Tesla slær Benz, Audi og BMW við í sölu stórra lúxusbíla vestra Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2016 09:56 Tesla Model S. Í flokki stórra lúxusbíla, svo sem Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og A7, BMW-7 línunnar og Tesla Model S er lang mest sala í Tesla Model S í Bandaríkjunum. Tesla náði að selja meira af Model S bílnum en allir þýsku lúxusbílasalarnir til samans á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tesla seldi alls 9.156 Model S bíla á meðan Mercedes Benz seldi 3.138 S-Class bíla, BMW 3.634 7-línu bíla og Audi 1.532 A8 og A7 bíla. Aðeins Tesla Model S og BMW 7-línan seldust meira á þriðja ársfjórðungi þessa árs en í fyrra af þessum bílum. Sala Tesla Model S jókst um 59% á milli ára. Tesla telst með 34% markaðshlutdeild í þessum flokki bíla í Bandaríkjunum, en BMW 14%. BMW hefur reyndar aukið sölu sína á milli ára um heil 219% í 7-línu bíl sínum, enda er stutt síðan hann kom fram af nýrri kynslóð. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent
Í flokki stórra lúxusbíla, svo sem Mercedes Benz S-Class, Audi A8 og A7, BMW-7 línunnar og Tesla Model S er lang mest sala í Tesla Model S í Bandaríkjunum. Tesla náði að selja meira af Model S bílnum en allir þýsku lúxusbílasalarnir til samans á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tesla seldi alls 9.156 Model S bíla á meðan Mercedes Benz seldi 3.138 S-Class bíla, BMW 3.634 7-línu bíla og Audi 1.532 A8 og A7 bíla. Aðeins Tesla Model S og BMW 7-línan seldust meira á þriðja ársfjórðungi þessa árs en í fyrra af þessum bílum. Sala Tesla Model S jókst um 59% á milli ára. Tesla telst með 34% markaðshlutdeild í þessum flokki bíla í Bandaríkjunum, en BMW 14%. BMW hefur reyndar aukið sölu sína á milli ára um heil 219% í 7-línu bíl sínum, enda er stutt síðan hann kom fram af nýrri kynslóð.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent