Fær innblástur úr breyskleika hljóðfæra sinna Stefán Þór Hjartarson skrifar 5. nóvember 2016 10:30 Halldór hefur mikið að gera þessa Airwaves hátíð en vélmennin hans létta töluvert undir með honum. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR. Airwaves Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn frumsýnir á Airwaves í ár her af sjálfvirkum hljóðfærum sem hann hefur forritað til að spila fyrir sig. Ertu búinn að vera að vinna lengi að þessu sóló-verkefni þínu? „Ég er búinn að vera að fikta í þessu síðan í júlí, það var nú aðallega þessi harpa sem ég smíðaði sem tók mestan tíma,“ segir Halldór Eldjárn eða H.dór eins og hann kallar sig á tyllidögum. Halldór er kannski þekktastur sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar SYKUR sem er búin að gera það gott hérlendis og erlendis í nokkurn tíma og einnig fyrir að tromma og pródúsera hér og þar í íslenska tónlistarlandslaginu. Halldór verður að spila slatta á Airwaves þetta árið, bæði með SYKUR og síðan sér hann um undirspil fyrir ljóðalestur föður síns, en hann er sonur skáldsins Þórarins Eldjárns – fyrir utan að hann mun spila í kvöld, laugardagskvöld með sólóverkefnið sitt. Þetta verkefni hans er nokkuð sérstakt en hann kemur fram með sjálfvirk hljóðfæri, tónlistar-vélmenni, sem hann smíðaði sjálfur. „Ég nota Arduino smátölvu sem er tengd við fyrirbæri sem heitir solenoid – það er fyrirbæri sem virkar svipað og mótor nema það framkvæmir bara fram og aftur hreyfingu. Ég nota þá gaura til að spila á strengi og slá í trommu.“Ert þú þarna eins og strengjabrúðumeistari að stjórna hljóðfærunum eða sjá þau um sig sjálf? „Tækin eru í raun og veru frekar sjálfbær – þau eru fyrirfram prógrammeruð og svo er ég bara að tjilla og spila á trommur.“Eru þessir róbótar sérstaklega smíðaðir til að spila á Airwaves eða nær þetta samband lengra hjá ykkur? „Þetta er ongoing verkefni hjá mér og þetta er samblanda af mínum helstu áhugasviðum: tölvunarfræði, rafmagnsverkfræði og tónlist. Þetta eru allt ný lög. Þau verða dálítið mikið til út frá róbótunum. Maður byrjar að vesenast í þeim og af því að þeir eru dálítið ófulkomnir, bæði af því að þeir eru ekkert sérstaklega vel smíðaðir og líka bara af því að þetta er rosa frumstætt í rauninni, þá gera þeir mistök og eru svolítið mannlegir þannig - það veldur því að manni dettur oft eitthvað sniðugt í hug útfrá því.“Og ert þú og vélmennin þín að vinna í einhverskonar útgáfu? „Ég er að stefna á að þetta verði komið á plötu fyrri part 2017,“ segir Halldór að lokum en hann kemur fram í Gamla bíói í kvöld, laugardagskvöld, þar sem hann og vélmennin byrja kvöldið og síðan lokar hann kvöldinu með SYKUR.
Airwaves Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira