Ráð handa kulsæknum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2016 07:00 Það er kominn vetur. Í gærmorgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt „eughh, vertu bara … heima í dag“. Þegar kólnar svona í veðri verður mér iðulega hugsað til átakanlegustu og enn fremur fallegustu senu bókmenntasögunnar. Í henni er rakin þrekraun Emils í Kattholti, sem berst barnungur og jökulkaldur í gegnum blindbyl á jólanótt með Alfreð, kæran vin sinn, reyrðan niður í hestvagn. Alfreð er þungt haldinn af blóðeitrun og hún færir sig nær og nær hjartanu og tíminn er svo ofsalega naumur. En svo komast þeir til læknisins og Alfreð fær blessunarlega framlengingu á lífinu. Stórkostleg hetjudáð Emils í Kattholti hreyfir við þeim allra harðgerustu. Hún hefur þó alveg sérstök áhrif á þá sem hafa megna óbeit á öllu blautu og köldu. Ég hef samið stuttan leiðarvísi, hvers hlutverk er að auðvelda kulsæknum tilveruna á svörtustu vetrarmánuðum. Ég vil þakka Astrid Lindgren, Emil í Kattholti og Alfreð vinnumanni kærlega fyrir innblásturinn.Númer 1: Útvegið ykkur einn góðan vin, elskhuga, hund eða frænku með hlýjan faðm – einhvern til að þykja vænt um – sem þið mynduð keyra á Slysó í katastrófískum hríðarbyl á aðfangadagskvöld, hvað sem það kostar.Númer 2: Lesið eitthvað sem yljar ykkur að innan.Númer 3: Fjárfestið í góðri húfu sem hylur eyrun. Og þannig getum við reynt að halda frostinu, rokinu, slyddunni og nístingsköldum einmanaleikanum í skefjum. A.m.k. þangað til vorar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun
Það er kominn vetur. Í gærmorgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt „eughh, vertu bara … heima í dag“. Þegar kólnar svona í veðri verður mér iðulega hugsað til átakanlegustu og enn fremur fallegustu senu bókmenntasögunnar. Í henni er rakin þrekraun Emils í Kattholti, sem berst barnungur og jökulkaldur í gegnum blindbyl á jólanótt með Alfreð, kæran vin sinn, reyrðan niður í hestvagn. Alfreð er þungt haldinn af blóðeitrun og hún færir sig nær og nær hjartanu og tíminn er svo ofsalega naumur. En svo komast þeir til læknisins og Alfreð fær blessunarlega framlengingu á lífinu. Stórkostleg hetjudáð Emils í Kattholti hreyfir við þeim allra harðgerustu. Hún hefur þó alveg sérstök áhrif á þá sem hafa megna óbeit á öllu blautu og köldu. Ég hef samið stuttan leiðarvísi, hvers hlutverk er að auðvelda kulsæknum tilveruna á svörtustu vetrarmánuðum. Ég vil þakka Astrid Lindgren, Emil í Kattholti og Alfreð vinnumanni kærlega fyrir innblásturinn.Númer 1: Útvegið ykkur einn góðan vin, elskhuga, hund eða frænku með hlýjan faðm – einhvern til að þykja vænt um – sem þið mynduð keyra á Slysó í katastrófískum hríðarbyl á aðfangadagskvöld, hvað sem það kostar.Númer 2: Lesið eitthvað sem yljar ykkur að innan.Númer 3: Fjárfestið í góðri húfu sem hylur eyrun. Og þannig getum við reynt að halda frostinu, rokinu, slyddunni og nístingsköldum einmanaleikanum í skefjum. A.m.k. þangað til vorar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun