Vilhjálmur ósáttur við „allsráðandi“ hræsni Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 20:26 Vísir/GVA „Jæja þá hefur kjararáð kveðið upp sinn úrskurð og þar gildir ekkert Salek samkomulag sem byggist á hógværum launahækkunum.“ Svona hefst Facebookfærsla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs. Ráðið hefur ákveðið að hækka laun forseta, ráðherra og þingmanna. Þingfararkaup alþingismanna hækkar um tæp 45 prósent. Laun forseta um 20 prósent og ráðherra um 35,5 prósent.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Vilhjálmur spyr hvað þeir þingmenn og ráðherrar segi núna, sem talað hafa um mikilvægi þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga. „Hvað með stöðugleikann og að stöðva þurfi höfrungahlaupið? Gildir það bara um þegar almennt launafólk er að semja?“ Hann minnir ráðamenn á að lágmarkslaun á Íslandi séu 260 þúsund krónur á mánuði og það dugi einungis til 15. júlí miðað við framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins. „Þessi skefjalausa hræsni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ríður vart við einteyming, menn sem tala um stöðugleika og stöðva þurfi höfrungahlaupið og hækka síðan sjálfir í gegnum kjararáð sem nemur tveimur verkamannalaunum á einu bretti.“ Vilhjálmur tekur þó fram að hann gleðjist því þegar launafólk hækki í launum. Það skuli ekki bara gilda fyrir sumar. „Vil minna á að verkafólk hækkaði um heilar 25 þúsund krónur á mánuði í síðustu kjarasamningum og margir ráðamenn töldu það myndi leiða til óðaverðbólgu en nú fá sumir ráðamenn launahækkun sem nemur 500 þúsund á mánuði og þessar gríðarlegu launahækkanir eiga ekki að hafa nein áhrif á verðbólgu, stöðugleika né höfrungahlaup! Djöfull sem manni finnst hræsnin vera allsráðandi í okkar ágæta landi.“ Kjararáð Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
„Jæja þá hefur kjararáð kveðið upp sinn úrskurð og þar gildir ekkert Salek samkomulag sem byggist á hógværum launahækkunum.“ Svona hefst Facebookfærsla Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem hann tjáir sig um ákvörðun kjararáðs. Ráðið hefur ákveðið að hækka laun forseta, ráðherra og þingmanna. Þingfararkaup alþingismanna hækkar um tæp 45 prósent. Laun forseta um 20 prósent og ráðherra um 35,5 prósent.Sjá einnig: Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Vilhjálmur spyr hvað þeir þingmenn og ráðherrar segi núna, sem talað hafa um mikilvægi þess að taka upp öguð og vönduð vinnubrögð við gerð kjarasamninga. „Hvað með stöðugleikann og að stöðva þurfi höfrungahlaupið? Gildir það bara um þegar almennt launafólk er að semja?“ Hann minnir ráðamenn á að lágmarkslaun á Íslandi séu 260 þúsund krónur á mánuði og það dugi einungis til 15. júlí miðað við framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins. „Þessi skefjalausa hræsni sem viðgengst í þessu þjóðfélagi ríður vart við einteyming, menn sem tala um stöðugleika og stöðva þurfi höfrungahlaupið og hækka síðan sjálfir í gegnum kjararáð sem nemur tveimur verkamannalaunum á einu bretti.“ Vilhjálmur tekur þó fram að hann gleðjist því þegar launafólk hækki í launum. Það skuli ekki bara gilda fyrir sumar. „Vil minna á að verkafólk hækkaði um heilar 25 þúsund krónur á mánuði í síðustu kjarasamningum og margir ráðamenn töldu það myndi leiða til óðaverðbólgu en nú fá sumir ráðamenn launahækkun sem nemur 500 þúsund á mánuði og þessar gríðarlegu launahækkanir eiga ekki að hafa nein áhrif á verðbólgu, stöðugleika né höfrungahlaup! Djöfull sem manni finnst hræsnin vera allsráðandi í okkar ágæta landi.“
Kjararáð Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira