Ingunn úlnliðsbrotin og Ingibjörg rifbeinsbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:13 Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir. Vísir/Anton Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira