Framleiðslu þessara 17 bíla verður hætt á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 9. nóvember 2016 09:24 Framleiðslu Dodge Viper verður hætt vegna ónógrar sölu. Þó svo sífellt sé verið að kynna nýja bíla af bílaframleiðendum heimsins þá hætta þeir líka framleiðsla margra bílgerða. Í svo til öllum tilfellum er framleiðslu bíla hætt vegna dræmrar sölu þeirra en í sumum tilfellum er framleiðslunni hætt vegna þess að aðrar nýrri bílgerðir leysa þá af hólmi. Einir 17 bílar hætta í framleiðslu á næsta ári í Bandaríkjunum eða verða ekki lengur í sölu á Bandaríkjamarkaði og eru það eftirtaldir bílar. Aston Martin DB9, BMW Z4, Buick Verano, Cadillac ELR og Cadillac SRX, Chrysler 200 og Chrysler Town & Country, Dodge Viper og Dodge Dart, Honda CR-Z, Hyundai Equus og Hyundai Genesis/Coupe, Jeep Patriot, Land Rover Discovery LR4, Lincoln MKS, Scion tC og Volkswagen Eos blæjubíllinn. Sumir þessara bíla verða leystir af hólmi með nýjum bílgerðum, svo sem Aston Martin DB11 leysir af hólmi DB9, Land Rover Discovery LR4 fær einnig arftaka, nýr lúxusbílaarmur Hyundai sem fengið hefur nafnið Genesis leysir af bílana Hyundai Equus og Hyundai Genesis/Coupe, BMW Z5 leysir af Z4 og þar sem Toyota hefur aflagt merkið Scion fá sumir þeirra áfram líf með merkjum Toyota.Aston Martin DB9 fær einnig arftaka.Dodge Dart seldist illa.Jeep Patriot.Land Rover Discovery LR4 fær arftaka.Volkswagen Eos seldist illa.Lincoln MKS seldist illa.Hyundai Equus fær arftaka.Honda CR-Z seldist illa. Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent
Þó svo sífellt sé verið að kynna nýja bíla af bílaframleiðendum heimsins þá hætta þeir líka framleiðsla margra bílgerða. Í svo til öllum tilfellum er framleiðslu bíla hætt vegna dræmrar sölu þeirra en í sumum tilfellum er framleiðslunni hætt vegna þess að aðrar nýrri bílgerðir leysa þá af hólmi. Einir 17 bílar hætta í framleiðslu á næsta ári í Bandaríkjunum eða verða ekki lengur í sölu á Bandaríkjamarkaði og eru það eftirtaldir bílar. Aston Martin DB9, BMW Z4, Buick Verano, Cadillac ELR og Cadillac SRX, Chrysler 200 og Chrysler Town & Country, Dodge Viper og Dodge Dart, Honda CR-Z, Hyundai Equus og Hyundai Genesis/Coupe, Jeep Patriot, Land Rover Discovery LR4, Lincoln MKS, Scion tC og Volkswagen Eos blæjubíllinn. Sumir þessara bíla verða leystir af hólmi með nýjum bílgerðum, svo sem Aston Martin DB11 leysir af hólmi DB9, Land Rover Discovery LR4 fær einnig arftaka, nýr lúxusbílaarmur Hyundai sem fengið hefur nafnið Genesis leysir af bílana Hyundai Equus og Hyundai Genesis/Coupe, BMW Z5 leysir af Z4 og þar sem Toyota hefur aflagt merkið Scion fá sumir þeirra áfram líf með merkjum Toyota.Aston Martin DB9 fær einnig arftaka.Dodge Dart seldist illa.Jeep Patriot.Land Rover Discovery LR4 fær arftaka.Volkswagen Eos seldist illa.Lincoln MKS seldist illa.Hyundai Equus fær arftaka.Honda CR-Z seldist illa.
Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent