Fyrsti þáttur Víglínunnar í beinni útsendingu 5. nóvember 2016 12:00 Nú í hádeginu klukkan 12:20 hefst Víglínan, nýr þjóðmálaþáttur á vegum fréttastofu Stöðvar 2, í opinni dagskrá á Stöð 2 og beinni útsendingu á Vísi í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns. Í þessum þáttum verður fjallað um allt það helsta sem í þjóðmálaumræðunni hverju sinni. Í fyrri hluta þáttarins í dag verður farið yfir stjórnarmyndunarviðræðurnar sem staðið hafa yfir frá því Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk stjórnarmyndunarumboðið hjá forseta Íslands á mánudag. Fyrsti gestur þáttarins er Logi Már Einarsson sem fyrir tilviljun örlaganna varð formaður Samfylkingarinnar, minnsta þingflokksins á Alþingi. Framtíð flokksins er í óvissu og spurning hvernig nýr formaður hyggst beita sér fyrir framhaldslífi flokksins. Þrátt fyrir að vel ári í flestum kennitölum vinnumarkaðarins ólgar undir niðri og allir kjarasamningar gætu komist í uppnám upp úr áramótum. Fyrir liggur að ná samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og nú síðast skvetti kjararáð olíu á eldinn með ákvörðun um tugi prósenta launahækkun til alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands. Inni í þetta allt blandast svokallað SALEK-samkomulag sem snertir allt vinnandi fólk í landinu, en fæstir vita kannski hvað felur í sér. Til að ræða þessi mál mæta Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í Víglínuna. En þau fara fyrir tveimur fjölmennustu samtökum á vinnumarkaði. Víglínan er sem fyrr segir í opinni dagskrá á Stöð 2 og beinni útsendingu á Vísi, sem hefst klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Nú í hádeginu klukkan 12:20 hefst Víglínan, nýr þjóðmálaþáttur á vegum fréttastofu Stöðvar 2, í opinni dagskrá á Stöð 2 og beinni útsendingu á Vísi í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns. Í þessum þáttum verður fjallað um allt það helsta sem í þjóðmálaumræðunni hverju sinni. Í fyrri hluta þáttarins í dag verður farið yfir stjórnarmyndunarviðræðurnar sem staðið hafa yfir frá því Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk stjórnarmyndunarumboðið hjá forseta Íslands á mánudag. Fyrsti gestur þáttarins er Logi Már Einarsson sem fyrir tilviljun örlaganna varð formaður Samfylkingarinnar, minnsta þingflokksins á Alþingi. Framtíð flokksins er í óvissu og spurning hvernig nýr formaður hyggst beita sér fyrir framhaldslífi flokksins. Þrátt fyrir að vel ári í flestum kennitölum vinnumarkaðarins ólgar undir niðri og allir kjarasamningar gætu komist í uppnám upp úr áramótum. Fyrir liggur að ná samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og nú síðast skvetti kjararáð olíu á eldinn með ákvörðun um tugi prósenta launahækkun til alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands. Inni í þetta allt blandast svokallað SALEK-samkomulag sem snertir allt vinnandi fólk í landinu, en fæstir vita kannski hvað felur í sér. Til að ræða þessi mál mæta Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í Víglínuna. En þau fara fyrir tveimur fjölmennustu samtökum á vinnumarkaði. Víglínan er sem fyrr segir í opinni dagskrá á Stöð 2 og beinni útsendingu á Vísi, sem hefst klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda