Fékk ekki atvinnuviðtal vegna fötlunar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2016 18:39 Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir, sem er hreyfihömluð og styðst við göngugrind, lauk námi í tómstunda og félagsmálafræði fyrir þremur árum og bjóst við að háskólagráðan myndi opna fyrir henni margar dyr á vinnumarkaði. En annað kom á daginn. „Í fyrstu tók ég fram í atvinnuumsóknum að ég sé hreyfihömluð. Ég sá ekki ástæðu til að fela það. En ég fékk engin viðbrögð,“ segir Hrafnhildur. Hún ákvað því að prófa að sleppa því að taka það fram að hún væri hreyfihömluð og lét menntun sína og reynslu duga á ferilskránni. „Þá fór síminn að hringja og stoppaði ekki í nokkra daga. Ég varð auðvitað mjög glöð en á sama tíma hissa, því þetta sýnir hvað fordómarnir eru virkilega miklir.“ Eftir að Hrafnhildur hætti að taka fram fötlun sína var hún til að mynda boðuð í atvinnuviðtal á leikskóla. Hún skrifar um samskipti sín við leikskólastjórann á síðunni Tabú.Þar segir hún frá því þegar leikskólastjórinn sá hana í viðtalsherberginu. „Hún virtist ósátt og vonsvikin. Að auki sagði hún að það væri synd að ég gæti ekki nýtt þessa fínu menntun mína. Ég skil ekki enn í dag hvað hún átti við.“ Eins og Hrafnhildur lýsir í pistli sínum á Tabú var það fyrsta sem leikskólastjórinn sagði við Hrafnhildi að hún hefði ekki boðið hana í viðtal ef hún hefði vitað að hún væri fötluð. Í lögum um málefni fatlaðs fólks segir að fatlað fólk skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra umsækjenda. Samt sem áður er aðeins þriðjungur fatlaðs fólks á vinnumarkaði. En ætti fólk að taka fram fötlun sína í atvinnuumsókn? „Nei, það finnst mér ekki. Það ætti að vera óþarfi því það má ekki útiloka þig vegna fötlunar.“Embla segist vita um marga sem eiga erfitt með að fara á vinnumarkaðvísir/skjáskot Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú, segir ljóst að það sé erfiðara fyrir fatlað fólk að fá vinnu. Síðasta sumar hafi hún setið með hópi kvenna, sem allar voru fatlaðar en engin hafði fengið sumarvinnu. „Einfaldlega því þær fengu engin svör, engin viðtöl eða tækifæri. Ég horfði yfir hópinn og furðaði mig á þessu. Það var svo mikil þekking í hópnum og hæfileikum. Mér fannst sorglegt að við sætum þarna á kaffihúsi i stað þess að nýta þekkingu okkar úti í samfélaginu á vinnumarkaði.“ Embla segir samfélagið alltaf skoða úrræði og endurhæfingu fyrir fatlað fólk í stað þess að horft sé í augu við beina fordóma vinnumarkaðarins. Það þurfi að breyta viðhorfum og skilningi fyrir að fötlun sé hluti af margbreytileika samfélagsins. „Lausnin felst í að breyta viðhorfum og að samfélagið reyni að skilja að fötlun er bara hluti af margbreytileika samfélagsins. Fatlað fólk getur með reynslu sinni og þekkingu komið með nýja sýn á atvinnumarkaðinn – það er ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt. Því fatlað fólk er hluti af samfélaginu og við eigum þetta samfélag saman,“ segir Embla.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira