Sjáðu ofurstökk Kolbrúnar Þallar | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2016 21:51 Stjörnustúlkan Kolbrún Þöll Þorradóttir frumsýndi í kvöld nýtt stökk á EM í hópfimleikum sem fer fram í slóvensku borginni Maribor. Hin 16 ára Kolbrún Þöll bauð upp á sannkallað ofurstökk á trampólíni; tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Þetta flókna stökk heppnaðist þótt Kolbrún hafi ekki náð að negla lendinguna. „Ég var að gera stökk sem engin kona hefur framkvæmt á stórmóti. Ég gerði það á unglingamóti heima og það gekk vel,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við Vísi eftir að kvennaliðið hafði klárað æfingar sínar í undankeppninni.Ísland fékk í heildina 56,016 í einkunn og varð efst í undankeppninni. Kolbrún Þöll segir að íslenska liðið ætli að toppa á laugardaginn þegar úrslitin fara fram. „Þetta gekk ágætlega verð ég að segja. Dansinn var rosa góður en við eigum eitthvað inni á dýnu, það voru nokkur föll þar. En við erum með háan erfiðleikaþröskuld á dýnu og við ætlum að sýna hvað við getum á laugardaginn. Það er ekkert hægt að toppa í dag, við ætlum að toppa á laugardaginn,“ sagði þessi efnilega fimleikakona.Umrætt stökk Kolbrúnar Þallar má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má svo sjá keppnina í kvennaflokki í heild sinni. Trampólínæfingar íslenska liðsins hefjast á 1:07:38. Í þriðju og síðustu umferðinni framkvæmir hún annað ofurstökk; yfirslag með þremur og hálfri skrúfu af hesti. Fimleikar Tengdar fréttir Eins og þegar Barcelona og Real Madrid koma saman Kvennalandsliðið stígur á svið á EM í hópfimleikum í Slóveníu í dag. Ísland vann gull á EM 2010 og 2012 og ein skærasta stjarna liðsins þjálfar það í dag. 13. október 2016 06:00 Kvennaliðið efst í undankeppninni Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. 13. október 2016 18:00 Sólveig: Eins og gott að allar þessar þrotlausu æfingar skili sér Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum sendu skýr skilaboð í undankeppninni á EM í Maribor í Slóveníu í kvöld. 13. október 2016 20:39 Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Blandað lið Íslands komst nú rétt í þessu í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu. 13. október 2016 15:50 Nákvæmlega staðurinn sem við viljum vera á Blandað lið Íslands er komið í úrslit á EM í hópfimleikum. 13. október 2016 16:28 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Stjörnustúlkan Kolbrún Þöll Þorradóttir frumsýndi í kvöld nýtt stökk á EM í hópfimleikum sem fer fram í slóvensku borginni Maribor. Hin 16 ára Kolbrún Þöll bauð upp á sannkallað ofurstökk á trampólíni; tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Þetta flókna stökk heppnaðist þótt Kolbrún hafi ekki náð að negla lendinguna. „Ég var að gera stökk sem engin kona hefur framkvæmt á stórmóti. Ég gerði það á unglingamóti heima og það gekk vel,“ sagði Kolbrún Þöll í samtali við Vísi eftir að kvennaliðið hafði klárað æfingar sínar í undankeppninni.Ísland fékk í heildina 56,016 í einkunn og varð efst í undankeppninni. Kolbrún Þöll segir að íslenska liðið ætli að toppa á laugardaginn þegar úrslitin fara fram. „Þetta gekk ágætlega verð ég að segja. Dansinn var rosa góður en við eigum eitthvað inni á dýnu, það voru nokkur föll þar. En við erum með háan erfiðleikaþröskuld á dýnu og við ætlum að sýna hvað við getum á laugardaginn. Það er ekkert hægt að toppa í dag, við ætlum að toppa á laugardaginn,“ sagði þessi efnilega fimleikakona.Umrætt stökk Kolbrúnar Þallar má sjá í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má svo sjá keppnina í kvennaflokki í heild sinni. Trampólínæfingar íslenska liðsins hefjast á 1:07:38. Í þriðju og síðustu umferðinni framkvæmir hún annað ofurstökk; yfirslag með þremur og hálfri skrúfu af hesti.
Fimleikar Tengdar fréttir Eins og þegar Barcelona og Real Madrid koma saman Kvennalandsliðið stígur á svið á EM í hópfimleikum í Slóveníu í dag. Ísland vann gull á EM 2010 og 2012 og ein skærasta stjarna liðsins þjálfar það í dag. 13. október 2016 06:00 Kvennaliðið efst í undankeppninni Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. 13. október 2016 18:00 Sólveig: Eins og gott að allar þessar þrotlausu æfingar skili sér Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum sendu skýr skilaboð í undankeppninni á EM í Maribor í Slóveníu í kvöld. 13. október 2016 20:39 Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Blandað lið Íslands komst nú rétt í þessu í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu. 13. október 2016 15:50 Nákvæmlega staðurinn sem við viljum vera á Blandað lið Íslands er komið í úrslit á EM í hópfimleikum. 13. október 2016 16:28 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Sjá meira
Eins og þegar Barcelona og Real Madrid koma saman Kvennalandsliðið stígur á svið á EM í hópfimleikum í Slóveníu í dag. Ísland vann gull á EM 2010 og 2012 og ein skærasta stjarna liðsins þjálfar það í dag. 13. október 2016 06:00
Kvennaliðið efst í undankeppninni Öll fjögur liðin sem Ísland sendi til leiks á EM í hópfimleikum eru komin í úrslit. 13. október 2016 18:00
Sólveig: Eins og gott að allar þessar þrotlausu æfingar skili sér Stelpurnar í íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum sendu skýr skilaboð í undankeppninni á EM í Maribor í Slóveníu í kvöld. 13. október 2016 20:39
Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Blandað lið Íslands komst nú rétt í þessu í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu. 13. október 2016 15:50
Nákvæmlega staðurinn sem við viljum vera á Blandað lið Íslands er komið í úrslit á EM í hópfimleikum. 13. október 2016 16:28