Sú stigahæsta elskar það að spila vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2016 06:00 Hin átján ára gamla Emelía Ósk Gunnarsdóttir er farin að banka á dyrnar í A-landsliðinu með frammistöðu sinni með Keflavikurliðinu í vetur. Fréttablaðið/Stefán Það var við hæfi að langstigahæsti íslenski leikmaður Domino’s-deildar kvenna væri á aukaæfingu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aukaæfingarnar segir hún að séu reyndar „bara“ tvær núna þegar tímabilið er í fullum gangi en það fer ekkert á milli mála að hér fer stelpa með metnað til að vera öflugur körfuboltaleikmaður. Emelía Ósk Gunnarsdóttir varð 18 ára í vor og er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokknum. Ekki er hægt að kvarta mikið yfir fyrstu skrefunum hjá henni og liðsfélögunum. Keflavíkurliðið tapaði reyndar fyrsta leiknum þar sem bandaríski leikmaður liðsins skoraði ekki eitt stig en hefur síðan unnið fimm leiki í röð.Emelía Ósk hefur farið fyrir öflugu Keflavíkurliði.vísir/stefánSigursælar í yngri flokkum „Við höfum unnið flest upp alla yngri flokkana og við erum bara vanar því að vinna. Við höfum líka spilað saman mjög lengi og þekkjum því hver aðra vel,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem er stigahæsti leikmaður toppliðs Keflavíkur í Domino’s-deild kvenna. „Meðalaldurinn er mjög lágur hjá okkur en það eru allar að skora hjá okkur og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Emelía Ósk en stelpur sem eru átján ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í fyrstu sex umferðunum. Emelía Ósk er staðráðin í að halda sér og liðsfélögunum á jörðinni þrátt fyrir draumabyrjun. Emelía Ósk segir aukna umfjöllun fjölmiðla og annarra um liðið ekki hafa farið framhjá sér. „Við erum að reyna að pæla ekki of mikið í því. við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfar og halda áfram að gera góða hluti. Það er mjög gaman að heyra svona um okkur en við megum ekki búast við því að við séum orðnar bestar og að enginn geti unnið okkur,“ segir Emelía Ósk en hver er þá stefna Keflavíkurliðsins í vetur? „Okkur langar að vera meðal fjögurra hæstu og komast í úrslitakeppnina. Við stefnum bara á að gera okkar besta og komast eins langt og við getum,“ segir hún.Hækkað sig um 12 stig í leik Emelía Ósk skoraði 6,5 stig í leik í fyrra en er nú með 18,3 stig í leik og er langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni. Engin önnur íslensk stelpa náði að skora hundrað stig í fyrstu sex umferðunum. „Það skiptir mig ekki miklu máli að ég sé stigahæst en ég er samt alveg ánægð með það,“ segir Emelía. Ástríða hennar er nefnilega á hinum enda vallarins. „Ég elska að spila vörn og finnst það bara gaman. Ég hef verið mjög góður varnarmaður en skora síðan stöku sinnum og aðallega úr hraðaupphlaupum af því að ég er snögg fram. Ég er ekkert vön því að skora tuttugu stig í leik,“ segir hún. Emelía Ósk er ekki búin að ákveða hvert leiðin liggur á körfuboltaferlinum. „Ég útskrifast í vor og þarf að fara að ákveða það hvort ég fari í háskóla hér eða hvort mig langi að fara út að spila. Mér líst samt bara vel á það að fara út að spila,“ segir Emelía.Ekkert hræddar Hvar finnst Emelíu styrkur Keflavíkurliðsins liggja? „Í vörninni og liðsheildinni. Við spilum þetta saman og það er ekki ein manneskja sem ætlar að gera þetta allt sjálf. Það er gaman að sjá hvað við spilum boltanum og finnum opna manninn. Við erum ekkert hræddar enda vitum við það að þetta er bara körfubolti,“ segir Emelía. Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Það var við hæfi að langstigahæsti íslenski leikmaður Domino’s-deildar kvenna væri á aukaæfingu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aukaæfingarnar segir hún að séu reyndar „bara“ tvær núna þegar tímabilið er í fullum gangi en það fer ekkert á milli mála að hér fer stelpa með metnað til að vera öflugur körfuboltaleikmaður. Emelía Ósk Gunnarsdóttir varð 18 ára í vor og er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokknum. Ekki er hægt að kvarta mikið yfir fyrstu skrefunum hjá henni og liðsfélögunum. Keflavíkurliðið tapaði reyndar fyrsta leiknum þar sem bandaríski leikmaður liðsins skoraði ekki eitt stig en hefur síðan unnið fimm leiki í röð.Emelía Ósk hefur farið fyrir öflugu Keflavíkurliði.vísir/stefánSigursælar í yngri flokkum „Við höfum unnið flest upp alla yngri flokkana og við erum bara vanar því að vinna. Við höfum líka spilað saman mjög lengi og þekkjum því hver aðra vel,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem er stigahæsti leikmaður toppliðs Keflavíkur í Domino’s-deild kvenna. „Meðalaldurinn er mjög lágur hjá okkur en það eru allar að skora hjá okkur og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Emelía Ósk en stelpur sem eru átján ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í fyrstu sex umferðunum. Emelía Ósk er staðráðin í að halda sér og liðsfélögunum á jörðinni þrátt fyrir draumabyrjun. Emelía Ósk segir aukna umfjöllun fjölmiðla og annarra um liðið ekki hafa farið framhjá sér. „Við erum að reyna að pæla ekki of mikið í því. við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfar og halda áfram að gera góða hluti. Það er mjög gaman að heyra svona um okkur en við megum ekki búast við því að við séum orðnar bestar og að enginn geti unnið okkur,“ segir Emelía Ósk en hver er þá stefna Keflavíkurliðsins í vetur? „Okkur langar að vera meðal fjögurra hæstu og komast í úrslitakeppnina. Við stefnum bara á að gera okkar besta og komast eins langt og við getum,“ segir hún.Hækkað sig um 12 stig í leik Emelía Ósk skoraði 6,5 stig í leik í fyrra en er nú með 18,3 stig í leik og er langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni. Engin önnur íslensk stelpa náði að skora hundrað stig í fyrstu sex umferðunum. „Það skiptir mig ekki miklu máli að ég sé stigahæst en ég er samt alveg ánægð með það,“ segir Emelía. Ástríða hennar er nefnilega á hinum enda vallarins. „Ég elska að spila vörn og finnst það bara gaman. Ég hef verið mjög góður varnarmaður en skora síðan stöku sinnum og aðallega úr hraðaupphlaupum af því að ég er snögg fram. Ég er ekkert vön því að skora tuttugu stig í leik,“ segir hún. Emelía Ósk er ekki búin að ákveða hvert leiðin liggur á körfuboltaferlinum. „Ég útskrifast í vor og þarf að fara að ákveða það hvort ég fari í háskóla hér eða hvort mig langi að fara út að spila. Mér líst samt bara vel á það að fara út að spila,“ segir Emelía.Ekkert hræddar Hvar finnst Emelíu styrkur Keflavíkurliðsins liggja? „Í vörninni og liðsheildinni. Við spilum þetta saman og það er ekki ein manneskja sem ætlar að gera þetta allt sjálf. Það er gaman að sjá hvað við spilum boltanum og finnum opna manninn. Við erum ekkert hræddar enda vitum við það að þetta er bara körfubolti,“ segir Emelía.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum