Borgward krækir í yfirmenn Benz og Kia Finnur Thorlacius skrifar 5. október 2016 09:23 Borgward BX7 jeppinn. Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward, sem ætlar sér stóra hluti á lúxusbílamarkaðnum heldur áfram að lokka til sín yfirmenn annarra þekktra bílaframleiðenda, nú síðast frá Mercedes Benz og Kia. Bílahönnuðurinn og Belginn David Napoleon Genot er nú tekinn við hönnunardeild Borgward í Evrópu en hann starfaði hjá Kia, en áður hjá SEAT, Audi og Renault. Þjóðverjarnir og verkfræðingarnir Tilo Scweers og Florian Herbold hafa einnig stokkið á vagninn til Borgward frá Mercedes Benz og munu þeir vinna að drifrásum nýrra bíla Borgward. Þessar nýju ráðningar hjá Borgward benda til þess að fyrirtækið ætli inná evrópskan bílamarkað. Síðastliðinn apríl kynnti Borgward BX7 jeppa sinn í Kína og er hann með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél. Hann hefur nú þegar selst í 4.000 eintökum í Kína að sögn Borgward og að 10.000 pantanir í bílinn bíði afgreiðslu. Borgward hefur hinsvegar sagt að ef fyrirtækið hefur markaðssetningu í Evrópu verði það eingöngu með bílum með tengiltvinnaflrás eða með hreinræktaða rafmagnsbíla. Borgward ætlar að kynna minni BX5 jeppling seinna á þessu ári. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent
Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward, sem ætlar sér stóra hluti á lúxusbílamarkaðnum heldur áfram að lokka til sín yfirmenn annarra þekktra bílaframleiðenda, nú síðast frá Mercedes Benz og Kia. Bílahönnuðurinn og Belginn David Napoleon Genot er nú tekinn við hönnunardeild Borgward í Evrópu en hann starfaði hjá Kia, en áður hjá SEAT, Audi og Renault. Þjóðverjarnir og verkfræðingarnir Tilo Scweers og Florian Herbold hafa einnig stokkið á vagninn til Borgward frá Mercedes Benz og munu þeir vinna að drifrásum nýrra bíla Borgward. Þessar nýju ráðningar hjá Borgward benda til þess að fyrirtækið ætli inná evrópskan bílamarkað. Síðastliðinn apríl kynnti Borgward BX7 jeppa sinn í Kína og er hann með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél. Hann hefur nú þegar selst í 4.000 eintökum í Kína að sögn Borgward og að 10.000 pantanir í bílinn bíði afgreiðslu. Borgward hefur hinsvegar sagt að ef fyrirtækið hefur markaðssetningu í Evrópu verði það eingöngu með bílum með tengiltvinnaflrás eða með hreinræktaða rafmagnsbíla. Borgward ætlar að kynna minni BX5 jeppling seinna á þessu ári.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent