Sport

„Við erum Evrópumeistarar í dansi“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi með bronsmedalíuna sína.
Helgi með bronsmedalíuna sína. vísir/ingviþ
„Við getum verið rosalega stolt af þessu, ég bjóst ekki við því að myndum ná þessu í þetta skipti en við negldum þetta,“ sagði Helgi Laxdal Aðalgeirsson í blandaða liði Íslands í unglingaflokki.

Blandaða liðið vann fyrr í dag til bronsverðlauna á EM í hópfimleikum í slóvensku borginni Maribor.

Íslenska liðinu tókst ekki nógu vel upp í dansinum sem það fékk aðeins 15,500 fyrir í einkunn. Dansinn gekk hins vegar frábærlega og skilaði 21,783 í einkunn.

„Við þurftum að negla dansinn sem er ógeðslega erfitt. En við náðum því sem er ótrúlegt. Við erum Evrópumeistarar í dansi,“ sagði Helgi kátur.

Fyrir mótið stefndi íslenska liðið á 3. sætið og náði því markmiði sínu.

„Markmiðið var að lenda í 3. sæti og við náðum því. Við vorum svolítið stressuð að reyna að halda því allan tímann en við náðum því. Þetta er æðislegur hópur,“ sagði Helgi að lokum.


Tengdar fréttir

Gott að byrja í þessu liði

Eftir farsælan feril í áhaldafimleikum ákvað Norma Dögg Róbertsdóttir að söðla um og færði sig yfir í hópfimleika þar sem hún finnur sig vel. Hún hjálpaði blandaða liðinu að tryggja sig inn í úrslitin á EM í gær.

Stelpurnar tóku gullið

Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×