Laxveiðimenn brjálaðir út í sérfræðing hjá MAST Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2016 17:00 Kunnir laxveiðimenn hugsa nú Gísla hjá MAST þegjandi þörfina en hann telur veiða/sleppa-aðferðina mjög vafasama. Það riðlar heimsmynd stangveiðimanna. Laxveiðimenn vanda Gísla Jónssyni, sem er sérgreinadýralæknir og sérfróður í fisksjúkdómum hjá Matvælastofnun ekki kveðjurnar. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær var vitnað í erlendar rannsóknir sem sýna að algengt sé að 20 til 30 prósent af þeim löxum sem eru veiddir og svo sleppt, þeir drepist sjö til tíu dögum eftir að þeim er sleppt. Gísli efast mjög um veiða/sleppa, lætur að liggja að það jaðri við dýraníð og leggur til að menn nýti það sem þeir veiði. Og sleppi hinu.Gramir laxveiðimennÞetta hefur lagst afskaplega illa í margan veiðimanninn svo vægt sé til orða tekið. Veiða/sleppa-aðferðin hefur verið viðtekin og nú árum saman hafa menn dásamað slíka veiði og rekið áróður fyrir henni. Þá sem aðferð sem mikilvægri í endurreisn og viðgangi laxastofnsins og í raun sem ákaflega náttúruvænni veiði. Málið er til umræðu á Facebook-vegg manns sem kallar sig Jón Skelfi en þar leggur margur veiðimaðurinn orð í belg. Þórir Grétar er einn þeirra, hann segir þetta bull og vitleysu. Sjálfur hafi hann stundað veiðar í 40 ár og ætti þá að hafa séð dauðan fisk í þeim ám þar sem hann hefur komið.Nafnið Gísli Jónsson er nú komið ofarlega í svörtu bók laxveiðimanna.Í fréttaviðtalinu við Gísla kemur fram að sleppilöxum drepist sjö til tíu dögum eftir að þeim er sleppt, en Gísli er sérfræðingur í fiskisjúkdómum hjá MAST. Hann segir að fiskar í villtri náttúru sem eru handleiknir eða „verða fyrir smá hnjaski í ánum þeir verða opnir fyrir til dæmis sveppasýkingu ekki minnst en þar eru einnig sjúkdómsvaldandi bakteríur á ferðinni. En, fyrst og fremst er það nú sveppurinn sem tekur hann. Og leiðir oft til aldurtila,“ segir Gísli.Sveppasýking drepur laxinnGísli er spurður hvers vegna sveppurinn komist í þennan fisk og segir hann það vera vegna þess að þegar veiddur er lax, hann háfaður upp og jafnvel tekinn með sterku taki um stirtluna fyrst og fremst til myndatöku eða annarra hluta, þá verður roðið fyrir skemmdum. „Hreistursflugur rifna upp og skilja eftir sig opin sár. Og slímlagið hverfur. Og þá er þetta bara opið fyrir ekki síst sveppasýkingu.“ Fréttamaðurinn, sem er Gissur Sigurðsson, spyr þá Gísla hvað sé til ráða, hvort rétt sé að setja kvóta á þá sem þessa veiðiaðferð beita, veiði tiltekið magn (sem þeir sleppi) og hætti þá bara þegar því er náð?Bubbi með einn af mörgum löxum sem hann hefur veitt og sleppt.„Það væri nú kannski eðlilegri veiðiaðferð. Svisslendingar til dæmis bönnuðu þetta allt vegna velferðarmála. Við erum að predika að fara vel með dýrin en þetta stingur í stúf, veiða/sleppa aðferð hvað það varðar. Ef við hugsum aftur til frumbyggja ættum við kannski að nýta þennan lax sem við veiðum og ekkert annað,“ segir Gísli.Er maðurinn á launum hjá eldisfyrirtækjum?Meðal þeirra laxveiðimanna sem leggur orð í belg á áðurnefndri síðu Jóns Skelfis er Bubbi Morthens sem átti algert metár í sumar, veiddi fleiri laxa yfir 20 pund en nokkru sinni fyrr. Og sleppti þeim öllum með góðri samvisku eftir myndatöku og mælingu. Bubbi spyr hvaða steypa þetta sé eiginlega? „Er maðurinn á launum hjá eldisfyrirtækjum. Það eru hellingur af rannsóknum sem sýna þetta er rangt. Hvað með laxa sem eru settir kistu í júlí og kreistur í september og kannski eru 4-6 kistur í áni og eru við hesta heilsu?“Arthúr Bogason er ekki tilbúinn til að kaupa skýringar Gísla á dauða laxa sem er sleppt eftir að hafa hlaupið á flugu stangveiðimanna.Annar kunnur veiðimaður er Teitur Örlygsson, körfuboltaþjálfari, og hann bregður fyrir sig absúrdisma, svo fáránleg þykir honum málflutningur sérfræðingsins hjá MAST: „Flestar flugvélar sem fljúga á Egilsstaði hrapa, koma aldrei aftur.“Hvað knýr menn til að bera á borð þvætting sem þennan?Artúr Bogason, fyrrverandi formaður í félagi smábátaeigenda, segist ekki geta orða bundist: „Það sem hér er sett fram er þvílíkt kjaftæði að við fátt verður jafnað. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, verður að gera grein fyrir eftirfarandi: hvaða „erlendu rannsóknir“ styðst hann við og getur hann bent á dæmi hérlendis sem leiða líkur að því sem hann gengur út frá sem staðreyndum í viðtalinu?“ Arthúr, sem er ákaflega vel að sér um laxfiska og hóf sjálfur að veiða lax árið 1975, setur á langa ræðu sem hann lýkur með orðunum að sú breyting hafi átt sér stað, „eftir að „veiða/sleppa“ fyrirkomulagið var tekið upp, að í stað þess að koma að ánum hálf- eða galtómum í september, er nú fiskur út um allt. Hvernig má það vera ef svona stórt hlutfall hinna slepptu laxa drepst við það eitt að fá að fara útí aftur? Spurningin sem ég sit uppi með er þessi: Hvað knýr menn til að bera annan eins þvætting á borð og fram kom í þessari frétt?“ Stangveiði Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Laxveiðimenn vanda Gísla Jónssyni, sem er sérgreinadýralæknir og sérfróður í fisksjúkdómum hjá Matvælastofnun ekki kveðjurnar. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær var vitnað í erlendar rannsóknir sem sýna að algengt sé að 20 til 30 prósent af þeim löxum sem eru veiddir og svo sleppt, þeir drepist sjö til tíu dögum eftir að þeim er sleppt. Gísli efast mjög um veiða/sleppa, lætur að liggja að það jaðri við dýraníð og leggur til að menn nýti það sem þeir veiði. Og sleppi hinu.Gramir laxveiðimennÞetta hefur lagst afskaplega illa í margan veiðimanninn svo vægt sé til orða tekið. Veiða/sleppa-aðferðin hefur verið viðtekin og nú árum saman hafa menn dásamað slíka veiði og rekið áróður fyrir henni. Þá sem aðferð sem mikilvægri í endurreisn og viðgangi laxastofnsins og í raun sem ákaflega náttúruvænni veiði. Málið er til umræðu á Facebook-vegg manns sem kallar sig Jón Skelfi en þar leggur margur veiðimaðurinn orð í belg. Þórir Grétar er einn þeirra, hann segir þetta bull og vitleysu. Sjálfur hafi hann stundað veiðar í 40 ár og ætti þá að hafa séð dauðan fisk í þeim ám þar sem hann hefur komið.Nafnið Gísli Jónsson er nú komið ofarlega í svörtu bók laxveiðimanna.Í fréttaviðtalinu við Gísla kemur fram að sleppilöxum drepist sjö til tíu dögum eftir að þeim er sleppt, en Gísli er sérfræðingur í fiskisjúkdómum hjá MAST. Hann segir að fiskar í villtri náttúru sem eru handleiknir eða „verða fyrir smá hnjaski í ánum þeir verða opnir fyrir til dæmis sveppasýkingu ekki minnst en þar eru einnig sjúkdómsvaldandi bakteríur á ferðinni. En, fyrst og fremst er það nú sveppurinn sem tekur hann. Og leiðir oft til aldurtila,“ segir Gísli.Sveppasýking drepur laxinnGísli er spurður hvers vegna sveppurinn komist í þennan fisk og segir hann það vera vegna þess að þegar veiddur er lax, hann háfaður upp og jafnvel tekinn með sterku taki um stirtluna fyrst og fremst til myndatöku eða annarra hluta, þá verður roðið fyrir skemmdum. „Hreistursflugur rifna upp og skilja eftir sig opin sár. Og slímlagið hverfur. Og þá er þetta bara opið fyrir ekki síst sveppasýkingu.“ Fréttamaðurinn, sem er Gissur Sigurðsson, spyr þá Gísla hvað sé til ráða, hvort rétt sé að setja kvóta á þá sem þessa veiðiaðferð beita, veiði tiltekið magn (sem þeir sleppi) og hætti þá bara þegar því er náð?Bubbi með einn af mörgum löxum sem hann hefur veitt og sleppt.„Það væri nú kannski eðlilegri veiðiaðferð. Svisslendingar til dæmis bönnuðu þetta allt vegna velferðarmála. Við erum að predika að fara vel með dýrin en þetta stingur í stúf, veiða/sleppa aðferð hvað það varðar. Ef við hugsum aftur til frumbyggja ættum við kannski að nýta þennan lax sem við veiðum og ekkert annað,“ segir Gísli.Er maðurinn á launum hjá eldisfyrirtækjum?Meðal þeirra laxveiðimanna sem leggur orð í belg á áðurnefndri síðu Jóns Skelfis er Bubbi Morthens sem átti algert metár í sumar, veiddi fleiri laxa yfir 20 pund en nokkru sinni fyrr. Og sleppti þeim öllum með góðri samvisku eftir myndatöku og mælingu. Bubbi spyr hvaða steypa þetta sé eiginlega? „Er maðurinn á launum hjá eldisfyrirtækjum. Það eru hellingur af rannsóknum sem sýna þetta er rangt. Hvað með laxa sem eru settir kistu í júlí og kreistur í september og kannski eru 4-6 kistur í áni og eru við hesta heilsu?“Arthúr Bogason er ekki tilbúinn til að kaupa skýringar Gísla á dauða laxa sem er sleppt eftir að hafa hlaupið á flugu stangveiðimanna.Annar kunnur veiðimaður er Teitur Örlygsson, körfuboltaþjálfari, og hann bregður fyrir sig absúrdisma, svo fáránleg þykir honum málflutningur sérfræðingsins hjá MAST: „Flestar flugvélar sem fljúga á Egilsstaði hrapa, koma aldrei aftur.“Hvað knýr menn til að bera á borð þvætting sem þennan?Artúr Bogason, fyrrverandi formaður í félagi smábátaeigenda, segist ekki geta orða bundist: „Það sem hér er sett fram er þvílíkt kjaftæði að við fátt verður jafnað. Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma, verður að gera grein fyrir eftirfarandi: hvaða „erlendu rannsóknir“ styðst hann við og getur hann bent á dæmi hérlendis sem leiða líkur að því sem hann gengur út frá sem staðreyndum í viðtalinu?“ Arthúr, sem er ákaflega vel að sér um laxfiska og hóf sjálfur að veiða lax árið 1975, setur á langa ræðu sem hann lýkur með orðunum að sú breyting hafi átt sér stað, „eftir að „veiða/sleppa“ fyrirkomulagið var tekið upp, að í stað þess að koma að ánum hálf- eða galtómum í september, er nú fiskur út um allt. Hvernig má það vera ef svona stórt hlutfall hinna slepptu laxa drepst við það eitt að fá að fara útí aftur? Spurningin sem ég sit uppi með er þessi: Hvað knýr menn til að bera annan eins þvætting á borð og fram kom í þessari frétt?“
Stangveiði Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira