Lífið

Fólkið á Airwaves: Kom beint til Íslands eftir þrjú ár í ísraelska hernum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fjörið hélt áfram á Iceland Airwaves í gærkvöldi og var venju samkvæmt ógrynni af tónleikum í boði fyrir þá tugi þúsunda gesta sem eru mættir á þessa glæsilegu íslensku tónleikahátíð sem er nú haldin í 18. sinn.

Tómas Þór Þórðarson, fréttamaður 365, fór á stúfana í Hörpu í gærkvöldi og rakst á ungan mann sem var nýbúinn með þriggja ára herskyldu í ísraelska hernum.

Hann kom til Íslands til í frí til að sjá náttúruna og er fyrir tilviljun lentur á tónlistarhátíðinni. Hann virðist þó mjög spenntur og er meðal þeirra heppnu sem hrepptu miða á tónleika Bjarkar.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.