Viðskipti erlent

Gengi pundsins lækkað um 4%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Skortur á Marmite smyrju hefur valdið ólgu í Bretlandi.
Skortur á Marmite smyrju hefur valdið ólgu í Bretlandi. vísir/epa
Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi pundsins lækkað um fjögur prósent á einni vikur úr 1,266 gagnvart dollar í 1,22. Gengi pundsins tók dýfu sex daga í röð

Í gær vöktu deilur milli Tesco verslunarkeðjunnar og Unilever ólgu á breskum hlutabréfamarkaði.

Tesco er í verðstríði við byrgi sinn Unilever. Tesco hefur tekið úr sölu Marmite, PG Tips (te) og Ben & Jerry‘s ís svo eitthvað sé nefnt á vefsíðu sinni, og einnig eru litlar byrgðir af þeim vörum í verslunum Tesco. Unilever vill hækka verð á vörum sínum um tíu prósent, en Tesco vill ekki hækka verð sitt gagnvart viðskiptavinum sem gætu þó farið að versla annars staðar.

Gengi pundsins hefur fallið töluvert gagnvart krónunni að undanförnu og mældist um eftirmiðdaginn í gær 139,47.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×