Lyfjaprófunin á ÓL í Ríó eitt risastórt klúður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 10:00 Vísir/Getty Alþjóðalyfjastofnunin, WADA, hefur gefið frá sér stuðandi skýrslu um hvernig lyfjaeftirlitið gekk á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar en niðurstöðurnar eru ekki glæsilegar. Það er ekki hægt að lesa annað úr þessari skýrslu WADA en að lyfjaprófunin á ÓL í Ríó hafi hreinlega verið eitt risastórt klúður. Meðal annars kemur fram að allt að helmingur skipulagðra lyfjaprófa hafi ekki farið fram. Margir íþróttamenn sem áttu að fara í lyfjapróf fundust hreinlega ekki og ekkert varð því af prófinu. Á sumum dögum varð ekkert af um fimmtíu prósent lyfjaprófanna. Skýrslan er ítarleg og upp á 55 blaðsíður. Þar kemur fram að 11.470 íþróttamenn hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í ágústmánuði en 4125 þeirra hafi aldrei farið í lyfjapróf á árinu 2016. 1913 þeirra voru að keppa í svokölluðum áhættusömum íþróttagreinum þegar kemur að ólöglegri lyfjanotkun. Það voru allskonar vandmál í gangi. Næstum því hundrað sýni voru ómerkt það er það var ekki hægt að finna út hvaðan þau komu. Eitt sýnið týndist og fannst ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá var lítið sem ekkert tekið af blóðsýnum í keppni og engin próf á fótboltafólki utan keppnistaðanna. Fimm hundruð færri próf voru framkvæmd en áætluð voru og 8. ágúst var gat tölvukerfið aðeins gefið upplýsingar um dvalarstað 4795 af 11.470 íþróttamönnum sem voru að fara að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Tungumálaerfiðleikar og vandræði með samgöngur áttu líka sinn þátt í því hversu illa gekk að lyfjaprófa íþróttafólkið í Ríó. BBC fór yfir niðurstöður skýrslunnar og má finna frétt BBC hér. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuxuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Alþjóðalyfjastofnunin, WADA, hefur gefið frá sér stuðandi skýrslu um hvernig lyfjaeftirlitið gekk á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í sumar en niðurstöðurnar eru ekki glæsilegar. Það er ekki hægt að lesa annað úr þessari skýrslu WADA en að lyfjaprófunin á ÓL í Ríó hafi hreinlega verið eitt risastórt klúður. Meðal annars kemur fram að allt að helmingur skipulagðra lyfjaprófa hafi ekki farið fram. Margir íþróttamenn sem áttu að fara í lyfjapróf fundust hreinlega ekki og ekkert varð því af prófinu. Á sumum dögum varð ekkert af um fimmtíu prósent lyfjaprófanna. Skýrslan er ítarleg og upp á 55 blaðsíður. Þar kemur fram að 11.470 íþróttamenn hafi tekið þátt í Ólympíuleikunum í Ríó í ágústmánuði en 4125 þeirra hafi aldrei farið í lyfjapróf á árinu 2016. 1913 þeirra voru að keppa í svokölluðum áhættusömum íþróttagreinum þegar kemur að ólöglegri lyfjanotkun. Það voru allskonar vandmál í gangi. Næstum því hundrað sýni voru ómerkt það er það var ekki hægt að finna út hvaðan þau komu. Eitt sýnið týndist og fannst ekki fyrr en eftir tvær vikur. Þá var lítið sem ekkert tekið af blóðsýnum í keppni og engin próf á fótboltafólki utan keppnistaðanna. Fimm hundruð færri próf voru framkvæmd en áætluð voru og 8. ágúst var gat tölvukerfið aðeins gefið upplýsingar um dvalarstað 4795 af 11.470 íþróttamönnum sem voru að fara að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó. Tungumálaerfiðleikar og vandræði með samgöngur áttu líka sinn þátt í því hversu illa gekk að lyfjaprófa íþróttafólkið í Ríó. BBC fór yfir niðurstöður skýrslunnar og má finna frétt BBC hér.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuxuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira