Sport

Sólveig: Eins og gott að allar þessar þrotlausu æfingar skili sér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sólveig hefur verið í kvennaliðinu á undanförnum þremur Evrópumótum.
Sólveig hefur verið í kvennaliðinu á undanförnum þremur Evrópumótum. vísir/ingviþ
Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum sendu skýr skilaboð í undankeppninni á EM í Maribor í Slóveníu í kvöld.



Íslenska liðið stóð sig frábærlega í gólfæfingum sem skiluðu því 21,916 í einkunn. Aðeins Danir fengu hærri einkunn fyrir trampólínstökk en dýnustökkin gengu öllu verr eins og Sólveig Ásta Bergsdóttir, ein af þeim reyndustu í íslenska liðinu, viðurkenndi eftir keppnina í kvöld.

„Við gerðum nokkur mistök sem við erum ekki vanar að gera. Það var aðallega á dýnunni en við erum sterkasta liðið á dýnunni hérna. Við eigum mikið inni fyrir laugardaginn,“ sagði Sólveig í samtali við Vísi. Hún kvaðst þó ánægð með hversu vel gólfæfingarnar heppnust.

„Auðvitað erum við ánægðar. Við erum með erfiðleika sem ekkert kvennalið hérna er með. Það er eins gott að allar þessar þrotlausu æfingar skili sér,“ sagði Sólveig sem varð Evrópumeistari 2012 og var svo í silfurliðinu á heimavelli tveimur árum síðar.

Hún segir að íslenska liðið ætli sér að vinna til gullverðlauna á EM.

„Það er engin spurning, við ætlum að koma með gullið heim,“ sagði Sólveig að lokum.


Tengdar fréttir

Eins og þegar Barcelona og Real Madrid koma saman

Kvennalandsliðið stígur á svið á EM í hópfimleikum í Slóveníu í dag. Ísland vann gull á EM 2010 og 2012 og ein skærasta stjarna liðsins þjálfar það í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×