Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2016 21:14 Arna Ýr Jónsdóttir Vísir/EPA Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil. Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil.
Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00
„Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44
Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19