Tyson-Thomas skoraði tæplega 70% stiga Njarðvíkur í óvæntum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2016 22:00 Tyson-Thomas þegar hún var leikmaður Keflavíkur. vísir/þórdís Domino's deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum.Í Borgarnesi unnu nýliðar Skallagríms sterkan sigur, 73-62, á Íslands- og bikarmeisturum Snæfells. Carmen Tyson-Thomas gerði sér lítið fyrir og skoraði 53 stig þegar Njarðvík vann óvæntan þriggja stiga sigur, 77-74, á Val í Ljónagryfjunni. Tyson-Thomas, sem tók einnig 18 fráköst, skoraði 68,8% af stigum Njarðvíkinga sem var spáð neðsta sætinu í Domino's deildinni. Ína María Einarsdóttir átti einnig fínan leik í liði Njarðvíkur og skoraði 14 stig. Þær Tyson-Thomas gerðu því 67 af 77 stigum liðsins. Mia Loyd skoraði 30 stig og tók 13 fráköst í liði Vals. Elín Sóley Hrafnkelsdóttir kom næst með 13 stig og fimm fráköst í sínum fyrsta deildarleik með Val.Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 10 stig fyrir Stjörnuna og tók átta fráköst.vísir/antonStjarnan vann góðan fimm stiga útisigur á Keflavík, 56-61. Danielle Victoria Rodriguez fór fyrir Stjörnuliðinu með 25 stigum og 12 fráköstum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir kom næst með 10 stig og átta fráköst. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 14 stig. Liðið í heild sinni hitti afar illa í kvöld og erlendi leikmaðurinn, Dominique Hudson, ekki neitt. Hún skoraði ekki stig í leiknum og munaði um minna.Ashley Grimes skoraði 12 stig fyrir Grindavík.vísir/antonFrábær 2. leikhluti lagði grunninn að sigri Grindvíkinga á Haukum. Lokatölur 78-63, Grindavík í vil. Staðan eftir 1. leikhluta var 18-16 en í 2. leikhluta var eins og Grindavík hefði sett lok á körfuna sína. Haukar skoruðu aðeins fjögur stig í leikhlutanum gegn 30 hjá Grindavík sem leiddi því með 28 stigum í hálfleik, 48-20. Í seinni hálfleik gáfu Grindvíkingar aðeins eftir og Haukar löguðu stöðuna. Sigur þeirra gulu var þó aldrei í hættu. Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir skoruðu 15 stig hvor fyrir Grindavík og Íris Sverrisdóttir kom með 13 stig af bekknum. Anna Lóa Óskarsdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar í liði Hauka með 14 stig hvor. Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Domino's deild kvenna hófst í kvöld með fjórum leikjum.Í Borgarnesi unnu nýliðar Skallagríms sterkan sigur, 73-62, á Íslands- og bikarmeisturum Snæfells. Carmen Tyson-Thomas gerði sér lítið fyrir og skoraði 53 stig þegar Njarðvík vann óvæntan þriggja stiga sigur, 77-74, á Val í Ljónagryfjunni. Tyson-Thomas, sem tók einnig 18 fráköst, skoraði 68,8% af stigum Njarðvíkinga sem var spáð neðsta sætinu í Domino's deildinni. Ína María Einarsdóttir átti einnig fínan leik í liði Njarðvíkur og skoraði 14 stig. Þær Tyson-Thomas gerðu því 67 af 77 stigum liðsins. Mia Loyd skoraði 30 stig og tók 13 fráköst í liði Vals. Elín Sóley Hrafnkelsdóttir kom næst með 13 stig og fimm fráköst í sínum fyrsta deildarleik með Val.Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði 10 stig fyrir Stjörnuna og tók átta fráköst.vísir/antonStjarnan vann góðan fimm stiga útisigur á Keflavík, 56-61. Danielle Victoria Rodriguez fór fyrir Stjörnuliðinu með 25 stigum og 12 fráköstum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir kom næst með 10 stig og átta fráköst. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 14 stig. Liðið í heild sinni hitti afar illa í kvöld og erlendi leikmaðurinn, Dominique Hudson, ekki neitt. Hún skoraði ekki stig í leiknum og munaði um minna.Ashley Grimes skoraði 12 stig fyrir Grindavík.vísir/antonFrábær 2. leikhluti lagði grunninn að sigri Grindvíkinga á Haukum. Lokatölur 78-63, Grindavík í vil. Staðan eftir 1. leikhluta var 18-16 en í 2. leikhluta var eins og Grindavík hefði sett lok á körfuna sína. Haukar skoruðu aðeins fjögur stig í leikhlutanum gegn 30 hjá Grindavík sem leiddi því með 28 stigum í hálfleik, 48-20. Í seinni hálfleik gáfu Grindvíkingar aðeins eftir og Haukar löguðu stöðuna. Sigur þeirra gulu var þó aldrei í hættu. Ingunn Embla Kristínardóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir skoruðu 15 stig hvor fyrir Grindavík og Íris Sverrisdóttir kom með 13 stig af bekknum. Anna Lóa Óskarsdóttir og Sólrún Inga Gísladóttir voru stigahæstar í liði Hauka með 14 stig hvor.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum