Sérstaklega áberandi á Íslandi síðustu tvo áratugi Sæunn Gísladóttir skrifar 31. október 2016 09:30 Írar og Skotar skáru út næpur og settu kerti í þær á Hrekkjavöku, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker, sem er miklu stærra sem lukt. Vísir/Getty Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Hrekkjavaka Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Hrekkjavaka gengur formlega í garð í dag, þó að margir hafi orðið varir við Hrekkjavökupartí um nýliðna helgi. Flestir tengja Hrekkjavöku við Bandaríkin, en siðurinn er mun eldri og barst til Bandaríkjanna með Írum og Skotum sem fluttu þangað á 19. öld. „Þetta er fyrst og fremst hátíð sem á rætur sínar að rekja til keltneskra þjóða, sem voru víðast hvar í Norður-Evrópu til dæmis í Frakklandi og Bretlandi og í Skotlandi og á Írlandi. Þetta á rætur sínar að rekja til heiðinnar hátíðar frá því á fyrstu öld fyrir Krist og hét þá Samhaim,“ segir Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. „Nafnið Halloween kemur frá því að þegar kirkjan yfirtekur þennan sið, þá verður þetta að Allraheilagramessu. Þetta er stytting á All Hallow's Evening," segir Kristinn. Kristinn Schram, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Mynd/KS Hann segir óvíst hvenær nákvæmlega hátíðin kom til Íslands. „En maður hefur fundið fyrir því á síðustu tveimur áratugum sérstaklega að krakkar séu að bera sig til við það að ganga í hús og halda Hrekkjavökupartí. Maður sér einnig að þetta er farið að einkenna skemmtanalífið á þessum degi, og barir, ekki síst þar sem er mikið um ferðamenn, eru farnir að halda þennan dag hátíðlegan." Dagurinn er fyrsti vetrardagur í keltnesku tímabili. „Það má marka þetta sem upphaf dekkri helming ársins og þetta er dagur sem er á mörkum tveggja heima, heima þeirra lifandi og látinna, okkar mannfólksins og álfheima. Fólk taldi að sálir þeirra sem höfðu látist á árinu, og álfar, væru jafnvel á ferli. Til að halda þessum vættum góðum þá voru þeim gefnar matargjafir. Þetta er að einhverju leyti rætur þess siðar að ganga í hús og biðja um sælgæti," segir Kristinn. Hann segir að Írar og Skotar hefðu verið að skera út næpur og setja kerti í þær, en þegar þeir komu til Suðurríkja Bandaríkjanna lá beinast við að nota grasker sem er miklu stærra sem lukt. „Í Bandaríkjunum þróaðist þetta yfir í það að vera kannski barnahátíð, en þó held ég að kjarni hennar hafi að einhverju leyti haldist sem er ákveðin óttablandin virðing fyrir hinu yfirnáttúrlega," segir Kristinn. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hrekkjavaka Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira