Það var dregið í riðli í höfuðstöðvum UEFA í dag og lentu íslensku stelpurnar í C-riðli keppninnar.
Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik í Tilburg þriðjudaginn 18. júlí en svo er komið að leik við Sviss í Doetinchem laugadaginn 22. júlí og lokaleikur íslensku stelpnanna í riðlinum er síðan á móti Austurríki í Rotterdam miðvikudaginn 26. júlí.
Þetta er í annað skiptið sem Ísland er með Frakklandi í riðli á EM en Ísland og Frakkland voru líka saman í riðli á EM í Finnlandi 2009.
Íslensku stelpurnar sluppu aftur á móti við það að mæta Evrópumeisturum Þjóðverja á þriðja Evrópumótinu í röð. Þjóðverjar eru í riðli með Svíum, Ítölum og Rússum.
Nágrannaþjóðir lentu saman í riðli. Holland og Belgíu enduðu saman í A-riðli, Austurríki og Sviss eru saman í C-riðli og bæði Spánn og Portúgal annarsvegar og England og Skotland hinsvegar eru saman í D-riðlinum.
Vísir var með beina textalýsingu frá drættinum en hana má sjá hér að neðan.