Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Ef ekki fæst niðurstaða í kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga er hætt við því að starf grunnskólanna raskist á næstunni. vísir/vilhelm Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Kennarar í grunnskólum víða á höfuðborgarsvæðinu hafa í vikunni rætt um að leggja niður störf. Kennarar eru samningslausir en tvisvar hefur samningi Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verið felldur í atkvæðagreiðslu. Óánægja kennara með kjör sín hefur magnast verulega í liðinni viku. Þeir grunnskólakennarar sem Fréttablaðið hefur talað við eru sammála um það að úrskurður kjararáðs, um 44 prósenta hækkun launa alþingismanna, hafi ýft upp óánægjuna „Það myndi ég segja. Hann kveikir í þessu báli sem er núna,“ segir Ágúst Tómasson, trúnaðarmaður kennara í Vogaskóla. Ágúst tekur samt fram að þrátt fyrir að úrskurðinum yrði breytt þá myndi það ekki breyta afstöðu kennara. „Laun kennara eru of lág og við viljum hækka þau,“ segir hann.Ágúst TómassonÓlafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að félagið hafi hitt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga þrisvar í vikunni. Hann vonast til þess að geta kynnt niðurstöður þessara samtala fyrir félagsmönnum sínum fljótlega „Viðræðurnar hafa þokast áfram. Við erum með tvö mál sem hafa verið erfið,“ segir Ólafur. Það sé einkum launaliðurinn og svo hlutir sem snúa að vinnutíma og vinnuumhverfi. „Það hefur þokast í þessum málum og verið gott samtal í gangi,“ segir Ólafur en tekur jafnframt fram að það sé sterk krafa á meðal kennara um að þessu samtali verði að fara að ljúka.Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennaraKennarar úr nokkrum grunnskólum hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem lýst er mikilli óánægju með stöðu mála. „Kennarar í Vogaskóla lýsa fullri ábyrgð á hendur skólayfirvöldum í Reykjavík ef ekki tekst að halda úti eðlilegu skólahaldi í borginni á næstu dögum,“ segir í yfirlýsingu frá kennurum í Vogaskóla. „Ég er í sjálfu sér að vísa í það að umræður eru í kennarahópnum hér og annars staðar um að þörf sé viðbragða kennara við samningsleysinu. Án þess að tiltaka eitthvað sérstakt eru kennarar að velta fyrir sér hvað við getum gert,“ segir Ágúst Tómasson. Að sögn Ágústs er ekki hægt að bjóða kennurum upp á lagfæringar á kjarasamningi sem búið sé að fella tvisvar. „Þá er ég ansi hræddur um að lokið fjúki af pottinum og það sjóði upp úr. Bæði gagnvart sveitarfélögunum og okkar eigin stjórn og samninganefnd,“ segir Ágúst. Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira