Kári Árna: Gefur mér mikið að leiða þetta lið áfram Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. október 2016 20:00 Kári Árnason bar fyrirliðabandið nokkrum sinnum á leiktíðinni er Malmö varð meistari. vísir/getty „Hér er gríðarleg stemning. Við erum bara að bíða eftir því að komast af stað heim,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Malmö, sem fyrr í kvöld varð sænskur meistari með liðinu eftir 3-0 útisigur á Falkenberg. Vísir heyrði í honum hljóðið nú rétt í þessu. Fráfarandi meistarar Norrköping töpuðu á sama tíma, 2-1, á útivelli gegn Elfsborg og því er Malmö orðið meistari með tvo leiki til góða. Þetta er 22. Svíþjóðarmeistaratitill Malmö í sögunni og sá fjórði á sex árum. „Við vissum að Norrköping átti erfiðan útileik í kvöld þannig okkur datt í hug að þetta gæti klárast í kvöld. Það er ákveðinn léttir að klára þetta með tvo leiki til góða. Vonandi getum við bara unnið deildina með tíu stigum allavega,“ sagði Kári.pic.twitter.com/r60hWXrNSQ— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Vonandi eitthvað gott í boði En hversu vissir voru Malmö-menn að þeir gátu unnið deildina í kvöld? Var búið að hlaða guðaveigum í rútuna? „Ég er bara ekki alveg viss. Það verður að koma í ljós. Vonandi verður eitthvað gott í boði,“ sagði Kári léttur. Malmö-liðið á fyrir höndum tveggja tíma rútuferð frá Falkenberg til Malmö þar sem tekið verður á móti nýkrýndum meisturunum með pomp og prakt. „Stuðningsmennirnir ætla að taka á móti okkur held ég. Það verða einhverjir klárir þegar við komum til baka eftir svona tvo tíma. Það verður bara gaman,“ sagði Kári. Malmö er búið að lenda í meiðslavandræðum á tímabilinu en þrátt fyrir það er liðið orðið meistari þegar enn eru tveir leikir eftir. „Við erum bestir. Við erum búnir að vera með þrjá landsliðsmenn frá í nokkuð langan tíma. Ég held að við séum aðeins búnir að tapa einum leik eftir að þeir heltust úr lestinni. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu,“ sagði Kári, en í kvöld skoraði hinn 17 ára gamli Mattias Svanberg eitt mark og lagði upp annað. „Það er sautján ára pjakkur sem var allt í öllu í kvöld - skoraði og lagði upp. Hann gat líka skorað tvö mörk til viðbótar. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu hjá okkur.“Fira med laget på Swedbank Stadion imorgonhttps://t.co/sYsRohOZjg pic.twitter.com/cO3CVZWsAt— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Skemmtilegra að vinna núna Kári hefur verið opinskár með það, að fara til Svíþjóðar var ekki ofarlega á óskalistanum hjá honum í fyrra þegar hann yfirgaf Rotherham á Englandi. Fyrst hann var á annað borð mættur var ekkert annað að gera en að verða meistari, sérstaklega eftir vonbrigðin í fyrra. „Það var ekkert annað í stöðunni en að vinna þennan titil og auðvitað er það gaman,“ sagði Kári sem varð Svíþjóðarmeistari með Djurgården fyrir ellefu árum síðan á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Ég verð bara yngri og yngri,“ sagði Kári og hló. „Ég veit að talan segir ekkert að ég er að yngjast en mér líður ágætlega.“ En hvort var nú skemmtilegra að vinna titilinn núna eða á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður árið 2005? „Það var gaman að vinna þetta í fyrsta skipti en þetta er skemmtilegra núna. Bæði er þetta betra lið og allt í kringum félagið er betra. Svo hef ég líka verið varafyrirliði og fyrirliðinn verið meiddur. Að fá að leiða þetta lið áfram hefur gefið mér mikið aukalega,“ sagði Kári Árnason. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Kári Árnason sænskur meistari með Malmö Jón Guðni Fjóluson fékk rautt er Norrköping tapaði og missti endanlega af Svíþjóðarmeistaratitlinum. 26. október 2016 18:57 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
„Hér er gríðarleg stemning. Við erum bara að bíða eftir því að komast af stað heim,“ sagði Kári Árnason, miðvörður Malmö, sem fyrr í kvöld varð sænskur meistari með liðinu eftir 3-0 útisigur á Falkenberg. Vísir heyrði í honum hljóðið nú rétt í þessu. Fráfarandi meistarar Norrköping töpuðu á sama tíma, 2-1, á útivelli gegn Elfsborg og því er Malmö orðið meistari með tvo leiki til góða. Þetta er 22. Svíþjóðarmeistaratitill Malmö í sögunni og sá fjórði á sex árum. „Við vissum að Norrköping átti erfiðan útileik í kvöld þannig okkur datt í hug að þetta gæti klárast í kvöld. Það er ákveðinn léttir að klára þetta með tvo leiki til góða. Vonandi getum við bara unnið deildina með tíu stigum allavega,“ sagði Kári.pic.twitter.com/r60hWXrNSQ— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Vonandi eitthvað gott í boði En hversu vissir voru Malmö-menn að þeir gátu unnið deildina í kvöld? Var búið að hlaða guðaveigum í rútuna? „Ég er bara ekki alveg viss. Það verður að koma í ljós. Vonandi verður eitthvað gott í boði,“ sagði Kári léttur. Malmö-liðið á fyrir höndum tveggja tíma rútuferð frá Falkenberg til Malmö þar sem tekið verður á móti nýkrýndum meisturunum með pomp og prakt. „Stuðningsmennirnir ætla að taka á móti okkur held ég. Það verða einhverjir klárir þegar við komum til baka eftir svona tvo tíma. Það verður bara gaman,“ sagði Kári. Malmö er búið að lenda í meiðslavandræðum á tímabilinu en þrátt fyrir það er liðið orðið meistari þegar enn eru tveir leikir eftir. „Við erum bestir. Við erum búnir að vera með þrjá landsliðsmenn frá í nokkuð langan tíma. Ég held að við séum aðeins búnir að tapa einum leik eftir að þeir heltust úr lestinni. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu,“ sagði Kári, en í kvöld skoraði hinn 17 ára gamli Mattias Svanberg eitt mark og lagði upp annað. „Það er sautján ára pjakkur sem var allt í öllu í kvöld - skoraði og lagði upp. Hann gat líka skorað tvö mörk til viðbótar. Það sýnir ákveðna breidd í liðinu hjá okkur.“Fira med laget på Swedbank Stadion imorgonhttps://t.co/sYsRohOZjg pic.twitter.com/cO3CVZWsAt— Malmö FF (@Malmo_FF) October 26, 2016 Skemmtilegra að vinna núna Kári hefur verið opinskár með það, að fara til Svíþjóðar var ekki ofarlega á óskalistanum hjá honum í fyrra þegar hann yfirgaf Rotherham á Englandi. Fyrst hann var á annað borð mættur var ekkert annað að gera en að verða meistari, sérstaklega eftir vonbrigðin í fyrra. „Það var ekkert annað í stöðunni en að vinna þennan titil og auðvitað er það gaman,“ sagði Kári sem varð Svíþjóðarmeistari með Djurgården fyrir ellefu árum síðan á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku. „Ég verð bara yngri og yngri,“ sagði Kári og hló. „Ég veit að talan segir ekkert að ég er að yngjast en mér líður ágætlega.“ En hvort var nú skemmtilegra að vinna titilinn núna eða á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður árið 2005? „Það var gaman að vinna þetta í fyrsta skipti en þetta er skemmtilegra núna. Bæði er þetta betra lið og allt í kringum félagið er betra. Svo hef ég líka verið varafyrirliði og fyrirliðinn verið meiddur. Að fá að leiða þetta lið áfram hefur gefið mér mikið aukalega,“ sagði Kári Árnason.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Kári Árnason sænskur meistari með Malmö Jón Guðni Fjóluson fékk rautt er Norrköping tapaði og missti endanlega af Svíþjóðarmeistaratitlinum. 26. október 2016 18:57 Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Fleiri fréttir Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Kári Árnason sænskur meistari með Malmö Jón Guðni Fjóluson fékk rautt er Norrköping tapaði og missti endanlega af Svíþjóðarmeistaratitlinum. 26. október 2016 18:57