Velgengni Arnaldar hefur skipt sköpum fyrir íslenskan bókamarkað Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2016 12:45 Egill Örn, Arnaldur og bókabretti hvar á hvílir nýjasta bókin. Forlagið dreifði á sjöunda þúsund eintaka við útkomu, sem er töluvert meira en gert hefur verið. Arnaldur Indriðason hefur selt yfir 12 milljónir eintaka á heimsvísu og það má segja að velgengni hans virðist engan endi ætla að taka. Það er alla jafna nokkur viðbúnaður hjá Forlaginu þegar árleg bók hans kemur út. Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins var kátur þegar Vísir ræddi við hann um þennan gullkálf útgáfunnar. „Já. Núna var að koma út 20. bók Arnaldar, Petsamo, og eftirvæntingin eftir henni var slík að Forlagið dreifði á sjöunda þúsund eintaka við útkomu, sem er töluvert meira en gert hefur verið. Það er augljóslega komið í vana fjölmargra aðdáenda Arnaldar að tryggja sér eintak strax við útkomu og hef ég heyrt af fólki sem tekur sér alltaf frí í vinnu til þess að geta klárað bókina í einum rykk,“ segir Egill Örn og dregur hvergi af sér.Líkast til sá sem selt hefur flest eintök á erlendri grundu Velgengnin erlendis hefur líka verið mikil; Arnaldur trónir iðulega í efstu sætum metsölulista þar sem hann kemur út og á sér fjölda dyggra lesenda til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. „Í raun mun víðar,“ segir Egill Örn. Líkast til hefur Arnaldur selt fleiri bækur en nokkur annar Íslendingur á erlendri grundu. Ástæðan fyrir því hvers vegna ekki er hægt að fullyrða þar um er að upplýsingar um hversu mörg eintök bóka Halldórs Laxness hefur selt í gegnum tíðina eru einfaldlega ekki fyrirliggjandi. Það er ekki vitað. „Á nýjum metsölulista Eymundsson, sem birtur var á miðvikudaginn (2. nóvember) mátti sjá að Petsamo fór rakleitt í fyrsta sæti, þrátt fyrir að hafa aðeins verið einn dag í sölu, en það hefur verið regla að hann fer alltaf beint í fyrsta sæti við útkomu.“Reykjavíkurnætur söluhæsta bókinAð sögn framkvæmdastjórans er upplagið er að vanda vel á þriðja tug þúsunda. „En, við höfum þegar gert ráðstafanir til þess að tryggja það að endurprentun náist fyrir jól, komi til þess að hennar verði þörf. Það hefur líka verið sérlega ánægjulegt að sjá hvernig fólki líkar nýja bókin, en hún er að fá glimrandi dóma og segja margir að hún sé í hópi allra bestu bóka Arnaldar.“ Vísir bað Egil Örn að fletta í bókum sínum og komast að því hver af bókum Arnaldar er söluhæst og svarið kemur ef til vill á óvart.Forlagið er þess albúið að prenta hátt í 30 þúsund eintök af Petsamo. Söluhæsta bók Arnarldar er Reykjavíkurnætur og bindur Forlagsfólk vonir við að jafnvel takist að slá það met núna, í ljósi þess hversu góðar viðtökur nýja bókin hefur fengið.„Mér sýnist Reykjavíkurnætur vera mest selda bókin til þessa á Íslandi. Er ekki með alþjóðlegu-upplýsingarnar hjá mér.“ Reykjavíkurnætur kom út árið 2012 og þá dró Arnaldur aftur fram sína frægustu persónu sem er Erlendur Sveinsson, en Erlendur hafði þá verið á ís um hríð. Lesendur tóku Erlendi sem sagt fagnandi ef rýnt er í sölutölur.Arnaldur dregur vagninnBókaútgáfa er þannig saman skrúfuð að söluhærri höfundar brúa rekstrarlegt bil yfir í útgáfu bóka sem seljast kannski lítt sem ekkert. Og er þar af leiðandi tap á. Í því samhengi hlýtur Arnaldur að vera Forlaginu gríðarlega mikilvægur og draga vagninn? „Það segir sig auðvitað sjálft að það er allur gangur á því hvort útgáfubækur bera sig eða ekki, og líklega því miður svo að fleiri en færri titlar nái ekki að gera í blóðið sitt. þá er auðvitað gríðarlega mikilvægt að það séu þó einhverjar sem að standi undir sér og vel það, og sannanlega skipta þær reksturinn og afkomuna verulegu máli,“ segir Egill Örn. Og bætir við: „Velgengni Arnaldar hefur skipt sköpum á íslenskum bókamarkaði, en þó ekki bara hér heima heldur hefur hann líka dregið vagninn erlendis þegar kemur að sölu útgáfuréttinda.“ Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur selt yfir 12 milljónir eintaka á heimsvísu og það má segja að velgengni hans virðist engan endi ætla að taka. Það er alla jafna nokkur viðbúnaður hjá Forlaginu þegar árleg bók hans kemur út. Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins var kátur þegar Vísir ræddi við hann um þennan gullkálf útgáfunnar. „Já. Núna var að koma út 20. bók Arnaldar, Petsamo, og eftirvæntingin eftir henni var slík að Forlagið dreifði á sjöunda þúsund eintaka við útkomu, sem er töluvert meira en gert hefur verið. Það er augljóslega komið í vana fjölmargra aðdáenda Arnaldar að tryggja sér eintak strax við útkomu og hef ég heyrt af fólki sem tekur sér alltaf frí í vinnu til þess að geta klárað bókina í einum rykk,“ segir Egill Örn og dregur hvergi af sér.Líkast til sá sem selt hefur flest eintök á erlendri grundu Velgengnin erlendis hefur líka verið mikil; Arnaldur trónir iðulega í efstu sætum metsölulista þar sem hann kemur út og á sér fjölda dyggra lesenda til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi. „Í raun mun víðar,“ segir Egill Örn. Líkast til hefur Arnaldur selt fleiri bækur en nokkur annar Íslendingur á erlendri grundu. Ástæðan fyrir því hvers vegna ekki er hægt að fullyrða þar um er að upplýsingar um hversu mörg eintök bóka Halldórs Laxness hefur selt í gegnum tíðina eru einfaldlega ekki fyrirliggjandi. Það er ekki vitað. „Á nýjum metsölulista Eymundsson, sem birtur var á miðvikudaginn (2. nóvember) mátti sjá að Petsamo fór rakleitt í fyrsta sæti, þrátt fyrir að hafa aðeins verið einn dag í sölu, en það hefur verið regla að hann fer alltaf beint í fyrsta sæti við útkomu.“Reykjavíkurnætur söluhæsta bókinAð sögn framkvæmdastjórans er upplagið er að vanda vel á þriðja tug þúsunda. „En, við höfum þegar gert ráðstafanir til þess að tryggja það að endurprentun náist fyrir jól, komi til þess að hennar verði þörf. Það hefur líka verið sérlega ánægjulegt að sjá hvernig fólki líkar nýja bókin, en hún er að fá glimrandi dóma og segja margir að hún sé í hópi allra bestu bóka Arnaldar.“ Vísir bað Egil Örn að fletta í bókum sínum og komast að því hver af bókum Arnaldar er söluhæst og svarið kemur ef til vill á óvart.Forlagið er þess albúið að prenta hátt í 30 þúsund eintök af Petsamo. Söluhæsta bók Arnarldar er Reykjavíkurnætur og bindur Forlagsfólk vonir við að jafnvel takist að slá það met núna, í ljósi þess hversu góðar viðtökur nýja bókin hefur fengið.„Mér sýnist Reykjavíkurnætur vera mest selda bókin til þessa á Íslandi. Er ekki með alþjóðlegu-upplýsingarnar hjá mér.“ Reykjavíkurnætur kom út árið 2012 og þá dró Arnaldur aftur fram sína frægustu persónu sem er Erlendur Sveinsson, en Erlendur hafði þá verið á ís um hríð. Lesendur tóku Erlendi sem sagt fagnandi ef rýnt er í sölutölur.Arnaldur dregur vagninnBókaútgáfa er þannig saman skrúfuð að söluhærri höfundar brúa rekstrarlegt bil yfir í útgáfu bóka sem seljast kannski lítt sem ekkert. Og er þar af leiðandi tap á. Í því samhengi hlýtur Arnaldur að vera Forlaginu gríðarlega mikilvægur og draga vagninn? „Það segir sig auðvitað sjálft að það er allur gangur á því hvort útgáfubækur bera sig eða ekki, og líklega því miður svo að fleiri en færri titlar nái ekki að gera í blóðið sitt. þá er auðvitað gríðarlega mikilvægt að það séu þó einhverjar sem að standi undir sér og vel það, og sannanlega skipta þær reksturinn og afkomuna verulegu máli,“ segir Egill Örn. Og bætir við: „Velgengni Arnaldar hefur skipt sköpum á íslenskum bókamarkaði, en þó ekki bara hér heima heldur hefur hann líka dregið vagninn erlendis þegar kemur að sölu útgáfuréttinda.“
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira