Kókaínið og þunglyndið hafði betur gegn Fury sem gefur frá sér beltin Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 09:45 Tyson Fury er ekki lengur handhafi beltanna. vísir/getty Hnefaleikakappinn Tyson Fury er búinn að gefa frá sér WBO og WBA-heimsmeistaratitlana sem hann vann á síðasta ári þegar hann hafði betur gegn Wladimir Klitschko. Hann hefur ekki barist síðast og tvisvar sinnum hætt við endurkomu þegar búið var að skipuleggja næsta bardaga. Þessi 28 ára gamli Breti er búinn að viðurkenna að hann neytir kókaíns til að hjálpa sér að glíma við þunglyndi en Fury gæti misst hnefaleikaleyfið sitt síðar í dag þegar úrskurður breska hnefaleikasambandsins í máli hans liggur fyrir.Sjá einnig:„Ég er ekki íþróttamaður - bara feitur maður“ „Ég hef nú aðra stóra baráttu í mínu lífi og rétt eins og gegn Klitschko mun ég hafa betur. Það er betra fyrir hnefaleikana og bara sanngjarnt að ég gefi frá mér beltin,“ segir Fury í yfirlýsingu sem birtist í morgun. „Ég vann þessa titla í hringnum og mér finnst að þeir eigi að tapast í hringnum. Ég get aftur á móti ekki varið þá á þessari stundu og því tók ég þessa erfiðu ákvörðun að losa mig við heimsmeistaratitlana sem ég elska.“ Fury átti hvort sem er í hættu á að missa beltin en bæði WBO og WBA voru búin að hóta því að taka þau aftur þar sem Fury var ekki búinn að berjast í tæpt ár og hætta tvisvar sinnum við að verja titlana sína. Aðeins eru tíu dagar síðan Fury sagðist vera hættur í hnefaleikum á Twitter. Hann hefur átt mjög erfitt undanfarna daga, meðal annars glímt við geðræn vandamál, og sagði í viðtali við Rolling Stone að vonandi myndi einhver drepa hann áður en hann myndi fremja sjálfsmorð. Box Tengdar fréttir Fury var bara að grínast Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury. 4. október 2016 17:00 Fury gæti misst hnefaleikaleyfið Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun. 5. október 2016 16:00 Fury hættur og drullar yfir hnefaleika Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter. 3. október 2016 13:30 Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí. 5. október 2016 07:31 Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál. 6. október 2016 07:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Hnefaleikakappinn Tyson Fury er búinn að gefa frá sér WBO og WBA-heimsmeistaratitlana sem hann vann á síðasta ári þegar hann hafði betur gegn Wladimir Klitschko. Hann hefur ekki barist síðast og tvisvar sinnum hætt við endurkomu þegar búið var að skipuleggja næsta bardaga. Þessi 28 ára gamli Breti er búinn að viðurkenna að hann neytir kókaíns til að hjálpa sér að glíma við þunglyndi en Fury gæti misst hnefaleikaleyfið sitt síðar í dag þegar úrskurður breska hnefaleikasambandsins í máli hans liggur fyrir.Sjá einnig:„Ég er ekki íþróttamaður - bara feitur maður“ „Ég hef nú aðra stóra baráttu í mínu lífi og rétt eins og gegn Klitschko mun ég hafa betur. Það er betra fyrir hnefaleikana og bara sanngjarnt að ég gefi frá mér beltin,“ segir Fury í yfirlýsingu sem birtist í morgun. „Ég vann þessa titla í hringnum og mér finnst að þeir eigi að tapast í hringnum. Ég get aftur á móti ekki varið þá á þessari stundu og því tók ég þessa erfiðu ákvörðun að losa mig við heimsmeistaratitlana sem ég elska.“ Fury átti hvort sem er í hættu á að missa beltin en bæði WBO og WBA voru búin að hóta því að taka þau aftur þar sem Fury var ekki búinn að berjast í tæpt ár og hætta tvisvar sinnum við að verja titlana sína. Aðeins eru tíu dagar síðan Fury sagðist vera hættur í hnefaleikum á Twitter. Hann hefur átt mjög erfitt undanfarna daga, meðal annars glímt við geðræn vandamál, og sagði í viðtali við Rolling Stone að vonandi myndi einhver drepa hann áður en hann myndi fremja sjálfsmorð.
Box Tengdar fréttir Fury var bara að grínast Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury. 4. október 2016 17:00 Fury gæti misst hnefaleikaleyfið Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun. 5. október 2016 16:00 Fury hættur og drullar yfir hnefaleika Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter. 3. október 2016 13:30 Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí. 5. október 2016 07:31 Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál. 6. október 2016 07:30 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Fury var bara að grínast Það er eitthvað furðulegt að gerast hjá þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury. 4. október 2016 17:00
Fury gæti misst hnefaleikaleyfið Þungavigtarmeistarinn Tyson Fury mun væntanlega missa hnefaleikaleyfið sitt í kjölfar þess að hann viðurkenndi kókaínnotkun. 5. október 2016 16:00
Fury hættur og drullar yfir hnefaleika Þungarvigtarmeistarinn Tyson Fury tilkynnti að hann væri hættur í hnefaleikum með afar dónalegum hætti á Twitter. 3. október 2016 13:30
Verð vonandi drepinn áður en ég frem sjálfsmorð Staðan á þungavigtarmeistaranum í hnefaleikum, Tyson Fury, er ekki góð. Hann hefur glímt við geðræn vandamál í mörg ár og hefur ekki æft síðan í maí. 5. október 2016 07:31
Vantar sjóð til að borga fyrir sálfræðiþjónustu Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum vill að hnefaleikasambönd heimsins stofni sjóð sem geti hjálpað hnefaleikaköppum sem eru að glíma við andleg vandamál. 6. október 2016 07:30