Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2016 21:00 "Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr á Snapchat. Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning segist hafa fengið skilaboð frá eiganda fegurðarkeppni sem hún tekur nú þátt í í Las Vegas, um að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greinir frá þessu á samskiptamiðlinum Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas um helgina og fram á þriðjudag, þegar lokakvöldið fer fram. Hún segist hafa fengið þau skilaboð um að borða ekki morgunmat, fá sér salat í hádeginu og drekka vatn í kvöldmat. Segist hún hafa fengið þessa beiðni þar sem „eiganda keppninnar líki vel við hana og vilji að hún komist sem lengst“. „Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég létti mig þá á hann ekki skilið að fá mig í topp tíu, topp fimm eða eitthvað,“ segir Arna Ýr. Arna Ýr, sem valin var Ungfrú Ísland árið 2015, segist ekki taka þetta inn á sig, en að erfitt væri að hafa lagt sig alla fram fram fyrir keppnina og fá svo þessi skilaboð frá aðstandendum hennar. Hún spyr af hverju hún hafi verið tekin inn í keppnina ef hún væri talin vera of feit. Hún hefði aldrei mætt til leiks ef hún hefði vitað að svo væri. „Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr. „Það eina sem ég get gert er að taka makeup-ið af, setja það aftur á, setja bros á andlitið, fara niður sterk, sýna að ég sé flott eins og ég er,“ segir Arna Ýr. „Þetta er staðfest síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég læt ekki bjóða mér upp á þetta aftur,“ segir Arna Ýr að lokum. Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Líf og fjör meðal guða og manna Menning Fleiri fréttir Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning segist hafa fengið skilaboð frá eiganda fegurðarkeppni sem hún tekur nú þátt í í Las Vegas, um að hún væri of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Arna Ýr greinir frá þessu á samskiptamiðlinum Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas um helgina og fram á þriðjudag, þegar lokakvöldið fer fram. Hún segist hafa fengið þau skilaboð um að borða ekki morgunmat, fá sér salat í hádeginu og drekka vatn í kvöldmat. Segist hún hafa fengið þessa beiðni þar sem „eiganda keppninnar líki vel við hana og vilji að hún komist sem lengst“. „Ef eigandi keppninnar vill í alvörunni að ég létti mig þá á hann ekki skilið að fá mig í topp tíu, topp fimm eða eitthvað,“ segir Arna Ýr. Arna Ýr, sem valin var Ungfrú Ísland árið 2015, segist ekki taka þetta inn á sig, en að erfitt væri að hafa lagt sig alla fram fram fyrir keppnina og fá svo þessi skilaboð frá aðstandendum hennar. Hún spyr af hverju hún hafi verið tekin inn í keppnina ef hún væri talin vera of feit. Hún hefði aldrei mætt til leiks ef hún hefði vitað að svo væri. „Ég hef engan áhuga á að gera mitt besta upp á sviði þar sem þeir eiga mig ekki skilið,“ segir Arna Ýr. „Það eina sem ég get gert er að taka makeup-ið af, setja það aftur á, setja bros á andlitið, fara niður sterk, sýna að ég sé flott eins og ég er,“ segir Arna Ýr. „Þetta er staðfest síðasta keppnin sem ég tek þátt í. Ég læt ekki bjóða mér upp á þetta aftur,“ segir Arna Ýr að lokum.
Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Bauð Bandaríkin velkomna í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Líf og fjör meðal guða og manna Menning Fleiri fréttir Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Sjá meira