Grípum í lygar Magnús Guðmundsson skrifar 8. október 2016 10:30 Eyrún Ósk Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eftir afhendingu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október. Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eyrún Ósk Jónsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2016 fyrir ljóðahandritið Góðfúslegt leyfi til sígarettukaupa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 700 þúsund krónum. Fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Bjarts. Eyrún Ósk Jónsdóttir á að baki feril sem rithöfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis auk þess hefur hún skrifað kvikmyndahandrit. Eyrún hefur áður sent frá sér þrjár skáldsögur og tvær ljóðabækur. Eyrún segir að það sé mikið gleðiefni að fá svona viðurkenningu. „Þetta var dásamlegt. Það er barátta að reyna að vera listamaður, vera í fullri vinnu og vera með barn og allt þetta, þannig að þetta er í alvörunni blóð sviti og tár. Þannig að það er góð tilfinning þegar maður finnur að aðrir tengja við þetta líka.“ Eyrún fæst við margt í listunum þannig að það er í mörg horn að líta. „Já, og svo er ég varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði,“ bætir Eyrún við og skellihlær. „En það gengur í raun ótrúlega vel að samræma þetta allt. Það er barátta að halda áfram og ég setti mér þá reglu að skrifa alltaf á hverjum degi. Þá snýst þetta um að halda áfram, dáldið eins og að fara út að skokka, og svo er maður allt í einu kominn í form.“ Eyrún segir að í þessari bók sé hún einkum að skoða lygar sem fullorðnir segja við börn. „Þetta byrjaði þannig að sonur minn sem er fjögurra ára var að snúa sér í hringi og ég ætlaði að fara að stoppa hann. Það kom upp í mér eitthvað gamalt með að ef maður gerði svona þá fengi maður garnaflækju. Þá fór ég að hugsa um þetta sem manni var sagt með að tungan yrði svört þegar maður lýgur og allt þetta. Út frá því fór ég líka að skoða hluti sem ég bjó sjálf til sem barn til þess að öðlast skilning. Þannig að þetta byggir allt mikið á bernskuminningum og að skoða þessa þætti. En stundum grípum við í þetta áfram, segjum einhverjar lygar og vitleysu og hendum því fram eins og ekkert sé. Það er umhugsunarefni og mér fannst athyglisvert að átta mig á því. Þess vegna verður maður alltaf að horfa á heiminn með gagnrýnum hætti.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. október.
Menning Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira