Johnny Rotten kemur fram á Iceland Airwaves Kjartan Guðmundsson skrifar 20. október 2016 07:00 Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, áður Johnny Rotten úr pönksveitinni Sex Pistols, opnar íslenska Pönksafnið og kemur fram á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves. Vísir/Getty Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, sem var hér áður fyrr þekktur undir nafninu Johnny Rotten og er einn af helstu brautryðjendum pönksins, er væntanlegur hingað til lands í þeim tilgangi að opna nýtt Pönksafn í Bankastræti og lesa upp úr verkum sínum á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Lydon varð einn alræmdasti maður Bretlands um umtalaður víða um heim um miðjan áttunda áratug síðustu aldar þegar hann fór fyrir hljómsveitinni Sex Pistols, sem tókst ásamt fleiri pönksveitum að trylla breskan æskulýð, valda yfirvöldum áhyggjum og marka djúp spor í dægurtónlistarsöguna þrátt fyrir stuttan líftíma. Að neðan má sjá tónlistarmyndband Sex Pistols við lagið Anarchy in the U.K. Þegar Sex Pistols lagði upp laupana stofnaði Lydon aðra sveit, P.i.L., sem hann hefur starfrækt með hléum fram á þennan dag. P.i.L. sendi síðast frá sér plötu í fyrra, en auk þess hefur Lydon endurvakið Sex Pistols nokkrum sinnum, komið fram í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og ritað greinar og bækur, þar á meðal tvær ævisögur sem báðar hafa hlotið afbragðsdóma. Koma pönk-goðsins er hvalreki fyrir hið nýja Pönksafn Íslands sem verður opnað í gamla núllinu í Bankastræti miðvikudaginn 2. nóvember og býsna viðeigandi að slíkur frumkvöðull opni safnið. Í Airwords-dagskrá Iceland Airwaves í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 3. nóvember, sem byggir á samspili tals og tóna, kemur Lydon fram á eftir öðrum gömlum pönkara, Bubba Morthens, sem lék stórt hlutverk í íslensku pönkbylgjunni í kringum 1980.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Vísir/ErnirSkilaboð frá guði eða Satan Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, er spenntur fyrir komu Lydon til Íslands. Hann segist einmitt hafa verið að lesa nýlega ævisögu pönkarans þegar sú hugmynd kom upp að fá hann til landsins. „Þetta voru eins og skilaboð, annaðhvort frá guði eða Satan,“ segir Grímur og bætir við að sjálfur hafi hann tekið nokkuð virkan þátt í íslensku pönkbylgjunni upp úr 1980. „Ég kem úr því umhverfi. Ég hlustaði á pönk og ég var á Hlemmi. Ég var kannski ekki aðaltöffarinn á Hlemmi, en ég var þar og ég fór líka á aðra sýningu á kvikmyndinni Rokk í Reykjavík og fleira þar fram eftir götunum,“ segir Grímur. „Sex Pistols var frábær hljómsveit og breytti tónlistarsögunni varanlega og John Lydon er auðvitað stórmerkilegur maður. Okkur finnst ótrúlega gaman að fá hann á Iceland Airwaves. Ef einhver hafði áhrif á eitthvað þá var það þessi gaukur.“ Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni.Vísir/PjeturVeit ekkert hvað hann ætti að segja „Það er ekki hægt að finna frægari pönkara í heiminum en Johnny Rotten,“ segir poppfræðingurinn Dr. Gunni, en hann er einn þeirra sem unnið hafa að uppsetningu Íslenska Pönksafnsins upp á síðkastið ásamt Guðfinni Sölva Karlssyni, Þórdísi Claessen og Axel Hallkeli Jóhannessyni. John Lydon kemur til með að opna safnið í gamla núllinu í Bankastræti, kvennamegin, miðvikudaginn 2. október og Dr. Gunni segir að nú standi yfir lokafrágangur á safninu. Spurður hvort hann hlakki til að hitta gömlu pönk-hetjuna segist Dr. Gunni alltaf vera hálfkvíðinn þegar slíkir menn verða á vegi hans. „Ég efast um að ég muni hafa mig mikið í frammi,“ segir hann og hlær, og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann ætti svo sem að segja við Rotten. „Í viðtölum sem maður hefur séð við hann virðist hann fremur snöggur upp á lagið og ekkert sérstaklega viðkunnalegur, en svo er hann örugglega fínn gaur svona að tjaldabaki. Sex Pistols var auðvitað eitt af aðalböndunum þegar pönkið byrjaði, en á tímabili á 9. áratugnum þótti mér sveitin heldur slöpp. Ég er þó búinn að draga það allt til baka í dag, enda er Never Mind the Bollocks [eina breiðskífa Sex Pistols sem kom út á meðan sveitin var enn starfandi] skothelt pönkverk.“Að neðan má heyra viðtal við Johnny Rotten frá áttunda áratugnum. Airwaves Tengdar fréttir Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, sem var hér áður fyrr þekktur undir nafninu Johnny Rotten og er einn af helstu brautryðjendum pönksins, er væntanlegur hingað til lands í þeim tilgangi að opna nýtt Pönksafn í Bankastræti og lesa upp úr verkum sínum á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Lydon varð einn alræmdasti maður Bretlands um umtalaður víða um heim um miðjan áttunda áratug síðustu aldar þegar hann fór fyrir hljómsveitinni Sex Pistols, sem tókst ásamt fleiri pönksveitum að trylla breskan æskulýð, valda yfirvöldum áhyggjum og marka djúp spor í dægurtónlistarsöguna þrátt fyrir stuttan líftíma. Að neðan má sjá tónlistarmyndband Sex Pistols við lagið Anarchy in the U.K. Þegar Sex Pistols lagði upp laupana stofnaði Lydon aðra sveit, P.i.L., sem hann hefur starfrækt með hléum fram á þennan dag. P.i.L. sendi síðast frá sér plötu í fyrra, en auk þess hefur Lydon endurvakið Sex Pistols nokkrum sinnum, komið fram í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og ritað greinar og bækur, þar á meðal tvær ævisögur sem báðar hafa hlotið afbragðsdóma. Koma pönk-goðsins er hvalreki fyrir hið nýja Pönksafn Íslands sem verður opnað í gamla núllinu í Bankastræti miðvikudaginn 2. nóvember og býsna viðeigandi að slíkur frumkvöðull opni safnið. Í Airwords-dagskrá Iceland Airwaves í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 3. nóvember, sem byggir á samspili tals og tóna, kemur Lydon fram á eftir öðrum gömlum pönkara, Bubba Morthens, sem lék stórt hlutverk í íslensku pönkbylgjunni í kringum 1980.Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Vísir/ErnirSkilaboð frá guði eða Satan Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, er spenntur fyrir komu Lydon til Íslands. Hann segist einmitt hafa verið að lesa nýlega ævisögu pönkarans þegar sú hugmynd kom upp að fá hann til landsins. „Þetta voru eins og skilaboð, annaðhvort frá guði eða Satan,“ segir Grímur og bætir við að sjálfur hafi hann tekið nokkuð virkan þátt í íslensku pönkbylgjunni upp úr 1980. „Ég kem úr því umhverfi. Ég hlustaði á pönk og ég var á Hlemmi. Ég var kannski ekki aðaltöffarinn á Hlemmi, en ég var þar og ég fór líka á aðra sýningu á kvikmyndinni Rokk í Reykjavík og fleira þar fram eftir götunum,“ segir Grímur. „Sex Pistols var frábær hljómsveit og breytti tónlistarsögunni varanlega og John Lydon er auðvitað stórmerkilegur maður. Okkur finnst ótrúlega gaman að fá hann á Iceland Airwaves. Ef einhver hafði áhrif á eitthvað þá var það þessi gaukur.“ Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni.Vísir/PjeturVeit ekkert hvað hann ætti að segja „Það er ekki hægt að finna frægari pönkara í heiminum en Johnny Rotten,“ segir poppfræðingurinn Dr. Gunni, en hann er einn þeirra sem unnið hafa að uppsetningu Íslenska Pönksafnsins upp á síðkastið ásamt Guðfinni Sölva Karlssyni, Þórdísi Claessen og Axel Hallkeli Jóhannessyni. John Lydon kemur til með að opna safnið í gamla núllinu í Bankastræti, kvennamegin, miðvikudaginn 2. október og Dr. Gunni segir að nú standi yfir lokafrágangur á safninu. Spurður hvort hann hlakki til að hitta gömlu pönk-hetjuna segist Dr. Gunni alltaf vera hálfkvíðinn þegar slíkir menn verða á vegi hans. „Ég efast um að ég muni hafa mig mikið í frammi,“ segir hann og hlær, og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað hann ætti svo sem að segja við Rotten. „Í viðtölum sem maður hefur séð við hann virðist hann fremur snöggur upp á lagið og ekkert sérstaklega viðkunnalegur, en svo er hann örugglega fínn gaur svona að tjaldabaki. Sex Pistols var auðvitað eitt af aðalböndunum þegar pönkið byrjaði, en á tímabili á 9. áratugnum þótti mér sveitin heldur slöpp. Ég er þó búinn að draga það allt til baka í dag, enda er Never Mind the Bollocks [eina breiðskífa Sex Pistols sem kom út á meðan sveitin var enn starfandi] skothelt pönkverk.“Að neðan má heyra viðtal við Johnny Rotten frá áttunda áratugnum.
Airwaves Tengdar fréttir Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vilja gera vel við gangandi vegna Airwaves Von er á þúsundum gesta á tónleikahátíðina sem haldin verður í átjánda skipti í ár. 19. október 2016 10:11