Sport

Andrea Sif og Kolbrún Þöll í úrvalsliðinu annað Evrópumótið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/ernir/steinunn anna/ingviþ
Ísland á þrjá fulltrúa í úrvalsliði EM 2016 í hópfimleikum sem var opinberað á lokahófi mótsins í gær.

Þetta eru þær Andrea Sif Pétursdóttir, Kolbrún Þöll Þorradóttir og Valgerður Sigfinnsdóttir.

Stjörnustelpurnar Andrea Sif og Kolbrún Þöll voru einnig í úrvalsliði EM 2014 sem var haldið á Íslandi.

Ísland átti einnig þrjá fulltrúa í því liði en auk Andreu Sifjar og Kolbrúnar Þallar var Sólveig Bergsdóttir valin í úrvalsliðið 2014.

Íslenska kvennaliðið endaði í 2. sæti á EM í Maribor í Slóveníu sem lauk í gær. Líkt og á Íslandi fyrir tveimur árum tóku Svíar gullið í kvennaflokki.

Ísland sendi fjögur lið til leiks á EM í Maribor og þau komust öll á verðlaunapall. Stúlknaliðið vann til gullverðlauna, kvennaliðið silfur og blönduðu liðin brons.

Icelandic All Star Team #teamgym2016 #em16 #teamisland #underarmouriceland

A photo posted by Stjarnan TeamGym (@stjarnanteamgym) on


Tengdar fréttir

Glódís: Okkur langaði efst á pallinn

Glódís Guðgeirsdóttir kláraði að keppa á sínu fjórða Evrópumóti í dag. Á þessum fjórum mótum sem hún hefur verið hluti af kvennaliði Íslands hefur það aldrei lent neðar en í 2. sæti.

"Komum við ennþá hungraðri á næsta EM“

Valgerður Sigfinnsdóttir bar sig vel eftir að íslenska kvennaliðið rétt missti af gullverðlaunum í hendur Svía, annað Evrópumótið í hópfimleikum í röð.

Nýja stjarnan með ofurstökkin

Kolbrún Þöll Þorradóttir er ein bjartasta vonin í íslenskum fimleikum. Þessi 16 ára Garðbæingur er sú yngsta í íslenska kvennaliðinu sem ætlar sér að vinna til gullverðlauna á EM í hópfimleikum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×