkur.“ Fyrirliði Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, var mikilvæg á lokakaflanum og kveikti aftur í liðinu sínu. „Fyrirliðin okkar stígur upp á háréttum tíma og setur niður fimm stig í fjórða leikhluta sem kveikti aftur í liðinu. Það er einmitt það sem fyrirliði á að gera.“Sverrir Þór: Hrikalega stoltur af liðinu „Við áttum fullt af sénsum í lokin til að jafna og jafnvel til að komast yfir,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem var svekktur með úrslitin í Stykkishólmi í kvöld. „Við erum að spila skelfilega í 16 mínútur í fyrri hálfleik og erum þrátt fyrir það bara 15 stigum undir. Svo mætum við af krafti í seinni hálfleik og það er ekkert verið að gefast upp. Ég er hrikalega ánægður með það.“ „Það vantaði rosalega lítið upp á að við myndum fara með tvö stig heim í kvöld,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Ég hefði viljað tala við þig núna og tala um leik sem við hefðum tekið í restina.“ Fyrri hálfleikurinn hjá Keflavík einkenndist af smá hræðslu og virðingu. „Í fyrri hálfleik var smá hræðsla og við vorum langt frá okkar mönnum. Bara of mikill virðing. En í seinni hálfleik vorum við nær mönnunum og ekki að gefa nein opin skot. Við spiluðum miklu betri vörn, fáum auðveldar körfur og meira sjálfstraust.“Bein lýsing: Snæfell - Keflavík:Tweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Sjá meira