Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Sæunn Gísladóttir skrifar 31. október 2016 09:30 Írar og Skotar skáru út næpur og settu kerti í þær á Hrekkjavöku, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker, sem er miklu stærra sem lukt. Vísir/Getty Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Hrekkjavaka Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hrekkjavaka Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira