Freyr: Mun kafa djúpt eftir lausnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2016 07:00 Freyr Alexandersson hefur verk að vinna. vísir/stefán „Ferðin til Kína nýttist okkur mjög vel og leikurinn gegn Kínverjum var frábær,“ segir landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson um ferð A-landsliðs kvenna til borgarinnar Chongqing í suðvesturhluta Kína. Ferðin markaði endi á frábæru ári liðsins en hápunktur þess var án nokkurs vafa er Ísland tryggði sér sæti á sínu þriðja Evrópumeistaramóti í röð. Ísland vann sinn riðil í undankeppninni EM og fékk ekki á sig mark fyrr en í óvæntu tapi fyrir Skotum á Laugardalsvelli í lokaumferðinni. Þá var farseðillinn á EM þó tryggður og kom tapið ekki heldur að sök þegar liðum var raðað í styrkleikaflokka fyrir EM, en dregið verður í riðla 8. nóvember. Ísland verður þá í þriðja styrkleikaflokki af fjórum. Freyr segir að stærsti kosturinn við ferðina til Kína hafi verið að fá að spila gegn einu besta landsliði heims, Kína, fyrir framan fjölda áhorfenda þar sem umgjörð í kringum leikinn var stærri en leikmenn íslenska liðsins hafa vanist.Framherjavandræði yfirvofandi „Við fengum að prófa nýtt leikkerfi gegn þjóð sem er meðal tíu bestu í heiminum. Heilt yfir gekk það vel,“ sagði Freyr sem stillti Íslandi upp samkvæmt 3-5-2 leikkerfinu, í stað hefðbundinnar fjögurra manna varnarlínu. „Það er ekki aðeins erfitt að fá leik gegn stórþjóð heldur einnig að spila við aðstæður eins og voru úti. Það á eftir að koma okkur mikið til góða fyrir EM næsta sumar, ekki síður en að hafa prófað nýtt leikkerfi.“ Freyr hefur þó verið í framherjavandræðum síðan Harpa Þorsteinsdóttir tilkynnti að hún væri barnshafandi. Harpa missti af síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppninni en var samt markahæsti leikmaður keppninnar með tíu mörk, ásamt hinni norsku Ada Hegerberg, besta leikmanni heims, og Jane Ross frá Skotlandi. Til að bæta gráu ofan á svart er Margrét Lára Viðarsdóttir enn að glíma við þrálát meiðsli í læri líkt og undanfarin ár og mun hún gangast undir aðgerð þann 1. nóvember.Fanndís frábær í sókninni „Það var erfitt og þungt að missa Hörpu og nú er Margrét mjög tæp. Það var gott að fá svör við því í Kína hvernig okkur reiðir af án þeirra. Það er alveg ljóst að við þurfum að kafa djúpt til að fá þau gæði í sóknarleikinn sem við viljum hafa,“ segir Freyr sem segist hafa upplifað svipaða stöðu fyrir átján mánuðum – áður en undankeppni EM 2017 hófst. „Þá vorum við nýkomin heim frá Algarve. Við vorum ánægð með varnarleikinn en sóknin hafði verið höktandi. Við lögðumst í mikla vinnu til að laga það og komum Hörpu í hlutverk sem hún hafði ekki fengið áður. Við löguðum leikstíl liðsins að hennar þörfum og þá komu mörkin á færibandi.“ Hann segist þó ekki hræðast ástandið og lítur á þetta sem nýtt verkefni. „Þetta er ekki kjörstaða og maður hefði kosið að halda áfram í sama taktinum. En þrátt fyrir að það séu engir leikmenn sem geta tekið við þeirra hlutverki þá eigum við fullt af sterkum leikmönnum sem eru þó annars konar en til dæmis Harpa og Margrét Lára. Nú verður það verkefni mitt að finna út úr því hvaða lausn henti okkur.“ Freyr nefnir sem dæmi að Fanndís Friðriksdóttir hafi blómstrað sem framherji í tveggja manna sóknarlínu. „Hún skoraði tvö mörk sem framherji í Kína og var hrikalega góð. En hún er líka frábær kantmaður og því þarf líka að velta fyrir sér hversu mikill fórnarkostnaður það er að færa hana úr stöðu.“Langt yfir okkar markmiðum Landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu. Liðið vann sjö, gerði þrjú jafntefli og var með markatöluna 33-10 en þar að auki hélt Ísland hreinu í fimm leikjum. „Það eina sem ég er ósáttur við eftir árið er að tapa fyrir Skotum hér heima. En heilt yfir var það mjög gott og erum við langt yfir öllum okkar markmiðum, til dæmis hvað varðar mörk skoruð og mörk fengin á okkur. Sigurhlutfallið er hátt og ég er mjög ánægður með þróunina.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
„Ferðin til Kína nýttist okkur mjög vel og leikurinn gegn Kínverjum var frábær,“ segir landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson um ferð A-landsliðs kvenna til borgarinnar Chongqing í suðvesturhluta Kína. Ferðin markaði endi á frábæru ári liðsins en hápunktur þess var án nokkurs vafa er Ísland tryggði sér sæti á sínu þriðja Evrópumeistaramóti í röð. Ísland vann sinn riðil í undankeppninni EM og fékk ekki á sig mark fyrr en í óvæntu tapi fyrir Skotum á Laugardalsvelli í lokaumferðinni. Þá var farseðillinn á EM þó tryggður og kom tapið ekki heldur að sök þegar liðum var raðað í styrkleikaflokka fyrir EM, en dregið verður í riðla 8. nóvember. Ísland verður þá í þriðja styrkleikaflokki af fjórum. Freyr segir að stærsti kosturinn við ferðina til Kína hafi verið að fá að spila gegn einu besta landsliði heims, Kína, fyrir framan fjölda áhorfenda þar sem umgjörð í kringum leikinn var stærri en leikmenn íslenska liðsins hafa vanist.Framherjavandræði yfirvofandi „Við fengum að prófa nýtt leikkerfi gegn þjóð sem er meðal tíu bestu í heiminum. Heilt yfir gekk það vel,“ sagði Freyr sem stillti Íslandi upp samkvæmt 3-5-2 leikkerfinu, í stað hefðbundinnar fjögurra manna varnarlínu. „Það er ekki aðeins erfitt að fá leik gegn stórþjóð heldur einnig að spila við aðstæður eins og voru úti. Það á eftir að koma okkur mikið til góða fyrir EM næsta sumar, ekki síður en að hafa prófað nýtt leikkerfi.“ Freyr hefur þó verið í framherjavandræðum síðan Harpa Þorsteinsdóttir tilkynnti að hún væri barnshafandi. Harpa missti af síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppninni en var samt markahæsti leikmaður keppninnar með tíu mörk, ásamt hinni norsku Ada Hegerberg, besta leikmanni heims, og Jane Ross frá Skotlandi. Til að bæta gráu ofan á svart er Margrét Lára Viðarsdóttir enn að glíma við þrálát meiðsli í læri líkt og undanfarin ár og mun hún gangast undir aðgerð þann 1. nóvember.Fanndís frábær í sókninni „Það var erfitt og þungt að missa Hörpu og nú er Margrét mjög tæp. Það var gott að fá svör við því í Kína hvernig okkur reiðir af án þeirra. Það er alveg ljóst að við þurfum að kafa djúpt til að fá þau gæði í sóknarleikinn sem við viljum hafa,“ segir Freyr sem segist hafa upplifað svipaða stöðu fyrir átján mánuðum – áður en undankeppni EM 2017 hófst. „Þá vorum við nýkomin heim frá Algarve. Við vorum ánægð með varnarleikinn en sóknin hafði verið höktandi. Við lögðumst í mikla vinnu til að laga það og komum Hörpu í hlutverk sem hún hafði ekki fengið áður. Við löguðum leikstíl liðsins að hennar þörfum og þá komu mörkin á færibandi.“ Hann segist þó ekki hræðast ástandið og lítur á þetta sem nýtt verkefni. „Þetta er ekki kjörstaða og maður hefði kosið að halda áfram í sama taktinum. En þrátt fyrir að það séu engir leikmenn sem geta tekið við þeirra hlutverki þá eigum við fullt af sterkum leikmönnum sem eru þó annars konar en til dæmis Harpa og Margrét Lára. Nú verður það verkefni mitt að finna út úr því hvaða lausn henti okkur.“ Freyr nefnir sem dæmi að Fanndís Friðriksdóttir hafi blómstrað sem framherji í tveggja manna sóknarlínu. „Hún skoraði tvö mörk sem framherji í Kína og var hrikalega góð. En hún er líka frábær kantmaður og því þarf líka að velta fyrir sér hversu mikill fórnarkostnaður það er að færa hana úr stöðu.“Langt yfir okkar markmiðum Landsliðið spilaði þrettán leiki á árinu. Liðið vann sjö, gerði þrjú jafntefli og var með markatöluna 33-10 en þar að auki hélt Ísland hreinu í fimm leikjum. „Það eina sem ég er ósáttur við eftir árið er að tapa fyrir Skotum hér heima. En heilt yfir var það mjög gott og erum við langt yfir öllum okkar markmiðum, til dæmis hvað varðar mörk skoruð og mörk fengin á okkur. Sigurhlutfallið er hátt og ég er mjög ánægður með þróunina.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira