Hver skaut JFK? Formaður Framsóknar? Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. október 2016 07:00 Miðvikudagurinn 17. september 2014. Edinborg. Igor Borisov og þrír rússneskir félagar hans mæta til skosku höfuðborgarinnar. Þeir eru komnir til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands á vegum rússneskra stjórnvalda. Þeir hyggjast tryggja að allt fari vel fram. Eða það er allavega opinbera ástæðan. Ekki líður á löngu uns þeir hleypa öllu í bál og brand. Þeir fullyrða að kosningarnar standist ekki alþjóðlega lýðræðisstaðla. Salurinn sem atkvæðin eru talin í sé of stór, kosningarnar séu tómt svindl. Í fyrstu er hlegið að þeim. „Já, já, þið eruð krútt.“ Alvarleiki málsins kemur hins vegar fljótt í ljós.Upplýsingastríðið Upplýsingar eru vopn sem nota má í nútímahernaði. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu „Stefnuyfirlýsingar rússneska sambandsríkisins á sviði hernaðar“ sem Vladimir Pútín samþykkti í lok árs 2014. Hernaðarskýrendur halda því fram að til að bæta upp fyrir lakan stríðskost heyi Rússar nú upplýsingastríð. Segja þeir rangfærslur eitt öflugasta hernaðartækið í vopnabúri þeirra. Eftir að dagblaðið The Guardian birti frétt um kenningar Igors og félaga um svindl í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Skotlandi ætlaði allt um koll að keyra. Internetið logaði. Lögregla var kölluð til svo rannsaka mætti ásakanirnar. 100.000 manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að endurtaka ætti kosningarnar þótt enginn fótur væri fyrir því að svindlað hefði verið.Ofurhetjufígúrur og óhreinatau Hver skaut JFK? Hver stóð í raun og veru að árásunum á tvíburaturnana í New York? Samsæriskenningar eru góð skemmtun. Það eru þó fáir sem leggja trúnað á þær aðrir en einstaka einfari sem hírist í kjallaranum hjá mömmu umkringdur ofurhetjufígúrum og óhreinataui. Eða hvað? Stjórnmálaumræða virðist í auknum mæli hafin yfir staðreyndir. Sé lygi endurtekin nógu oft verður hún sannleikur. Í Bandaríkjunum er Donald Trump helsti kyndilberi þessarar pólitísku afstæðishyggju en þar í landi er talað um „post-truth politics“. Hefur Trump til að mynda tekist að sannfæra fjölda Bandaríkjamanna um að forseti þeirra, Barack Obama, sé ekki fæddur í Bandaríkjunum með því að endurtaka samsæriskenninguna við hvert tækifæri. Að sama skapi hefur Vladimir Pútín einkar gott lag á að rugla alþjóðasamfélagið í ríminu með uppspuna og rangfærslum. Sem dæmi má nefna flugskeytið sem grandaði farþegaþotu Malaysian Airlines yfir Úkraínu árið 2014. Allt bendir til þess að það hafi verið rússneskt. Um heim allan má þó finna fólk sem dregur þá staðhæfingu í efa því rússnesk stjórnvöld hafa verið dugleg við að skálda upp aðrar skýringar á harmleiknum.Meinsemd á lýðræðinu Sunnudagurinn 2. október 2016. Háskólabíó. Hvað gerðist á flokksþingi Framsóknarflokksins? Við fengum fréttir af hurðaskellum, skrúfað var niður í völdum fundargestum, fúkyrði fuku og fólk rauk á dyr. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tapaði formannskjöri. Eða hvað? Ekki leið á löngu uns Sigmundur Davíð mætti á völlinn með samsæriskenningarnar reiddar á loft. Hver slökkti í alvörunni á netútsendingunni? Hvaða dularfulla fólk var þetta í rútunum? Í fyrstu var þetta fyndið. „Já, já, krútt, það er leiðinlegt að tapa.“ En svo – eins og í Skotlandi – kárnaði gamanið. Stjórnmálamenn á borð við Trump, Pútín og Sigmund Davíð sem kvatt hafa raunveruleikann virðast sakleysislegir bullukollar. Svo er þó ekki. Þeir eru alvarleg meinsemd á lýðræðinu. Ekki vegna þess fólks sem trúir þeim, heldur vegna þess eitraða andrúmslofts sem bullið leiðir af sér. Ef þeir eru að bulla í okkur, hverjir aðrir eru að bulla í okkur? Allt í einu er öll stjórnmálaumræða undirorpin efa og sannleikurinn er þess sem hrópar hæst. Þrjár vikur eru til kosninga. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegum rökræðum um málefni ef við getum ekki sameinast um einfaldar staðreyndir á borð við það, hvort formaður Framsóknarflokksins sé réttkjörinn?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun
Miðvikudagurinn 17. september 2014. Edinborg. Igor Borisov og þrír rússneskir félagar hans mæta til skosku höfuðborgarinnar. Þeir eru komnir til að fylgjast með þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Skotlands á vegum rússneskra stjórnvalda. Þeir hyggjast tryggja að allt fari vel fram. Eða það er allavega opinbera ástæðan. Ekki líður á löngu uns þeir hleypa öllu í bál og brand. Þeir fullyrða að kosningarnar standist ekki alþjóðlega lýðræðisstaðla. Salurinn sem atkvæðin eru talin í sé of stór, kosningarnar séu tómt svindl. Í fyrstu er hlegið að þeim. „Já, já, þið eruð krútt.“ Alvarleiki málsins kemur hins vegar fljótt í ljós.Upplýsingastríðið Upplýsingar eru vopn sem nota má í nútímahernaði. Þetta kemur fram í nýjustu útgáfu „Stefnuyfirlýsingar rússneska sambandsríkisins á sviði hernaðar“ sem Vladimir Pútín samþykkti í lok árs 2014. Hernaðarskýrendur halda því fram að til að bæta upp fyrir lakan stríðskost heyi Rússar nú upplýsingastríð. Segja þeir rangfærslur eitt öflugasta hernaðartækið í vopnabúri þeirra. Eftir að dagblaðið The Guardian birti frétt um kenningar Igors og félaga um svindl í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Skotlandi ætlaði allt um koll að keyra. Internetið logaði. Lögregla var kölluð til svo rannsaka mætti ásakanirnar. 100.000 manns skrifuðu undir áskorun þess efnis að endurtaka ætti kosningarnar þótt enginn fótur væri fyrir því að svindlað hefði verið.Ofurhetjufígúrur og óhreinatau Hver skaut JFK? Hver stóð í raun og veru að árásunum á tvíburaturnana í New York? Samsæriskenningar eru góð skemmtun. Það eru þó fáir sem leggja trúnað á þær aðrir en einstaka einfari sem hírist í kjallaranum hjá mömmu umkringdur ofurhetjufígúrum og óhreinataui. Eða hvað? Stjórnmálaumræða virðist í auknum mæli hafin yfir staðreyndir. Sé lygi endurtekin nógu oft verður hún sannleikur. Í Bandaríkjunum er Donald Trump helsti kyndilberi þessarar pólitísku afstæðishyggju en þar í landi er talað um „post-truth politics“. Hefur Trump til að mynda tekist að sannfæra fjölda Bandaríkjamanna um að forseti þeirra, Barack Obama, sé ekki fæddur í Bandaríkjunum með því að endurtaka samsæriskenninguna við hvert tækifæri. Að sama skapi hefur Vladimir Pútín einkar gott lag á að rugla alþjóðasamfélagið í ríminu með uppspuna og rangfærslum. Sem dæmi má nefna flugskeytið sem grandaði farþegaþotu Malaysian Airlines yfir Úkraínu árið 2014. Allt bendir til þess að það hafi verið rússneskt. Um heim allan má þó finna fólk sem dregur þá staðhæfingu í efa því rússnesk stjórnvöld hafa verið dugleg við að skálda upp aðrar skýringar á harmleiknum.Meinsemd á lýðræðinu Sunnudagurinn 2. október 2016. Háskólabíó. Hvað gerðist á flokksþingi Framsóknarflokksins? Við fengum fréttir af hurðaskellum, skrúfað var niður í völdum fundargestum, fúkyrði fuku og fólk rauk á dyr. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tapaði formannskjöri. Eða hvað? Ekki leið á löngu uns Sigmundur Davíð mætti á völlinn með samsæriskenningarnar reiddar á loft. Hver slökkti í alvörunni á netútsendingunni? Hvaða dularfulla fólk var þetta í rútunum? Í fyrstu var þetta fyndið. „Já, já, krútt, það er leiðinlegt að tapa.“ En svo – eins og í Skotlandi – kárnaði gamanið. Stjórnmálamenn á borð við Trump, Pútín og Sigmund Davíð sem kvatt hafa raunveruleikann virðast sakleysislegir bullukollar. Svo er þó ekki. Þeir eru alvarleg meinsemd á lýðræðinu. Ekki vegna þess fólks sem trúir þeim, heldur vegna þess eitraða andrúmslofts sem bullið leiðir af sér. Ef þeir eru að bulla í okkur, hverjir aðrir eru að bulla í okkur? Allt í einu er öll stjórnmálaumræða undirorpin efa og sannleikurinn er þess sem hrópar hæst. Þrjár vikur eru til kosninga. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegum rökræðum um málefni ef við getum ekki sameinast um einfaldar staðreyndir á borð við það, hvort formaður Framsóknarflokksins sé réttkjörinn?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun