Flott veiði í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 20. september 2016 15:34 Tekist á við lax í Laxá í Dölum Mynd: www.hreggnasi.is Laxá í Dölum er ein af þessum ám sem á yfirleitt frábæra endaspretti þegar haustlægðirnar láta á sér kræla. Það er engin undantekning á þessu sumri og hefur veiðin síðustu daga verið hreint frábær. Síðasta þriggja daga holl landaði 129 löxum á sex stangir og hollið þar á undan var með 128 laxa eftir þriggja daga veiði. Það er óhætt að segja að það sé mokveiði í ánni en geysilega mikill lax er í sumum hyljum Laxá og veiðin nú þegar komin yfir heildarveiðina í fyrra sem þó er á listanum yfir eitt af 10 bestu sumrunum í ánni. Heildarveiðin í fyrra var 1.578 laxar en núna stefnir áinn hraðbyri í 1.600 laxa. Besta árið var metsumarið 1988 þegar 2.385 laxar veiddust en frá árinu 2003 hefur Laxá í Dölum farið samtals sex sinnum yfir 1.000 laxa sem er feyknagóð veiði á 4-6 stangir. Eftirspurn eftir dögum er það mikil að útlit er fyrir að áinn sé þegar að verða ef ekki orðin uppseld fyrir næsta sumar. Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði
Laxá í Dölum er ein af þessum ám sem á yfirleitt frábæra endaspretti þegar haustlægðirnar láta á sér kræla. Það er engin undantekning á þessu sumri og hefur veiðin síðustu daga verið hreint frábær. Síðasta þriggja daga holl landaði 129 löxum á sex stangir og hollið þar á undan var með 128 laxa eftir þriggja daga veiði. Það er óhætt að segja að það sé mokveiði í ánni en geysilega mikill lax er í sumum hyljum Laxá og veiðin nú þegar komin yfir heildarveiðina í fyrra sem þó er á listanum yfir eitt af 10 bestu sumrunum í ánni. Heildarveiðin í fyrra var 1.578 laxar en núna stefnir áinn hraðbyri í 1.600 laxa. Besta árið var metsumarið 1988 þegar 2.385 laxar veiddust en frá árinu 2003 hefur Laxá í Dölum farið samtals sex sinnum yfir 1.000 laxa sem er feyknagóð veiði á 4-6 stangir. Eftirspurn eftir dögum er það mikil að útlit er fyrir að áinn sé þegar að verða ef ekki orðin uppseld fyrir næsta sumar.
Mest lesið Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði