Fólkið á Airwaves: Draumabrúðkaupsferðin að sjá Múm í Reykjavík Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 15:40 Rachel og John Marr eru nýbökuð hjón frá London. Vísir/Vilhelm John og Rachel Marr eru nýbökuð hjón sem búsett eru í London. Þau hafa vitað af Iceland Airwaves og þess vegna varð Reykjavík í byrjun nóvember því fyrir valinu þegar brúðkaupsferðin var skipulögð. „Við erum búin að vera hérna í fjóra daga,“ segir John í samtali við Vísi. „Ég hef alltaf viljað koma til Íslands og heimsækja Reykjavík og sjá náttúruna á Íslandi. Svo spilar tónlistin mikið hlutverk, ég er mikill aðdáandi hljómsveita eins og Múm og Sigur Rós,“ segir hann aðspurður hvers vegna þau ákváðu að sækja Ísland heim. „Við höfum vitað af hátíðinni í nokkur ár og höfum alltaf talað um að koma. Svo á brúðkaupsferð náttúrulega að vera einskonar draumaferð þannig að þetta lá beint við,“ segir Rachel.Reykjavík minnir á Skotland Þau segja að rokið hafi komið sér örlítið í opna skjöldu þegar þau kíktu í hvalaskoðunarferð. Annars finnst þeim umhverfið heimilislegt og segja að náttúran minni þau á skosku hálendin, þaðan sem Rachel er ættuð. „Þetta er góð blanda því við komum frá London og erum vön stórri borg, Reykjavík er stór en samt er sama stemning og í Skotlandi.Vonast eftir leynitónleikum Aðspurð segjast þau hjónin hlakka mest til að sjá Múm, Kronos Quartet og Lake Stret Dive. „Við fengum ekki miða á Björk en við erum að vona að hún spili á einhverjum leynitónleikum sem við römbum inn á. Það er okkar besta von,“ segir John kíminn. „Við hlökkum líka mikið til að sjá Kate Tempest,“ segir Rachel, en þau ætla að dvelja aðeins lengur á landinu eftir að hátíðinni lýkur og njóta brúðkaupsferðarinnnar. Airwaves Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
John og Rachel Marr eru nýbökuð hjón sem búsett eru í London. Þau hafa vitað af Iceland Airwaves og þess vegna varð Reykjavík í byrjun nóvember því fyrir valinu þegar brúðkaupsferðin var skipulögð. „Við erum búin að vera hérna í fjóra daga,“ segir John í samtali við Vísi. „Ég hef alltaf viljað koma til Íslands og heimsækja Reykjavík og sjá náttúruna á Íslandi. Svo spilar tónlistin mikið hlutverk, ég er mikill aðdáandi hljómsveita eins og Múm og Sigur Rós,“ segir hann aðspurður hvers vegna þau ákváðu að sækja Ísland heim. „Við höfum vitað af hátíðinni í nokkur ár og höfum alltaf talað um að koma. Svo á brúðkaupsferð náttúrulega að vera einskonar draumaferð þannig að þetta lá beint við,“ segir Rachel.Reykjavík minnir á Skotland Þau segja að rokið hafi komið sér örlítið í opna skjöldu þegar þau kíktu í hvalaskoðunarferð. Annars finnst þeim umhverfið heimilislegt og segja að náttúran minni þau á skosku hálendin, þaðan sem Rachel er ættuð. „Þetta er góð blanda því við komum frá London og erum vön stórri borg, Reykjavík er stór en samt er sama stemning og í Skotlandi.Vonast eftir leynitónleikum Aðspurð segjast þau hjónin hlakka mest til að sjá Múm, Kronos Quartet og Lake Stret Dive. „Við fengum ekki miða á Björk en við erum að vona að hún spili á einhverjum leynitónleikum sem við römbum inn á. Það er okkar besta von,“ segir John kíminn. „Við hlökkum líka mikið til að sjá Kate Tempest,“ segir Rachel, en þau ætla að dvelja aðeins lengur á landinu eftir að hátíðinni lýkur og njóta brúðkaupsferðarinnnar.
Airwaves Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira