Vinstrimiðjustjórn er líklegust Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2016 06:00 Stjórnarandstaðan í þinghúsinu í kjölfar breytinga á ríkisstjórninni í vor. vísir/ernir Samsteypustjórn núverandi minnihlutaflokka á Alþingi er líklegasta stjórnarmynstrið í kortunum nú tíu dögum fyrir kjördag. Hafna þeir samstarfi við núverandi stjórnarmeirihluta og viðræður eru farnar af stað milli flokka um samstarfsfleti.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist í Facebook-færslu í gærkvöld Viðreisn tilbúna í viðræður eftir kosningar. „Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för,“ skrifaði Benedikt. Augljóst væri að Viðreisn blási „ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt leitt ef Viðreisn vilji að því leyti vinstristjórn í landinu. „Fundurinn var mjög góður þó hann hafi aðeins verið tæpur klukkutími. Þar ræddum við saman um þessa fimm meginpunkta Pírata. Einnig ræddum við áherslur okkar Samfylkingarfólks í þessum kosningum. Það var góður andi á fundinum og það getur vel verið að við hittumst aftur fyrir kosningar og þá í stærri hópi,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um fund hennar og Pírata í gær. Oddný segir einnig að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ekki í myndinni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir lítinn ágreining milli Samfylkingar og Pírata í stórum málum og því einsýnt að flokkarnir haldi áfram að tala saman. „Þetta var mjög góður fundur. Það var ekki að merkja mikinn áherslumun í stóra samhenginu. Hins vegar er ekki hægt að segja með vissu hvernig þetta fer fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku,“ segir Smári. „Það er ekki búið að tímasetja næstu fundi en þeir verða vonandi haldnir sem fyrst.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/ernirBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á mánudaginn útspil Pírata dæmi um gamaldags klækjastjórnmál og til þess fallið að stýra atburðarásinni. Óttarr Proppé, formaður BF, segir hins vegar spjall milli stjórnarandstöðunnar núna aðeins vera framhald á því samtali sem hafi átt sér stað allt kjörtímabilið. „Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingartillögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því er þetta rökrétt framhald,“ segir Óttarr. Meirihluti margra flokka sé ekki erfitt verkefni. „Ég get ekki séð að það sé eitthvað að því að vera með marga flokka. Núna eru tveir flokkar í ríkisstjórn og þeir eru að gefast upp hvor á öðrum,“ segir Óttarr Proppé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00 Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Samsteypustjórn núverandi minnihlutaflokka á Alþingi er líklegasta stjórnarmynstrið í kortunum nú tíu dögum fyrir kjördag. Hafna þeir samstarfi við núverandi stjórnarmeirihluta og viðræður eru farnar af stað milli flokka um samstarfsfleti.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist í Facebook-færslu í gærkvöld Viðreisn tilbúna í viðræður eftir kosningar. „Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för,“ skrifaði Benedikt. Augljóst væri að Viðreisn blási „ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt leitt ef Viðreisn vilji að því leyti vinstristjórn í landinu. „Fundurinn var mjög góður þó hann hafi aðeins verið tæpur klukkutími. Þar ræddum við saman um þessa fimm meginpunkta Pírata. Einnig ræddum við áherslur okkar Samfylkingarfólks í þessum kosningum. Það var góður andi á fundinum og það getur vel verið að við hittumst aftur fyrir kosningar og þá í stærri hópi,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um fund hennar og Pírata í gær. Oddný segir einnig að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ekki í myndinni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir lítinn ágreining milli Samfylkingar og Pírata í stórum málum og því einsýnt að flokkarnir haldi áfram að tala saman. „Þetta var mjög góður fundur. Það var ekki að merkja mikinn áherslumun í stóra samhenginu. Hins vegar er ekki hægt að segja með vissu hvernig þetta fer fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku,“ segir Smári. „Það er ekki búið að tímasetja næstu fundi en þeir verða vonandi haldnir sem fyrst.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/ernirBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á mánudaginn útspil Pírata dæmi um gamaldags klækjastjórnmál og til þess fallið að stýra atburðarásinni. Óttarr Proppé, formaður BF, segir hins vegar spjall milli stjórnarandstöðunnar núna aðeins vera framhald á því samtali sem hafi átt sér stað allt kjörtímabilið. „Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingartillögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því er þetta rökrétt framhald,“ segir Óttarr. Meirihluti margra flokka sé ekki erfitt verkefni. „Ég get ekki séð að það sé eitthvað að því að vera með marga flokka. Núna eru tveir flokkar í ríkisstjórn og þeir eru að gefast upp hvor á öðrum,“ segir Óttarr Proppé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00 Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00
Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46
Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00