Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 15:56 Ásmundur Einar Daðason er þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Pjetur Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. Ásmundur var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en að því er fram kemur á vef RÚV vandaði hann formanninum ekki kveðjurnar í ræðu sinni í dag. Í frétt RÚV kemur fram að Ásmundur hafi upphaflega ekki ætlað að tala á flokksþinginu en framganga Sigmundar Davíðs á fundi framkvæmdastjórnar í gær hafi hins vegar orðið til þess að hann ákvað að taka til máls á þinginu. Ásmundur hefur ekki mikið tjáð sig opinberlega um það sem gengið hefur á í flokknum en á flokksþinginu í dag lýsti hann upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins. Sigmundur Davíð hafi staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út, en eins og fjallað hefur verið um voru drög að dagskrá þingsins gagnrýnd þar sem ekki var gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sagði Ásmundur að á fundinum í gær hefðu orð eins og sáttavilji ekki komið í hug heldur orð eins og hroki og einræði.Nánar er fjallað um ræðu Ásmundar á vef RÚV. Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. Ásmundur var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins en að því er fram kemur á vef RÚV vandaði hann formanninum ekki kveðjurnar í ræðu sinni í dag. Í frétt RÚV kemur fram að Ásmundur hafi upphaflega ekki ætlað að tala á flokksþinginu en framganga Sigmundar Davíðs á fundi framkvæmdastjórnar í gær hafi hins vegar orðið til þess að hann ákvað að taka til máls á þinginu. Ásmundur hefur ekki mikið tjáð sig opinberlega um það sem gengið hefur á í flokknum en á flokksþinginu í dag lýsti hann upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins. Sigmundur Davíð hafi staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út, en eins og fjallað hefur verið um voru drög að dagskrá þingsins gagnrýnd þar sem ekki var gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sagði Ásmundur að á fundinum í gær hefðu orð eins og sáttavilji ekki komið í hug heldur orð eins og hroki og einræði.Nánar er fjallað um ræðu Ásmundar á vef RÚV.
Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30
Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52