Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2016 21:00 "Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr á Snapchat. Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning segist hafa fengið skilaboð frá eiganda fegurðarkeppni sem hún tekur nú þátt í í Las Vegas, um að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greinir frá þessu á samskiptamiðlinum Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas um helgina og fram á þriðjudag, þegar lokakvöldið fer fram. Hún segist hafa fengið þau skilaboð um að borða ekki morgunmat, fá sér salat í hádeginu og drekka vatn í kvöldmat. Segist hún hafa fengið þessa beiðni þar sem „eiganda keppninnar líki vel við hana og vilji að hún komist sem lengst“. „Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég létti mig þá á hann ekki skilið að fá mig í topp tíu, topp fimm eða eitthvað,“ segir Arna Ýr. Arna Ýr, sem valin var Ungfrú Ísland árið 2015, segist ekki taka þetta inn á sig, en að erfitt væri að hafa lagt sig alla fram fram fyrir keppnina og fá svo þessi skilaboð frá aðstandendum hennar. Hún spyr af hverju hún hafi verið tekin inn í keppnina ef hún væri talin vera of feit. Hún hefði aldrei mætt til leiks ef hún hefði vitað að svo væri. „Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr. „Það eina sem ég get gert er að taka makeup-ið af, setja það aftur á, setja bros á andlitið, fara niður sterk, sýna að ég sé flott eins og ég er,“ segir Arna Ýr. „Þetta er staðfest síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég læt ekki bjóða mér upp á þetta aftur,“ segir Arna Ýr að lokum. Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning segist hafa fengið skilaboð frá eiganda fegurðarkeppni sem hún tekur nú þátt í í Las Vegas, um að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greinir frá þessu á samskiptamiðlinum Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas um helgina og fram á þriðjudag, þegar lokakvöldið fer fram. Hún segist hafa fengið þau skilaboð um að borða ekki morgunmat, fá sér salat í hádeginu og drekka vatn í kvöldmat. Segist hún hafa fengið þessa beiðni þar sem „eiganda keppninnar líki vel við hana og vilji að hún komist sem lengst“. „Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég létti mig þá á hann ekki skilið að fá mig í topp tíu, topp fimm eða eitthvað,“ segir Arna Ýr. Arna Ýr, sem valin var Ungfrú Ísland árið 2015, segist ekki taka þetta inn á sig, en að erfitt væri að hafa lagt sig alla fram fram fyrir keppnina og fá svo þessi skilaboð frá aðstandendum hennar. Hún spyr af hverju hún hafi verið tekin inn í keppnina ef hún væri talin vera of feit. Hún hefði aldrei mætt til leiks ef hún hefði vitað að svo væri. „Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr. „Það eina sem ég get gert er að taka makeup-ið af, setja það aftur á, setja bros á andlitið, fara niður sterk, sýna að ég sé flott eins og ég er,“ segir Arna Ýr. „Þetta er staðfest síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég læt ekki bjóða mér upp á þetta aftur,“ segir Arna Ýr að lokum.
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira