Mikilvægi lífeyrismála Hafliði Helgason skrifar 5. október 2016 07:00 Nýjar tölur Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða sýna að kerfið hefur rétt verulega úr kútnum undanfarin ár. Fram kemur í Markaðnum í dag að almennir lífeyrissjóðir eiga 3,2% yfir skuldbindingum sínum í lok árs 2015. Við fall fjármálakerfisins misstu lífeyrissjóðir mikla eignir og margir þeirra þurftu í kjölfarið að skerða réttindi félagsmanna sinna. Nú hillir undir að einhverjir sjóðanna geti á næstu árum hækkað réttindi. Þetta er að sjálfsögðu háð því að ávöxtun á mörkuðum næstu árin verði sæmileg. Það var mikið gæfuspor á almennum vinnumarkaði að hefja sjóðasöfnun lífeyrissjóða. Íslendingar standa mun betur í þessum efnum en flestar nágrannaþjóðir okkar. Einn hluti kerfisins varð þó eftir. Það eru þeir sjóðir sem opinberir aðilar ábyrgjast. Skuldbinding ríkisins gagnvart framtíðar eftirlaunaþegum er yfir 500 milljarðar króna. Það eru fjárhæðir sem þarf að taka af skatttekjum framtíðar. Söfnunarkerfið hefur reynst vel og góð staða nú þrátt fyrir tiltölulega skamman tíma frá áföllum sýnir hversu skynsamlegt það var að hefja sjóðasöfnun. Gegnumstreymiskerfi eins og endurspeglast í hluta lífeyriskerfis opinberra starfsmanna er ávísun á vandræði. Sérstaklega þegar meðalaldur fer hratt hækkandi. Þar við bætist að það er ekki á vísan að róa með að ríkið verði tilbúið að greiða réttindi að fullu þegar ný kynslóð sem bera þarf stærri kynslóð eldriborgara á herðum sínum ræður lögum og lofum í samfélaginu. Það samkomulag sem náðist um að laga kerfi opinberra starfsmanna að almenna kerfinu er mikilvægt skref til að jafna stöðu og auka sveigjanleika á vinnumarkaði. Forystufólk stéttarfélaga hins opinbera á heiður skilinn fyrir framsýni í þeim efnum. Til lengri tíma er skynsamlegt að allir séu í sama kerfi. Það eru því nokkur vonbrigði að nú séu aðilar samkomulags sem horfir til framfara farnir að bakka eftir viðbrögð einstakra félaga. Kerfisbreytingin er mikilvæg og þættir sem snúa að kjörum einstakra félaga eru úrlausnarefni sem taka þarf til meðferðar í kjarasamningum. Í frétt Fréttablaðsins í dag bendir varaformaður fjárlaganefndar réttilega á að mikilvægt sé að ljúka málinu nú. Tafir fram yfir kosningar muni gera það að verkum að ekkert verði úr mikilvægri kerfisbreytingu. Áætlun um ríkisfjármál til lengri tíma takmarkar möguleika til að reka ríkið með halla. Það er gott og slíkur agi á rekstri ríkisins eykur trúverðugleika hagkerfisins og tryggir meiri stöðugleika. Á þessu ári getur ríkið lagt til þessa verkefnis á annað hundrað milljarða. Það er óvíst hvenær aftur verður lag til slíks. Því þarf að neyta meðan á nefinu stendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðun Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Nýjar tölur Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða sýna að kerfið hefur rétt verulega úr kútnum undanfarin ár. Fram kemur í Markaðnum í dag að almennir lífeyrissjóðir eiga 3,2% yfir skuldbindingum sínum í lok árs 2015. Við fall fjármálakerfisins misstu lífeyrissjóðir mikla eignir og margir þeirra þurftu í kjölfarið að skerða réttindi félagsmanna sinna. Nú hillir undir að einhverjir sjóðanna geti á næstu árum hækkað réttindi. Þetta er að sjálfsögðu háð því að ávöxtun á mörkuðum næstu árin verði sæmileg. Það var mikið gæfuspor á almennum vinnumarkaði að hefja sjóðasöfnun lífeyrissjóða. Íslendingar standa mun betur í þessum efnum en flestar nágrannaþjóðir okkar. Einn hluti kerfisins varð þó eftir. Það eru þeir sjóðir sem opinberir aðilar ábyrgjast. Skuldbinding ríkisins gagnvart framtíðar eftirlaunaþegum er yfir 500 milljarðar króna. Það eru fjárhæðir sem þarf að taka af skatttekjum framtíðar. Söfnunarkerfið hefur reynst vel og góð staða nú þrátt fyrir tiltölulega skamman tíma frá áföllum sýnir hversu skynsamlegt það var að hefja sjóðasöfnun. Gegnumstreymiskerfi eins og endurspeglast í hluta lífeyriskerfis opinberra starfsmanna er ávísun á vandræði. Sérstaklega þegar meðalaldur fer hratt hækkandi. Þar við bætist að það er ekki á vísan að róa með að ríkið verði tilbúið að greiða réttindi að fullu þegar ný kynslóð sem bera þarf stærri kynslóð eldriborgara á herðum sínum ræður lögum og lofum í samfélaginu. Það samkomulag sem náðist um að laga kerfi opinberra starfsmanna að almenna kerfinu er mikilvægt skref til að jafna stöðu og auka sveigjanleika á vinnumarkaði. Forystufólk stéttarfélaga hins opinbera á heiður skilinn fyrir framsýni í þeim efnum. Til lengri tíma er skynsamlegt að allir séu í sama kerfi. Það eru því nokkur vonbrigði að nú séu aðilar samkomulags sem horfir til framfara farnir að bakka eftir viðbrögð einstakra félaga. Kerfisbreytingin er mikilvæg og þættir sem snúa að kjörum einstakra félaga eru úrlausnarefni sem taka þarf til meðferðar í kjarasamningum. Í frétt Fréttablaðsins í dag bendir varaformaður fjárlaganefndar réttilega á að mikilvægt sé að ljúka málinu nú. Tafir fram yfir kosningar muni gera það að verkum að ekkert verði úr mikilvægri kerfisbreytingu. Áætlun um ríkisfjármál til lengri tíma takmarkar möguleika til að reka ríkið með halla. Það er gott og slíkur agi á rekstri ríkisins eykur trúverðugleika hagkerfisins og tryggir meiri stöðugleika. Á þessu ári getur ríkið lagt til þessa verkefnis á annað hundrað milljarða. Það er óvíst hvenær aftur verður lag til slíks. Því þarf að neyta meðan á nefinu stendur.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun