Ólafía ísköld í eyðimörkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur spilað frábært golf í Abú Dabí en hún hitti 17 af 18 flötum á öðrum degi og fékk sjö fugla. vísir/let „Þetta var skemmtilegur dagur. Ég var að slá ótrúlega vel og koma mér í færi sem ég náði svo að nýta mér,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, eftir frábæran annan hring á sterku móti í Abú Dabí sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Ólafía Þórunn fer á kostum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en eftir að fara fyrsta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari spilaði hún annan hring í gær á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún er í heildina búin að fá fimmtán fugla á fyrstu 36 holunum og er í forystu í mótinu eftir fyrri tvo keppnisdagana á þrettán höggum undir pari. Hún er með þriggja högga forskot fyrir helgina. Ólafía Þórunn hitti 17 af 18 flötum sem er náttúrlega magnað og var því í ágætu færi nánast á hverri einustu holu. „Þessi völlur hentar mér vel. Ég elska þessar flatir. Ég kom mér líka í færi sem ég hefði getað nýtt betur. Þetta var samt alveg geggjaður dagur,“ sagði Ólafía Þórunn sem spilaði nánast fullkomið golf á Saadiyat-golfvellinum í Abú Dabí í gær.Síminn að springa Þessi 24 ára gamli tvöfaldi Íslandsmeistari sýndi enga taugaspennu á öðrum hring þrátt fyrir að vera í forystunni eftir þann fyrsta. „Það er ég sem ræð því hvort þetta hefur áhrif á mig eða ekki. Ég gerði allt bara eins og á fyrsta hringnum og bætti engri pressu á mig,“ sagði Ólafía Þórunn en hún segist ekki finna fyrir neinum taugatitringi úti á vellinum þrátt fyrir að vera að spila við sumar af þeim bestu. „Í rauninni var ekkert stress í mér og það kom kannski aðeins á óvart. Það var bara svo gaman í gær því allir á Íslandi voru svo glaðir fyrir mína hönd. Síminn var að springa af skilaboðum. Ég þarf bara að vera róleg núna og vonandi tekst mér það,“ sagði Ólafía Þórunn.Milljónir í boði Fari svo að Reykvíkingurinn haldi áfram að spila svona vel og vinni mótið fær hún 9,1 milljón króna í sigurlaun. Takist það mun hún ellefufalda heildarverðlaunafð sitt í Evrópumótaröðinni til þessa og rúmlega það. Ólafía hefur þrisvar sinnum fengið verðlaunafé fyrir þátttöku á LET-mótaröðinni og eru heildartekjurnar 790.000 krónur. Minnst fékk Ólafía 200.000 krónur fyrir að hafna í 44. sæti á móti í Andalúsíu en mest fékk hún ríflega hálfa milljón þegar hún náði 16. sæti á Tipsport Golf-meistaramótinu. „Þetta er alveg frábært. Ég er ekkert taugaóstyrk heldur reyni ég bara að halda mér í núinu og spila vel. Vonandi get ég haldið svona áfram,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Þetta var skemmtilegur dagur. Ég var að slá ótrúlega vel og koma mér í færi sem ég náði svo að nýta mér,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, eftir frábæran annan hring á sterku móti í Abú Dabí sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Ólafía Þórunn fer á kostum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en eftir að fara fyrsta hringinn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari spilaði hún annan hring í gær á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Hún er í heildina búin að fá fimmtán fugla á fyrstu 36 holunum og er í forystu í mótinu eftir fyrri tvo keppnisdagana á þrettán höggum undir pari. Hún er með þriggja högga forskot fyrir helgina. Ólafía Þórunn hitti 17 af 18 flötum sem er náttúrlega magnað og var því í ágætu færi nánast á hverri einustu holu. „Þessi völlur hentar mér vel. Ég elska þessar flatir. Ég kom mér líka í færi sem ég hefði getað nýtt betur. Þetta var samt alveg geggjaður dagur,“ sagði Ólafía Þórunn sem spilaði nánast fullkomið golf á Saadiyat-golfvellinum í Abú Dabí í gær.Síminn að springa Þessi 24 ára gamli tvöfaldi Íslandsmeistari sýndi enga taugaspennu á öðrum hring þrátt fyrir að vera í forystunni eftir þann fyrsta. „Það er ég sem ræð því hvort þetta hefur áhrif á mig eða ekki. Ég gerði allt bara eins og á fyrsta hringnum og bætti engri pressu á mig,“ sagði Ólafía Þórunn en hún segist ekki finna fyrir neinum taugatitringi úti á vellinum þrátt fyrir að vera að spila við sumar af þeim bestu. „Í rauninni var ekkert stress í mér og það kom kannski aðeins á óvart. Það var bara svo gaman í gær því allir á Íslandi voru svo glaðir fyrir mína hönd. Síminn var að springa af skilaboðum. Ég þarf bara að vera róleg núna og vonandi tekst mér það,“ sagði Ólafía Þórunn.Milljónir í boði Fari svo að Reykvíkingurinn haldi áfram að spila svona vel og vinni mótið fær hún 9,1 milljón króna í sigurlaun. Takist það mun hún ellefufalda heildarverðlaunafð sitt í Evrópumótaröðinni til þessa og rúmlega það. Ólafía hefur þrisvar sinnum fengið verðlaunafé fyrir þátttöku á LET-mótaröðinni og eru heildartekjurnar 790.000 krónur. Minnst fékk Ólafía 200.000 krónur fyrir að hafna í 44. sæti á móti í Andalúsíu en mest fékk hún ríflega hálfa milljón þegar hún náði 16. sæti á Tipsport Golf-meistaramótinu. „Þetta er alveg frábært. Ég er ekkert taugaóstyrk heldur reyni ég bara að halda mér í núinu og spila vel. Vonandi get ég haldið svona áfram,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira