Nektarmynd þess markahæsta með norska bikarinn fjarlægð Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. nóvember 2016 07:30 Glæsilegur Gytkjær. mynd/instagram Danski framherjinn Christian Gytkjær var markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í ár með 19 mörk í 28 leikjum. Hann var því í stuði í gær þegar Rosenborg fékk loksins bikarinn afhentan fyrir að verða norskur meistari enn eitt árið en liðið valtaði yfir deildina í ár. Gytkjær gekk nokkuð langt í fagnaðarlátunum á Lerkendal-vellinum í gærkvöldi og lét taka af sér vafasama mynd þar sem aðeins norski meistarabikarinn huldi fermingabróðurinn og sekkinn sem honum fylgir. Myndina setti hann á Instagram-síðu sína en við myndina skrifaði Daninn svo: „Meistarar 2016 og ég besti framherjinn. Svo fengum við líka bikar.“TV2 í Noregi greindi fyrst frá Instagram-myndinni sem var skömmu síðar fjarlægð. Fjölmiðlafulltrúi norsku meistaranna hafði engan áhuga á að ræða þetta við fjölmiðla í gær. Rosenborg gaf ekkert út um hvort það væri ósátt við þessa hegðun eða hvort honum hafi verið sagt að taka myndina út. Samherji Gytkjærs, norski landsliðsmaðurinn Pål André Helland, stóð aftur á móti með sínum liðsfélaga og setti mynd af sér nöktum með bikarinn á Instagram. Sú mynd er þó ekki alveg jafndónaleg og sú hjá Gytkjær. „Allt í lagi, fyrst fólk þaf að tuða. Meistarar. Gleðileg jól,“ skrifaði Helland við myndina sína. Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika allir með Rosenborg en þeir virðast hafa fagnað í öllum fötunum í gærkvöldi. Okei da, siden folk mase. Seriegull God Jul A photo posted by Pål Andre Helland (@pahelland) on Nov 6, 2016 at 12:37pm PST Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Danski framherjinn Christian Gytkjær var markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í ár með 19 mörk í 28 leikjum. Hann var því í stuði í gær þegar Rosenborg fékk loksins bikarinn afhentan fyrir að verða norskur meistari enn eitt árið en liðið valtaði yfir deildina í ár. Gytkjær gekk nokkuð langt í fagnaðarlátunum á Lerkendal-vellinum í gærkvöldi og lét taka af sér vafasama mynd þar sem aðeins norski meistarabikarinn huldi fermingabróðurinn og sekkinn sem honum fylgir. Myndina setti hann á Instagram-síðu sína en við myndina skrifaði Daninn svo: „Meistarar 2016 og ég besti framherjinn. Svo fengum við líka bikar.“TV2 í Noregi greindi fyrst frá Instagram-myndinni sem var skömmu síðar fjarlægð. Fjölmiðlafulltrúi norsku meistaranna hafði engan áhuga á að ræða þetta við fjölmiðla í gær. Rosenborg gaf ekkert út um hvort það væri ósátt við þessa hegðun eða hvort honum hafi verið sagt að taka myndina út. Samherji Gytkjærs, norski landsliðsmaðurinn Pål André Helland, stóð aftur á móti með sínum liðsfélaga og setti mynd af sér nöktum með bikarinn á Instagram. Sú mynd er þó ekki alveg jafndónaleg og sú hjá Gytkjær. „Allt í lagi, fyrst fólk þaf að tuða. Meistarar. Gleðileg jól,“ skrifaði Helland við myndina sína. Hólmar Örn Eyjólfsson, Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson leika allir með Rosenborg en þeir virðast hafa fagnað í öllum fötunum í gærkvöldi. Okei da, siden folk mase. Seriegull God Jul A photo posted by Pål Andre Helland (@pahelland) on Nov 6, 2016 at 12:37pm PST
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira