Grípum í lygar Magnús Guðmundsson skrifar 8. október 2016 10:30 Eyrún Ósk Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eftir afhendingu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október. Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október.
Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira