Þreytir frumraun sína á sviði Borgarleikhússins Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. október 2016 09:45 Davíð Þór Katrínarson fer með hlutverk í sýningunni Ræman sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. vísir/Ernir „Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er. Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég ákvað að fara í prufu hjá Borgarleikhúsinu fyrir hlutverk í sýningunni Ræman, eftir Annie Baker. Það var svo í byrjun maí sem ég fékk símtal um að ég hefði fengið hlutverkið,“ segir Davíð Þór Katrínarson, nýútskrifaður leikari frá Stella Adler Academy of Acting & Theatre í Los Angeles, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk eitt aðalhlutverkið í stórri sýningu í Borgarleikhúsinu. Um er að ræða sýningu sem fjallar um þrjá starfsmenn í gömlu „költ“ bíói, sem vinna við það að sópa gólfin, selja miða og kveikja á kvikmyndavélinni fyrir sýningar. Launin eru lág, andrúmsloftið rafmagnað og samskiptin á milli þeirra endurspegla kaldranalegan veruleika. En hver og einn elur með sér draum um betra líf og oft getur raunveruleikinn skákað heimi kvikmyndanna all hressilega. „Ég leik Andrés, einn af þremur starfsmönnum sem vinnur í „költ“ bíói, hann hefur endalausan áhuga á kvikmyndum svo það er óhætt að segja að þetta sé draumastarf fyrir hann. Andrés er mikil tilfinningavera, en er þó feiminn og hlédrægur náungi,“ segir Davíð og bætir við að allir karakterarnir hafi sýna kosti og galla, þetta sé skemmtileg og fyndin saga en á sama tíma frekar dramatísk. Ræman er vel skrifað og hjartnæmt leikrit eftir ungt bandarískt leikskáld sem hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og í Evrópu. Höfundurinn, hin 34 ára Annie Baker, hlaut bandarísku Pulitzer-verðlaun fyrir besta leikritið árið 2014. Dóra Jóhannsdóttir leikstýrir verkinu en þetta mun einnig vera hennar fyrsta leikstjóraverk, í atvinnuleikhúsi. „Það er mikil áskorun að koma inn í svona stórt hlutverk stuttu eftir útskrift. Undirbúningurinn hefur gengið vel, en frá því ég fékk handritið í hendurnar hef ég verið að undirbúa mig smám saman. Það þýðir ekkert annað, þegar maður leikur á móti eins miklum fagmönnum og koma að sýningunni. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara með hlutverk hinna starfsmanna bíósins en þau eru bæði mjög reynd og hafa bæði unnið til verðlauna fyrir hlutverk sín á fjölum leikhússins. „Það er frábært að vinna með þeim, ég get lært heilan helling af þeim, og þau eru virkilega góð í því sem þau eru að gera. Það taka mér allir vel, og ég hef fundið fyrir því að starfsandinn í Borgarleikhúsinu er virkilega góður,“ segir Davíð spenntur fyrir vinnunni sem fram undan er.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira