Audi A9 og Porsche Panamera Coupe á sama undirvagni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2016 10:49 Audi A9 Coupe særir ekki beint augun. Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Bæði Porsche og Audi vinna nú að smíði tveggja stórra eðalvagna sem munu notast við sama nýja MSB-undirvagninn sem þróaður var af Porsche. Það eru bílarnir Audi A9, sem er coupe-útgáfa af Audi A8, og Porsche Panamera Coupe. Það er langt frá því ókunnugt að bílar sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni séu með sömu undirvagna og íhluti og því kemur þetta lítt á óvart. Porsche ætlar líka að kynna til sögunnar langbaksgerð af nýja Panamera bílnum og verður hann sýndur almenningi á bílasýningunni í Genf á næsta ári. Þá er einnig talið líklegt að Porsche muni kynna blæjuútgáfu Panamera, svo útgáfur þess stóra bíls verða brátt æði margar. Heyrst hefur að Audi muni kynna A9 Coupe bílinn í lok þessa áratugar, en hann gæti litið út eins og sést á myndinni hér fyrir ofan.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent