Nýi Toyota C-HR hýfður upp á Petersen svítuna Finnur Thorlacius skrifar 19. október 2016 15:53 Fólk hélt niðrí sér andanum þegar nýr C-HR frá Toyota var hífður upp á þaksvalir Petersen svítunnar í gærkveldi. Bíllinn mun þó ekki stoppa lengi við á þakinu en hann verður heiðursgestur á sérstakri forsýningu sem verður haldin annað kvöld á bílnum fyrir boðsgesti Toyota. Það var stór kranabíll sem notaður var til verksins og sjá má hvernig þetta var gert í meðfylgjandi myndskeiði. Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og sýndi Toyota bílinn í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum, en nú er hann kominn til Íslands. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. Toyota C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla. Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Fólk hélt niðrí sér andanum þegar nýr C-HR frá Toyota var hífður upp á þaksvalir Petersen svítunnar í gærkveldi. Bíllinn mun þó ekki stoppa lengi við á þakinu en hann verður heiðursgestur á sérstakri forsýningu sem verður haldin annað kvöld á bílnum fyrir boðsgesti Toyota. Það var stór kranabíll sem notaður var til verksins og sjá má hvernig þetta var gert í meðfylgjandi myndskeiði. Heimsbyggðin hefur aldrei verið ginkeyptari fyrir smáum jepplingum og nú og þeir bílaframleiðendur sem ekki nú þegar bjóða slíka bílgerð munu flestir gera það bráðlega. Söluaukning í þessum flokki er gríðarleg á milli ára og vestanhafs nemur hún 90%. Í þennan flokk bíla fellur einmitt nýjasta afurð Toyota, C-HR og sýndi Toyota bílinn í endanlegu útliti sínu á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum, en nú er hann kominn til Íslands. Jepplingurinn er svo til óbreyttur frá tilraunaútgáfunni, C-HR Concept. Toyota C-HR verður í boði sem tvinnbíll, auk hefðbundinnar brunahreyfilsútgáfu. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Toyota Prius. Þessi nýi bíll Toyota er á stærð við Nissan Juke, Honda HR-V og Mazda CX-3 og er einmitt ætlað að keppa um hylli kaupenda við þá bíla.
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent