Fölsk bros, því bráðum er kosið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. október 2016 07:00 Hinir ríku halda áfram að verða miklu ríkari á Íslandi.“ „Laun þeirra ríku hækka hraðar.“ Að mínu mati fanga þessar tvær fyrirsagnir, sem birtust í fjölmiðlum á síðustu dögum, það í hnotskurn um hvað verður kosið 29. október. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Það sést ekki alltaf, heilt yfir getur samfélagið verið á réttri leið, hagtölur að skána, einhverjar breytur í útreikningum líka og jafnvel finnum við það sum hver á eigin skinni að staðan er að batna. En misskiptingin verður ekki falin í tölum um meðaltalshækkun. Það hvernig þeir sem halda áfram að hafa það betra, verða enn ríkari, fá enn meira til sín en aðrir. Fölsk bros stjórnmálamanna og enn falskari loforð rétt fyrir kosningar breyta engu um þessar staðreyndir. Síðasti áratugur hefur verið þjóðinni erfiður. Ruglhagkerfi fyrirhrunsáranna kippti raunveruleikanum úr sambandi og svo var öllum kippt niður á jörðina með hruninu. Efnahagslífið var í rúst og öll orka stjórnvalda fór í að koma því aftur á réttan kjöl. Það tókst og hægt og rólega hefur landið verið að rísa, allt að rétta úr kútnum. Og ekki endilega hægt, þetta hefur tekið undraskamman tíma í raun. Einmitt þess vegna skiptir máli hverjir setjast við stjórnvölinn eftir þessar kosningar, hvaða flokkar það eru sem koma að því að hanna það samfélag sem við viljum sjá, að nýta betri efnahagsstöðu á sem réttastan máta. Hvort við viljum auka jöfnuð, hvort við viljum að þeir sem verst hafa það njóti efnahagsbatans, hvort við viljum styrkja velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, hvernig við viljum nýta þá stöðu að ríkið heldur utan um stærstan hluta fjármálakerfisins til að koma samfélagssjónarmiðum þar inn. Fyrir mér eru þetta stóru málin. Og flokkar sem rétt fyrir kosningar muna eftir því að til er fleira fólk en fjármagnseigendur og fleiri félög en aflandsfélög eru ekki trúverðugir til að standa sig vel í þessu. Til þess treysti ég Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hinir ríku halda áfram að verða miklu ríkari á Íslandi.“ „Laun þeirra ríku hækka hraðar.“ Að mínu mati fanga þessar tvær fyrirsagnir, sem birtust í fjölmiðlum á síðustu dögum, það í hnotskurn um hvað verður kosið 29. október. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Það sést ekki alltaf, heilt yfir getur samfélagið verið á réttri leið, hagtölur að skána, einhverjar breytur í útreikningum líka og jafnvel finnum við það sum hver á eigin skinni að staðan er að batna. En misskiptingin verður ekki falin í tölum um meðaltalshækkun. Það hvernig þeir sem halda áfram að hafa það betra, verða enn ríkari, fá enn meira til sín en aðrir. Fölsk bros stjórnmálamanna og enn falskari loforð rétt fyrir kosningar breyta engu um þessar staðreyndir. Síðasti áratugur hefur verið þjóðinni erfiður. Ruglhagkerfi fyrirhrunsáranna kippti raunveruleikanum úr sambandi og svo var öllum kippt niður á jörðina með hruninu. Efnahagslífið var í rúst og öll orka stjórnvalda fór í að koma því aftur á réttan kjöl. Það tókst og hægt og rólega hefur landið verið að rísa, allt að rétta úr kútnum. Og ekki endilega hægt, þetta hefur tekið undraskamman tíma í raun. Einmitt þess vegna skiptir máli hverjir setjast við stjórnvölinn eftir þessar kosningar, hvaða flokkar það eru sem koma að því að hanna það samfélag sem við viljum sjá, að nýta betri efnahagsstöðu á sem réttastan máta. Hvort við viljum auka jöfnuð, hvort við viljum að þeir sem verst hafa það njóti efnahagsbatans, hvort við viljum styrkja velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, hvernig við viljum nýta þá stöðu að ríkið heldur utan um stærstan hluta fjármálakerfisins til að koma samfélagssjónarmiðum þar inn. Fyrir mér eru þetta stóru málin. Og flokkar sem rétt fyrir kosningar muna eftir því að til er fleira fólk en fjármagnseigendur og fleiri félög en aflandsfélög eru ekki trúverðugir til að standa sig vel í þessu. Til þess treysti ég Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun