FA gæti haft samband við Mourinho vegna ummæla um Taylor Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 16:03 Jose Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United. vísir/getty Jose Mourinho gæti verið í vandræðum vegna ummæla sinna um dómarann Anthony Taylor sem dæmir leik Liverpool og Manchester United annað kvöld. Anthony Taylor mun halda á flautunni þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Taylor er búsettur í nágrenni Old Trafford, sem er heimavöllur United, og það vakti athygli í umræðu um leikinn í vikunni. Fyrrum dómarinn Keith Hacket sagði til dæmis að sú staðreynd að Taylor sé búsettur svo nálægt Old Trafford setti á hann auka pressu fyrir leikinn. Taylor dæmir fyrir utandeildarliðið Altrincham. Nú hefur Mourinho blandað sér í umræðuna og vill meina að erfitt verði fyrir Taylor að dæma vel í leiknum á morgun. „Ég hef skoðun á málinu en ég hef lært mína lexíu eftir að hafa verið svo oft refsað fyrir hvað ég segi, þannig að ég vil ekki tjá mig um þetta,“ sagði Mourinho en bætti þó við. „Mér finnst herra Taylor vera mjög góður dómari en ég held að það sé einhver vísvitandi að setja pressu á hann og ég held að það verði erfitt fyrir hann að sýna góða frammistöðu.“ Þessi ummæli gætu komið Mourinho í vandræði því samkvæmt reglum FA mega leikmenn eða þjálfarar ekki tjá sig um dómara fyrir leiki á hátt sem gæti haft áhrif á þeirra störf. Þessar reglur voru settar árið 2009. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið að skoða ummæli Mourinho og munu hafa samband við knattspyrnustjórann til að athuga hvort rannsaka þurfi málið frekar. Leikur Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19:00 annað kvöld. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira
Jose Mourinho gæti verið í vandræðum vegna ummæla sinna um dómarann Anthony Taylor sem dæmir leik Liverpool og Manchester United annað kvöld. Anthony Taylor mun halda á flautunni þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Taylor er búsettur í nágrenni Old Trafford, sem er heimavöllur United, og það vakti athygli í umræðu um leikinn í vikunni. Fyrrum dómarinn Keith Hacket sagði til dæmis að sú staðreynd að Taylor sé búsettur svo nálægt Old Trafford setti á hann auka pressu fyrir leikinn. Taylor dæmir fyrir utandeildarliðið Altrincham. Nú hefur Mourinho blandað sér í umræðuna og vill meina að erfitt verði fyrir Taylor að dæma vel í leiknum á morgun. „Ég hef skoðun á málinu en ég hef lært mína lexíu eftir að hafa verið svo oft refsað fyrir hvað ég segi, þannig að ég vil ekki tjá mig um þetta,“ sagði Mourinho en bætti þó við. „Mér finnst herra Taylor vera mjög góður dómari en ég held að það sé einhver vísvitandi að setja pressu á hann og ég held að það verði erfitt fyrir hann að sýna góða frammistöðu.“ Þessi ummæli gætu komið Mourinho í vandræði því samkvæmt reglum FA mega leikmenn eða þjálfarar ekki tjá sig um dómara fyrir leiki á hátt sem gæti haft áhrif á þeirra störf. Þessar reglur voru settar árið 2009. Samkvæmt frétt Sky Sports er enska knattspyrnusambandið að skoða ummæli Mourinho og munu hafa samband við knattspyrnustjórann til að athuga hvort rannsaka þurfi málið frekar. Leikur Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19:00 annað kvöld.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira