Ólafía náði sér ekki á strik á lokadeginum og hafnaði í 26. sæti Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 12:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær í Abú Dabí. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 26. sæti á Fatima Bint Mubarak mótinu í golfi en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, næst sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum og þeirri sterkustu í Evrópu. Ólafía leiddi eftir fyrsta hring og hélt forskotinu út annan hringinn en eftir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari í gær mátti hún varla við mistökum á lokahringnum. Ólafía sem lék í ráshóp með sigurvegara mótsins, Beth Allen, byrjaði daginn á pari á fyrstu þremur holunum. Tveir skollar á 4. og 7. holu gerðu það að verkum að hún var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Náði hún að komast á parið í dag með tveimur fuglum á 11. og 12. holu vallarins en hún varð fyrir áfalli á 14. holu þegar hún fékk tvöfaldan skolla. Lenti innáhögg hennar þá á gangbraut við hlið teigsins í öðru höggi. Fylgdi hún því eftir með öðrum tvöföldum skolla á 15. braut og féll hún niður í 26. sæti en hún endaði hringinn og mótið á þremur pörum í röð. Var hringur dagsins versti hringur hennar á mótinu en hún endaði 14. höggum á eftir efsta kylfing. Ólafía er á fyrsta tímabili sínu á LET-mótaröðinni en hún er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á mótaröðinni. Þá verður Ólafía aftur á ferðinni í lok nóvember þegar hún tekur þátt í loka úrtökumótinu fyrir LPGA, sterkstu mótaröð í heimi. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 26. sæti á Fatima Bint Mubarak mótinu í golfi en mótið er hluti af LET-mótaröðinni, næst sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum og þeirri sterkustu í Evrópu. Ólafía leiddi eftir fyrsta hring og hélt forskotinu út annan hringinn en eftir að hafa leikið á tveimur höggum yfir pari í gær mátti hún varla við mistökum á lokahringnum. Ólafía sem lék í ráshóp með sigurvegara mótsins, Beth Allen, byrjaði daginn á pari á fyrstu þremur holunum. Tveir skollar á 4. og 7. holu gerðu það að verkum að hún var tveimur höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Náði hún að komast á parið í dag með tveimur fuglum á 11. og 12. holu vallarins en hún varð fyrir áfalli á 14. holu þegar hún fékk tvöfaldan skolla. Lenti innáhögg hennar þá á gangbraut við hlið teigsins í öðru höggi. Fylgdi hún því eftir með öðrum tvöföldum skolla á 15. braut og féll hún niður í 26. sæti en hún endaði hringinn og mótið á þremur pörum í röð. Var hringur dagsins versti hringur hennar á mótinu en hún endaði 14. höggum á eftir efsta kylfing. Ólafía er á fyrsta tímabili sínu á LET-mótaröðinni en hún er aðeins annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á mótaröðinni. Þá verður Ólafía aftur á ferðinni í lok nóvember þegar hún tekur þátt í loka úrtökumótinu fyrir LPGA, sterkstu mótaröð í heimi.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira