Stóraukin þjónusta Flugrútunnar á Suðurlandi með nýrri akstursleið 21. október 2016 15:00 Kristján Daníelsson, forstjóri Reykjavík Excursions – Kynnisferða, segir nýja akstursleið Flugrútunnar um Suðurland stórauka þjónustu fyrirtækisins en Flugrútan tengir nú Flugstöð Leifs Eiríkssonar við Suðurland með fjórum viðkomustöðum. mynd/Reykjavík Excursions KYNNING:Reykjavik Excursions – Kynnisferðir hafa stóraukið þjónustu við íbúa og ferðaþjónustu á Suðurlandi en fyrirtækið hefur nú hafið akstur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Hvolsvallar með fjórum stoppum. Áætlað er að auka enn við þjónustu Flugrútunnar næsta sumar. „Akstur Flugrútunnar á Suðurland er viðbót við þjónustu okkar og mikil lyftistöng fyrir jafnt ferðaþjónustu og íbúa á Suðurlandi en stoppað verður í Hveragerði, á Selfossi, Hellu og Hvolsvelli,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Reykjavík Excursions – Kynnisferða. Um er að ræða nýja þjónustu Flugrútunnar á Suðurlandi, sem tengir hótel og gististaði á Suðurlandi beint við Flugstöð Leifs Eiríkssonar kvölds og morgna.Minnkar árstíðasveiflur Þjónusta Flugrútunnar á Suðurlandi mun ná frá Flugstöðinni að og í gegnum BSÍ, þaðan yfir Hellisheiðina með stoppum í Hveragerði, á Selfossi, Hellu og á Hvolsvelli. Á leið sinni til baka ekur Flugrútan beinustu leið að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, án þess að stoppa á BSÍ. Að vori tengist Flugrútan leiðakerfi „Iceland on your Own“ um Ísland. Kristján segist vona að akstur Flugrútunnar á Suðurland minnki árstíðasveiflur hótela og gistiheimila á þessu svæði. „Við erum með þessu að mæta beiðni ferðaþjónustunnar á Suðurlandi, en hótel og gististaðir hafa beðið eftir þessari viðbót. Þetta er líka eðlileg þróun á okkar leiðakerfi. Flugrútan er umfangsmikil akstursþjónusta sem starfrækt er milli Flugstöðvarinnar og Reykjavíkur og verður þessi nýjung til þess að efla hana enn frekar,“ segir Kristján en Reykjavík Excursions hefur rekið Flugrútuna, á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur, frá árinu 1979.Flugrútan á SuðurlandiStóraukin þjónusta við íbúa og ferðaþjónustu á SuðurlandiStoppar á fjórum stöðumTvær brottfarir á dagBein tenging við Reykjavík og Flugstöð Leifs Eiríkssonar Flugrútan keyrir í samræmi við komur og brottfarir allra fluga á Keflavíkurflugvelli. Síðar var „pick up“ og „drop off“ þjónustu bætt við, þar sem ekið er á milli hótela eða gistiheimila og BSÍ.Gæðavottun Reykjavik Excursions – Kynnisferðir er með gullvottun Vakans og er jafnframt vottað sem ferðaþjónustufyrirtæki af honum. Vakinn er gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Eins var fyrirtækið fyrsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands sem fékk ISO 14001 umhverfisvottun frá The British Standard Institution (BSI).Sérsniðnar ferðir Kynnisferðir – Reykjavik Excursions er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á landinu og býður upp á margar gerðir ferða fyrir hópa og einstaklinga. Fjölbreyttur rútufloti fyrirtækisins gerir það mögulegt að sérsníða ferðir fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. Eins rekur Reykjavik Excursions Iceland on Your Own, áætlunarferðir um allt land sem henta ferðamönnum sem vilja ferðast um landið án þess að leigja bíl.Bílaleiga nýleg viðbót Bílaleigan Enterprise Rent-A-Car er nýjasta eining Reykjavik Excursions og býður upp á margvíslega bíla á samkeppnishæfu verði ásamt langtímaleigu. Langtímaleigan er ný þjónusta sem byrjað var að bjóða upp á nú í haust. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
KYNNING:Reykjavik Excursions – Kynnisferðir hafa stóraukið þjónustu við íbúa og ferðaþjónustu á Suðurlandi en fyrirtækið hefur nú hafið akstur frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar til Hvolsvallar með fjórum stoppum. Áætlað er að auka enn við þjónustu Flugrútunnar næsta sumar. „Akstur Flugrútunnar á Suðurland er viðbót við þjónustu okkar og mikil lyftistöng fyrir jafnt ferðaþjónustu og íbúa á Suðurlandi en stoppað verður í Hveragerði, á Selfossi, Hellu og Hvolsvelli,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Reykjavík Excursions – Kynnisferða. Um er að ræða nýja þjónustu Flugrútunnar á Suðurlandi, sem tengir hótel og gististaði á Suðurlandi beint við Flugstöð Leifs Eiríkssonar kvölds og morgna.Minnkar árstíðasveiflur Þjónusta Flugrútunnar á Suðurlandi mun ná frá Flugstöðinni að og í gegnum BSÍ, þaðan yfir Hellisheiðina með stoppum í Hveragerði, á Selfossi, Hellu og á Hvolsvelli. Á leið sinni til baka ekur Flugrútan beinustu leið að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli, án þess að stoppa á BSÍ. Að vori tengist Flugrútan leiðakerfi „Iceland on your Own“ um Ísland. Kristján segist vona að akstur Flugrútunnar á Suðurland minnki árstíðasveiflur hótela og gistiheimila á þessu svæði. „Við erum með þessu að mæta beiðni ferðaþjónustunnar á Suðurlandi, en hótel og gististaðir hafa beðið eftir þessari viðbót. Þetta er líka eðlileg þróun á okkar leiðakerfi. Flugrútan er umfangsmikil akstursþjónusta sem starfrækt er milli Flugstöðvarinnar og Reykjavíkur og verður þessi nýjung til þess að efla hana enn frekar,“ segir Kristján en Reykjavík Excursions hefur rekið Flugrútuna, á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur, frá árinu 1979.Flugrútan á SuðurlandiStóraukin þjónusta við íbúa og ferðaþjónustu á SuðurlandiStoppar á fjórum stöðumTvær brottfarir á dagBein tenging við Reykjavík og Flugstöð Leifs Eiríkssonar Flugrútan keyrir í samræmi við komur og brottfarir allra fluga á Keflavíkurflugvelli. Síðar var „pick up“ og „drop off“ þjónustu bætt við, þar sem ekið er á milli hótela eða gistiheimila og BSÍ.Gæðavottun Reykjavik Excursions – Kynnisferðir er með gullvottun Vakans og er jafnframt vottað sem ferðaþjónustufyrirtæki af honum. Vakinn er gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar á Íslandi. Eins var fyrirtækið fyrsta ferðaþjónustufyrirtæki Íslands sem fékk ISO 14001 umhverfisvottun frá The British Standard Institution (BSI).Sérsniðnar ferðir Kynnisferðir – Reykjavik Excursions er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á landinu og býður upp á margar gerðir ferða fyrir hópa og einstaklinga. Fjölbreyttur rútufloti fyrirtækisins gerir það mögulegt að sérsníða ferðir fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. Eins rekur Reykjavik Excursions Iceland on Your Own, áætlunarferðir um allt land sem henta ferðamönnum sem vilja ferðast um landið án þess að leigja bíl.Bílaleiga nýleg viðbót Bílaleigan Enterprise Rent-A-Car er nýjasta eining Reykjavik Excursions og býður upp á margvíslega bíla á samkeppnishæfu verði ásamt langtímaleigu. Langtímaleigan er ný þjónusta sem byrjað var að bjóða upp á nú í haust.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira