Erla Steina spilaði óvænt í gær: Maður mætir þegar Beta hringir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2016 09:00 Erla Steina Arnardóttir. Vísir/Vilhelm Erla Steina Arnardóttir tók óvænt fram skóna í sænsku bikarkeppninni í gær og hjálpaði liði Kristianstad að komast áfram í fjórðu umferð keppninnar. Stærsta fréttin við þessa endurkomu Erlu Steinu var þó að hún stóð í marki Kristianstad í leiknum en lék ekki út á vellinum, á miðjunni eða í miðverðinum, eins og hún var vön á sínum fótboltaferli. „Þau höfðu samband við mig í síðustu viku svo það var lítill tími til umhugsunar. En maður mætir þegar Beta og liði hringir og óskar eftir aðstoð frá manni,“ sagði Erla Steina Arnardóttir í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad og var í algjörum markvarðarvandræðum í þessum leik því þrír markverðir liðsins voru frá, tvær vegna meiðsla auk þess að Stina Lykke Petersen var upptekin með danska landsliðinu á æfingamótinu í Kína. Erla Steina hefur ekkert spilað fótbolta í þrjú ár en hún lék með Kristianstad á árunum 2007 til 2011. Hún lék 40 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti kom árið 2009. Elísabet vissi af því að Erla Steina Arnardóttir lék sér oft í marki á æfingum hér á árum áður og þá var líka vitað að Erla er í frábæru formi enda æfir hún krossfit sex til sjö sinnum í viku. Erla Steina Arnardóttir gæti verið til taks í síðustu tveimur leikjum Kristianstad á tímabilinu en þó aðeins sem varamarkvörður enda kemur danski landsliðsmarkvörðurinn Stina Lykke Petersen inn í byrjunarliðið. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Fleiri fréttir FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Sjá meira
Erla Steina Arnardóttir tók óvænt fram skóna í sænsku bikarkeppninni í gær og hjálpaði liði Kristianstad að komast áfram í fjórðu umferð keppninnar. Stærsta fréttin við þessa endurkomu Erlu Steinu var þó að hún stóð í marki Kristianstad í leiknum en lék ekki út á vellinum, á miðjunni eða í miðverðinum, eins og hún var vön á sínum fótboltaferli. „Þau höfðu samband við mig í síðustu viku svo það var lítill tími til umhugsunar. En maður mætir þegar Beta og liði hringir og óskar eftir aðstoð frá manni,“ sagði Erla Steina Arnardóttir í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad og var í algjörum markvarðarvandræðum í þessum leik því þrír markverðir liðsins voru frá, tvær vegna meiðsla auk þess að Stina Lykke Petersen var upptekin með danska landsliðinu á æfingamótinu í Kína. Erla Steina hefur ekkert spilað fótbolta í þrjú ár en hún lék með Kristianstad á árunum 2007 til 2011. Hún lék 40 landsleiki fyrir Ísland en sá síðasti kom árið 2009. Elísabet vissi af því að Erla Steina Arnardóttir lék sér oft í marki á æfingum hér á árum áður og þá var líka vitað að Erla er í frábæru formi enda æfir hún krossfit sex til sjö sinnum í viku. Erla Steina Arnardóttir gæti verið til taks í síðustu tveimur leikjum Kristianstad á tímabilinu en þó aðeins sem varamarkvörður enda kemur danski landsliðsmarkvörðurinn Stina Lykke Petersen inn í byrjunarliðið.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Fleiri fréttir FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Sjá meira