Loksins slaknar á höftunum Hafliði Helgason skrifar 12. október 2016 00:00 Alþingi samþykkti í gær frumvarp um gjaldeyrisviðskipti sem kynnt voru fyrir nokkru. Ný lög eru mikilvægt skref á þeirri vegferð að landið verði aftur þátttakandi í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Með lögunum eru heimildir Íslendinga til að dreifa áhættu sinni út fyrir íslenska hagkerfið rýmkaðar verulega. Seðlabankinn hefur þó enn mikil völd og getur fylgst náið með gjaldeyrisviðskiptum almennings og fyrirtækja. Þegar gjaldeyrishöft voru sett á óttuðust margir að því lengur sem þau vörðu, því fleiri hefðu af því hagsmuni að þau væru um kyrrt. Sem betur fer virðist sú hætta að baki og almenn sátt um að landið eigi að haga málum sínum með þeim hætti að það sé fullur þátttakandi í heimsviðskiptum. Ein af stoðum EES-samningsins er frjálst flæði fjármagns og enda þótt það kunni enn um sinn að vera draumórar að við uppfyllum öll skilyrði þess samnings þá eru ný gjaldeyrislög mikilvægt skref í þá átt. Við losun hafta hefur mögulegur fjármagnsflótti verið mesta ógnin. Nú er staðan sú að Seðlabankinn situr á miklum gjaldeyrisforða og jöfnuður við umheiminn er með þeim hætti að margir gætu öfundað okkur af. Hagvöxtur er mikill og hann hefur verið drifinn áfram af gjaldeyrisskapandi grein eins og ferðaþjónustunni. Allar hirslur eru að fyllast af gjaldeyri og staða á alþjóðamörkuðum er þannig að þó mönnum bjóðist að fara eru þeir tregir til. Lífeyrissjóðir fengu heimild til að flytja þó nokkra fjármuni úr landi, en hafa farið sér hægt vegna óvissu og lágra vaxta í löndunum í kringum okkur. Til þessa hafa þeir ekki nýtt alla þá heimild sem þeim stóð til boða. Til lengri tíma ættu þeir þó að nýta tækifæri til að dreifa áhættu sinni. Þetta er staða sem engan hefði órað fyrir, þó ekki sé litið lengra um öxl en til þriggja til fimm ára. Ef raunin af slökun haftanna nú verður sú að fé leiti lítið úr landinu er einboðið að stíga frekari skref og afnema höft að fullu. Að óbreyttu bendir flest til þess að krónan muni halda áfram að styrkjast næsta árið sem kann að reyna á samkeppnis- og útflutningsgreinar. Ástandið nú minnir um margt á upphafsár útrásar íslenskra fyrirtækja. Hagsveifla hér var meiri en í nágrannalöndum og fjármunamyndun og aðgengi að lánsfé opnaði mikil tækifæri fyrir fjárfesta. Mikil skuldsetning fjárfestinga gaf vel af sér, en því miður hélst skuldsetning há sem leiddi til þess að stór hluti eiginfjár einkafjárfesta tapaðist. Ekki er að efa að tækifæri munu opnast á ný og þá er mikilvægt að nýta lærdóm síðustu uppsveiflu. Hann er í stuttu máli sá að vera klæddur fyrir rysjótt veður og ganga hægt um gleðinnar dyr.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun
Alþingi samþykkti í gær frumvarp um gjaldeyrisviðskipti sem kynnt voru fyrir nokkru. Ný lög eru mikilvægt skref á þeirri vegferð að landið verði aftur þátttakandi í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Með lögunum eru heimildir Íslendinga til að dreifa áhættu sinni út fyrir íslenska hagkerfið rýmkaðar verulega. Seðlabankinn hefur þó enn mikil völd og getur fylgst náið með gjaldeyrisviðskiptum almennings og fyrirtækja. Þegar gjaldeyrishöft voru sett á óttuðust margir að því lengur sem þau vörðu, því fleiri hefðu af því hagsmuni að þau væru um kyrrt. Sem betur fer virðist sú hætta að baki og almenn sátt um að landið eigi að haga málum sínum með þeim hætti að það sé fullur þátttakandi í heimsviðskiptum. Ein af stoðum EES-samningsins er frjálst flæði fjármagns og enda þótt það kunni enn um sinn að vera draumórar að við uppfyllum öll skilyrði þess samnings þá eru ný gjaldeyrislög mikilvægt skref í þá átt. Við losun hafta hefur mögulegur fjármagnsflótti verið mesta ógnin. Nú er staðan sú að Seðlabankinn situr á miklum gjaldeyrisforða og jöfnuður við umheiminn er með þeim hætti að margir gætu öfundað okkur af. Hagvöxtur er mikill og hann hefur verið drifinn áfram af gjaldeyrisskapandi grein eins og ferðaþjónustunni. Allar hirslur eru að fyllast af gjaldeyri og staða á alþjóðamörkuðum er þannig að þó mönnum bjóðist að fara eru þeir tregir til. Lífeyrissjóðir fengu heimild til að flytja þó nokkra fjármuni úr landi, en hafa farið sér hægt vegna óvissu og lágra vaxta í löndunum í kringum okkur. Til þessa hafa þeir ekki nýtt alla þá heimild sem þeim stóð til boða. Til lengri tíma ættu þeir þó að nýta tækifæri til að dreifa áhættu sinni. Þetta er staða sem engan hefði órað fyrir, þó ekki sé litið lengra um öxl en til þriggja til fimm ára. Ef raunin af slökun haftanna nú verður sú að fé leiti lítið úr landinu er einboðið að stíga frekari skref og afnema höft að fullu. Að óbreyttu bendir flest til þess að krónan muni halda áfram að styrkjast næsta árið sem kann að reyna á samkeppnis- og útflutningsgreinar. Ástandið nú minnir um margt á upphafsár útrásar íslenskra fyrirtækja. Hagsveifla hér var meiri en í nágrannalöndum og fjármunamyndun og aðgengi að lánsfé opnaði mikil tækifæri fyrir fjárfesta. Mikil skuldsetning fjárfestinga gaf vel af sér, en því miður hélst skuldsetning há sem leiddi til þess að stór hluti eiginfjár einkafjárfesta tapaðist. Ekki er að efa að tækifæri munu opnast á ný og þá er mikilvægt að nýta lærdóm síðustu uppsveiflu. Hann er í stuttu máli sá að vera klæddur fyrir rysjótt veður og ganga hægt um gleðinnar dyr.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun