„Ísland mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar" Una Sighvatsdóttir skrifar 9. október 2016 21:30 Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Leiðir þeirra Adam Laus og Catherine Janes annars vegar og íslensku þjóðarinnar hinsvegar, hafa fléttast saman með undarlegum hætti allt frá því þau ákváðu að styðja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í sumar, þrátt fyrir að hafa aldrei komið til Íslands. Adam varð fyrir alvarlegri hnífaárás eftir landsleikinn móti Frakklandi og var í framhaldinu boðið að koma frítt til Íslands eins og frægt er orðið, en sjálf trúa þau varla enn að þetta sé að gerast.Velvild ókunnugra gaf þeim nýja trú„Þetta hefur aukið trú okkar á mannkynið, í alvöru talað. Því þetta atvik [hnífaárásin í París] var algjörlega að tilefnislausu. Við vorum bara að reyna að komast heim til okkar og þá gerðist þetta,“ segir Adam. „En það sem hefur komið út úr þessu er að við höfum séð velvild svo ótrúlega margra. Og bara sú staðreynda að við fengum að hitta forsetann...þetta myndi ekki gerast í neinu öðru landi!“ Catherine tekur undir. „Við erum bara ósköp venjulegt fólk og alls ekki vön svona löguðu. Þetta lætur okkur líða eins og við séum mjög sérstök.“ Ótalmargir hafa lagst á árarnar við að gleðja Adam og Catherine. Stuðningsmannaliðið Tólfan hélt utan um söfnunina en fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lagði í púkkið, þar á meðal Reykjavík Helicopters sem bauð þeim í þyrluflug í gær. Á lendingarstað í Þórsmörk áttu þau ekki orð yfir landslaginu. „Þetta er gjörsamlega sturlað. Engin orð fá lýst útsýningu sem maður sér hérna, alveg sama í hvaða átt þú lítur“ segir Catherine. „Manni verður bara orða vant. Þetta er svo gullfallegt, í alvöru talað,“ bætir Adam við.Bjuggu til ný tilefni með trúlofuninniEn þótt íslenskt landslag og íslensk gestrisni hafi nánast gengið fram af þeim var hápunktur Íslandsferðarinnar samt augnablikið sem þau áttu alveg út af fyrir sig. „Ég bað Catherine að giftast mér og sem betur fer sagði hún já“ segir Adam og þau skella bæði upp úr. „Og þetta þýðir að við munum halda áfram að snúa aftur til Íslands til að halda upp á brúðkaupsafmæli hér og þess háttar. Ísland mun alltaf eiga alveg sérstakan stað í hjarta okkar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira