Ingunn úlnliðsbrotin og Ingibjörg rifbeinsbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:13 Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir. Vísir/Anton Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
Gunnhildur Hansdóttir ræddi við þjálfara Skallagríms og Grindavíkur eftir leik liðanna í Borgarnesi í kvöld í þriðju umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Nýliðar Skallagríms unnu leikinn með átta stiga mun og hafa þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum. Þetta var hinsvegar annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Grindavík er búið að missa tvær landsliðskonur í meiðsli. Bakverðirnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir, sem spiluðu báðar síðasta A-landsleik, voru ekki með í leiknum í Borgarnesi í kvöld. Bæði lið byrjuðu leikinn vel og skiptust á forystunni fyrstu mínúturnar en góð byrjun hjá Skallagrímskonum í öðrum leikhluta kom þeim í ágætis stöðu í hálfleik, 41-37. Í seinni hálfleik bættu Skallagrímskonur enn meira í og komust mest í 12 stiga forustu. Sigurinn virtist aldrei vera í hættu og unnu þær sannfærandi sigur 80-72Björn Steinar: Mjög sáttur með frammistöðu leikmanna Björn Steinar Brynjólfsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með frammistöðu sinna leikmanna þrátt fyrir tap í Fjósinu í kvöld. „Ég er ótrúlega ánægður með allar stelpurnar hérna í kvöld og hvernig þær lögðu sig fram, ég get eiginlega ekki beðið um meira en það. Svo erum við með tvo landsliðsmenn sem eru ekki með okkur, Ingunn er úlnliðsbrotin og Ingibjörg er rifbeinsbrotin. Þess vegna er ég mjög sáttur með frammistöðu leikmanna hér í kvöld og eins og ég segi, þá get ég bara ekki beðið um meira,“ sagði Björn Steinar. Skallagrímur náði mest 12 stiga forystu í seinni hálfleik en þið virtust ætla að skjóta ykkur inn í leikinn? „Þetta datt aðeins niður hjá okkur í þriðja leikhluta, fórum að taka ótímabær skot. Ég tók bara eitt leikhlé til að róa þær aðeins niður, eftir það náðum við að saxa aftur á þær of fórum úr 10 stiga mun yfir í 5 stiga mun, það vantaði bara aðeins uppá til að leikurinn félli okkar megin en svo fór sem fór.”Manuel Angel Rodriguez: Ánægður með stigin tvö „Þetta er mikilvægur sigur, Grindavík er með mjög gott lið, góða leikmenn og þjálfara og ég er ánægður að fá tvö stig hér í kvöld. Samt sem áður er margt sem má laga og við munum halda áfram að bæta okkur. Ég vil líka þakka öllum áhorfendum fyrir stuðninginn hér kvöld,“ sagði Manuel Angel Rodriguez, þjálfari Skallagríms. Tavelyn heldur áfram að eiga góða leiki fyrir Skallagrím og er framúrskarandi leikmaður. Finnst þér vanta meira framlag frá öðrum leikmönnum? „Já, hún er virkilega góður körfuboltamaður, mikill skotmaður, gefur góðar sendingar og spilar góðan varnarleik líka. Ég tel að hún hafi góð áhrif á sína liðsmenn og hvetji þá til að skora meira og sækja fráköst. Ég held að með tímanum þá sýnir það sig á tölfræðinni en ég er ekkert að stressa mig á því,“ sagði Manuel Angel Varstu einhvern tímann með áhyggjur af sigrinum? „Já ég hafði áhyggjur. Við þurfum að bæta okkur í að halda góðum takti allan leikinn og vera með hausinn í leiknum. Við missum yfirleitt forskotið þegar við förum að pæla í öðrum hlutum eins og dómurum eða skotum sem fóru ekki ofan í. Það er það sem verður okkur að falli en við lögum það bara á æfingum og við munum halda áfram að æfa og æfa og verða betri,“ sagði Manuel Angel Sigur á móti Snæfell, tap á móti Stjörnunni og svo aftur sigur hér á móti Grindavík. Það geta allir unnið alla þetta tímabil, eða hvað? „Ég er mjög ánægður hvað deildin er jöfn og liðin líka. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil og sérstaklega fyrir körfuboltastuðningsmenn, ekkert nema spenna eftir spenna á öllum leikjum,“ sagði Manuel Angel að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira